Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 8
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁTTÚRA Mælingar á umbrotasvæð- inu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tutt- uguföld gliðnun á Íslandi að meðal- tali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverk- fjöllum, hins vegar, er orðin rúm- lega 40 sentímetrar síðan jarðhrær- ingarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadótt- ur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær gang- inum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyf- ingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburð- ir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðv- ar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiða- gili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Þetta er álit vísindamannaráðs Almannavarna, þar sem sitja vís- indamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. Skjálftavirkni hefur aukist, mörg hundruð skjálftar mælast dag hvern. Virknin er nú að mestu utan jökuls þar sem berggangurinn þok- ast til norðurs í átt til Öskju. svavar@frettabladid.is Færslan á yfirborði nær gang- inum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS- neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar Þóra Árnadóttir jarðeðlisfræðingur S 1. Hvar er Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi? 2. Hvaða sveitarfélag styrkir Alþjóð- legu kvikmyndahátíðina í Reykjavík? 3. Hver er forstjóri Norðuráls? SVÖR: 1. Á Háafelli í Hvítársíðu.2. Kópavogur. 3. Ragnar Guðmundsson. GARÐYRKJA Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna leggjast sterklega gegn ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að innheimta gjald vegna sýnatöku við mælingar á varnarefnum í grænmeti. Segja þau að með því sé ríkið að setja nýjar álögur á innlenda framleiðslu á grænmeti. Á vefsíðunni Gardyrkja.is kemur fram að kostn- aðurinn hafi hingað til verið greiddur af fjárlögum en sýnatakan hafi verið framkvæmd frá árinu 1991. Um neytendavernd sé að ræða og því réttlátt að sú vernd sé greidd úr ríkissjóði. „Gjaldið mun auka kostnað ræktenda en óhjá- kvæmilegt er að það mun valda hækkun á verði grænmetis sem aftur leiðir til hækkunar á verðlags- vísitölu. Þegar gjaldtakan nær hámarki, eftir 1-2 ár, er við- bótarkostnaður íslenskra fram- leiðenda 5-7 milljónir króna á ári,“ segir á vefsíðunni. Þar kemur einnig fram að garðyrkjubændur hafi fagn- að mælingunum á varnarefnun- um í þágu neytenda og bættum tækjabúnaði sem hafi verið inn- leiddur við mælingarnar. - fb Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar: Ósátt við innheimtu gjalds vegna sýnatöku GRÆNMETI Kostnaðurinn við sýnatökuna hefur hingað til verið greiddur af fjárlögum. Gjaldið mun auka kostnað ræktenda en óhjákvæmilegt er að það mun valda hækkun á verði græn- metis. Samband Garðyrkjubænda VEISTU SVARIÐ? VIÐSKIPTI Nýir staðlar við reikning þjóðhagsreikn- inga stækka köku hag- kerfisins um þrjú til 3,7 prósent. Staðlarnir, sem teknir verða upp í flestum Evrópulöndum samtímis, eru teknir upp að kröfu Sameinuðu þjóðanna. „Þetta ætti ekki að hafa svo mikil áhrif á hagvöxt- inn. Breytingin á milli ára verð- ur svipuð,“ segir Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands. Guðrún segir breyt- inguna helst hafa áhrif á þær tölur sem settar eru fram sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, svo sem skuldir þjóðarbúsins. „Svo gerist ekkert með skuld- irnar en af því landsframleiðslan er orðin hærri þá minnkar hlut- fall þeirra. Skuldin er samt jafn- stór. Þú breytir í raun nefnaranum sem þú ert að deila með.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag mun Hagstofan meðal annars reyna að fara í saumana á veltu viðskipta með fíkniefni og vændi. Hugmyndin með breyting- unni er að hagtölur endurspegli betur hagkerfið eins og það er í reynd. - ssb Nýir staðlar Hagstofu Íslands munu hafa töluverð áhrif á þjóðhagsreikninga: Kakan stækkar um þrjú prósent GUÐRÚN R. JÓNSDÓTTIR GPS-mælanetið hefur verið byggt upp undanfarin ár í samvinnuverkefnum Jarðvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og margra erlendra aðila, m.a. jarðvísindamanna við Arizona-háskóla sem settu upp GPS- stöðina á Dyngjuhálsi árið 2006. Verkefnið hlaut m.a. Öndvegisstyrk Rann- sóknaráðs árið 2006. Mælanetið afurð víðtækrar samvinnu Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. SPORÐUR Hér liðast Jökulsá á Fjöllum undan Dyngjujökli. Undir niðri rennur kvika úr iðrum jarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.