Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 58
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 21.8.2014 ➜ 27.8.2014 Fyndnir ferfætlingar Meira að segja hundar eru komnir með Instagram- síður en hér eru sex hundar sem geta hæglega komið hverjum sem er í þrusugott skap. BUDDY@ BUDDY- BOOWAGGYTAILS MUPPETS REVENGE @ MUPPETSREVENGE JESSICA SHYBA @ MOMMASGONECITY FRANK THE FRENCHIE@ FRANK_ THE_FUNNYFRENCHIE TOAST@ TOAST- MEETSWORLD PICA THE POM @ PICA_THE_POM Gunnar Atli Gunnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldið vegna lekamálsins svokallaða. Var þetta í fyrsta sinn sem Gunnar Atli tekur viðtal í beinni útsendingu en auk þess hefur hann ekki starfað lengi á skjánum. Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á viðtalinu stóð og var það mál manna að Gunnar Atli hafi staðið sig vel í að þjarma að ráðherr- anum sem skiptar skoðanir eru um þessa dagana. Trend á Twitter Fréttamaður slær í gegn í fyrstu beinu útsendingunni. Halldór Halldórsson @DNADORI #mancrush á þennan mannýga titt. Hafsteinn Árnason @h_arnason Obobb. Hanna Birna er að pirr ast. Frétta- maðurinn gengur hart. #struggle Jón Kr. Einarsson @jonkaerr Naggurinn á stöð 2 var eiginlega betri en Helgi Seljan. Salka Margrét @SalkaMargret Vá hvað Gunnar er að rembast við að vera beittur. Tekst sæmilega. #fréttir #ísland- ídag Charles Uzzell-Edwards er 44 ára götulistamaður og galleríeigandi sem er betur þekktur undir lista- mannsnafninu Pure Evil. Hann opnaði sýninguna Pure Evil–mar- tröð í Galleríi Fold á Menningarnótt en sýningin stendur enn yfir. Mar- traðasería hans er byggð í kringum andlit frægra einstaklinga, helst listamanna s.s. Audrey Hepburn, Andys Warhol og Jean-Michels Basquiat. Auk sýningarinnar gerði Pure Evil meira en 30 verk sem hann skildi eftir víðs vegar um borgina. Hægt var að finna verk eftir hann á spýtum, vínylplötu, bílhurð og fleira. Menn gátu þá skilað verk- unum upp í galleriíð og fengið þau árituð áður en hann fór af landi en að sögn gallerísins var fjölmörgum verkum skilað. Þá gerði Pure Evil nokkur veggverk, m.a. á Rauðar- árstíg og Grettisgötu. Á Rauðarár- stígnum er verk fyrir framan Inn- rammarann. „Þetta er bara snilld, þetta fær góða athygli,“ segir Georg Þór Ágústsson hjá Innrammaran- um, spurður um hvað honum finn- ist um að hafa verk eftir frægan götulistamann fyrir framan búðina. Hægt er að sjá mörg þessara verka á Insta gram-síðu listamannsins, Pureevilgallery. Gegnumgangandi mótíf í götu- myndum Pure Evil eru vígtenntar kanínur. Í viðtali við The Tele graph frá því í fyrra segir listamaðurinn að það megi rekja til þess að þegar hann var lítill drengur drap hann kanínu með haglabyssu þegar hann dvaldi eitt sinn hjá fjölskyldu sinni í bresku sveitinni. „Hugmyndin er að kanínan sé komin aftur til að hrella mig,“ segir hann. Hið samnefnda gallerí Pure Evil í austurhluta Lundúna er áhrifa- mikið gallerí í nútímagötulist. Gall- eríið sýnir verk eftir unga og upp- rennandi listamenn frá Bretlandi og víðar. Galleríið hefur einnig haldið utan um sýningar erlendis. Á sölusíðu listaverkasalans Charles Saatchi má finna fjölmörg verk til sölu eftir Pure Evil en þar eru verkin á verðbilinu 250-3.500 pund eða um sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Þar má einnig lesa stefnuyfirlýsingu gallerísins sem er hápólitísk. „Við erum andsnúin því að líta á listamenn sem neysluvör- ur“, „Prinsipp koma á undan gróða“, og „Engir sýningarstjórar leyfðir – þeir verða skotnir á staðnum“, segir meðal annars. Þá segir galleríið að það borgi listamönnum sínum 75% af sölugróðanum „af því að við getum það“. - þij Vígtenntar kanínur og myndlistarpólitík Götulistamaðurinn Pure Evil merkti sér svæði víðs vegar um borgina en hann er virtur listamaður innan götulistarheimsins. Verk hans eru metin á allt að sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. FLOTTUR Charles Uzzell-Edwards merkti Reykjavík með verðmætri list á meðan á dvöl hans stóð. NORDICPHOTOS/GETTY Opið hús Laugardaginn 30. Ágúst milli 13 og 16 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is 1 Low Roar 0 2 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 3 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 4 Kaleo Kaleo 5 Samaris Silkidrangar 6 Mammút Komdu til mín svarta systir 7 Ýmsir Icelandic folksongs 8 GusGus Mexico 9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 10 Ýmsir Fyrir landann 1 George Ezra Budapest 2 Prins Póló París norðursins 3 Sia Chandelier 4 Magic! Rude 5 Valdimar Læt það duga 6 Sam Smith Stay With Me 7 Milky Chance Stolen Dance 8 Coldplay A Sky Full Of Stars 9 Júníus Meyvant Color Decay 10 Nico & Vinz Am I Wrong LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.