Fréttablaðið - 28.08.2014, Side 58
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5.
Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson,
12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is
LAGALISTINN TÓNLISTINN
21.8.2014 ➜ 27.8.2014
Fyndnir ferfætlingar
Meira að segja hundar eru komnir með Instagram-
síður en hér eru sex hundar sem geta hæglega
komið hverjum sem er í þrusugott skap.
BUDDY@ BUDDY-
BOOWAGGYTAILS
MUPPETS REVENGE
@ MUPPETSREVENGE
JESSICA SHYBA
@ MOMMASGONECITY
FRANK THE FRENCHIE@ FRANK_
THE_FUNNYFRENCHIE
TOAST@ TOAST-
MEETSWORLD PICA THE POM
@ PICA_THE_POM
Gunnar Atli Gunnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók viðtal
við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í beinni
útsendingu í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldið vegna
lekamálsins svokallaða. Var þetta í fyrsta sinn sem Gunnar
Atli tekur viðtal í beinni útsendingu en auk þess hefur hann
ekki starfað lengi á skjánum. Samfélagsmiðlar loguðu
á meðan á viðtalinu stóð og var það mál manna að
Gunnar Atli hafi staðið sig vel í að þjarma að ráðherr-
anum sem skiptar skoðanir eru um þessa dagana.
Trend á Twitter Fréttamaður slær í gegn í fyrstu beinu útsendingunni.
Halldór
Halldórsson
@DNADORI
#mancrush á
þennan mannýga
titt.
Hafsteinn
Árnason
@h_arnason
Obobb. Hanna Birna
er að pirr ast. Frétta-
maðurinn gengur hart.
#struggle
Jón Kr.
Einarsson
@jonkaerr
Naggurinn á stöð
2 var eiginlega
betri en Helgi
Seljan.
Salka Margrét
@SalkaMargret
Vá hvað Gunnar er að
rembast við að vera
beittur. Tekst sæmilega.
#fréttir #ísland-
ídag
Charles Uzzell-Edwards er 44 ára
götulistamaður og galleríeigandi
sem er betur þekktur undir lista-
mannsnafninu Pure Evil. Hann
opnaði sýninguna Pure Evil–mar-
tröð í Galleríi Fold á Menningarnótt
en sýningin stendur enn yfir. Mar-
traðasería hans er byggð í kringum
andlit frægra einstaklinga, helst
listamanna s.s. Audrey Hepburn,
Andys Warhol og Jean-Michels
Basquiat.
Auk sýningarinnar gerði Pure
Evil meira en 30 verk sem hann
skildi eftir víðs vegar um borgina.
Hægt var að finna verk eftir hann
á spýtum, vínylplötu, bílhurð og
fleira. Menn gátu þá skilað verk-
unum upp í galleriíð og fengið þau
árituð áður en hann fór af landi en
að sögn gallerísins var fjölmörgum
verkum skilað. Þá gerði Pure Evil
nokkur veggverk, m.a. á Rauðar-
árstíg og Grettisgötu. Á Rauðarár-
stígnum er verk fyrir framan Inn-
rammarann. „Þetta er bara snilld,
þetta fær góða athygli,“ segir Georg
Þór Ágústsson hjá Innrammaran-
um, spurður um hvað honum finn-
ist um að hafa verk eftir frægan
götulistamann fyrir framan búðina.
Hægt er að sjá mörg þessara verka
á Insta gram-síðu listamannsins,
Pureevilgallery.
Gegnumgangandi mótíf í götu-
myndum Pure Evil eru vígtenntar
kanínur. Í viðtali við The Tele graph
frá því í fyrra segir listamaðurinn
að það megi rekja til þess að þegar
hann var lítill drengur drap hann
kanínu með haglabyssu þegar hann
dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í
bresku sveitinni. „Hugmyndin er að
kanínan sé komin aftur til að hrella
mig,“ segir hann.
Hið samnefnda gallerí Pure Evil
í austurhluta Lundúna er áhrifa-
mikið gallerí í nútímagötulist. Gall-
eríið sýnir verk eftir unga og upp-
rennandi listamenn frá Bretlandi og
víðar. Galleríið hefur einnig haldið
utan um sýningar erlendis.
Á sölusíðu listaverkasalans
Charles Saatchi má finna fjölmörg
verk til sölu eftir Pure Evil en þar
eru verkin á verðbilinu 250-3.500
pund eða um sjö hundruð þúsund
íslenskar krónur. Þar má einnig lesa
stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er
hápólitísk. „Við erum andsnúin því
að líta á listamenn sem neysluvör-
ur“, „Prinsipp koma á undan gróða“,
og „Engir sýningarstjórar leyfðir –
þeir verða skotnir á staðnum“, segir
meðal annars. Þá segir galleríið að
það borgi listamönnum sínum 75%
af sölugróðanum „af því að við
getum það“. - þij
Vígtenntar kanínur
og myndlistarpólitík
Götulistamaðurinn Pure Evil merkti sér svæði víðs vegar um borgina en hann
er virtur listamaður innan götulistarheimsins. Verk hans eru metin á allt að sjö
hundruð þúsund íslenskar krónur.
FLOTTUR Charles Uzzell-Edwards merkti
Reykjavík með verðmætri list á meðan á
dvöl hans stóð. NORDICPHOTOS/GETTY
Opið
hús
Laugardaginn
30. Ágúst
milli 13 og 16
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
1 Low Roar 0
2 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music
3 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2
4 Kaleo Kaleo
5 Samaris Silkidrangar
6 Mammút Komdu til mín svarta systir
7 Ýmsir Icelandic folksongs
8 GusGus Mexico
9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
10 Ýmsir Fyrir landann
1 George Ezra Budapest
2 Prins Póló París norðursins
3 Sia Chandelier
4 Magic! Rude
5 Valdimar Læt það duga
6 Sam Smith Stay With Me
7 Milky Chance Stolen Dance
8 Coldplay A Sky Full Of Stars
9 Júníus Meyvant Color Decay
10 Nico & Vinz Am I Wrong
LÍFIÐ