Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 10
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Í sumar fundust skrítnir maðkar í safnhaugi í garði í Reykjavík. Þeir voru kvikir í hreyfingum, stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Þeir eru af tegund slöngu- maðka og þótt maðkar séu góðir fyrir jarðveginn er óvíst hvort þessir nýju landnemar séu það einnig. Slöngumaðkurinn er ein þeirra smádýrategunda sem hafa numið hér land á síðustu árum og ára- tugum. Maðkurinn hefur sett allt á annan endann í vistkerfum í austanverðri Norður-Ameríku. „Ég veit ekki hvernig framvind- an verður og heldur ekki hvern- ig hann kemur til með að haga sér. Ég hef ekki heyrt neinar svona sögur af honum frá Evr- ópu, þannig að þá má ekki alveg dæma hann fyrirfram,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, aðspurður. Hann kveðst mestar áhyggj- ur hafa af spánarsniglinum af þeim vágestum sem hafa komið hingað. „Hann er ekki orðinn mesti skaðvaldurinn en hefur alla möguleika á að verða það,“ segir hann, aðspurður. „En þessir skaðvaldar, innan gæsa- lappa, sem eru að berast hing- að verða fyrst og fremst skað- valdar á innfluttum plöntum. Þetta byrjar yfirleitt þannig að útlendingur er að „bögga“ útlending. Þessar útlendu pödd- ur eru þá að ráðast á innflutt- ar plöntutegundir í görðum.“ Spurður hver sé möguleik- inn á að útrýma helstu skað- völdunum segir hann erfitt að segja til um það. „Nágranna- þjóðunum hefur ekki tekist að útrýma þeim og Íslendingar hafa sýnt að þeir eru ekki snjall- ari en þær að finna lausnir.“ Hann segir að hærra hitastig á Íslandi í gegnum árin hafi hjálpað skordýrunum að nema hér land en einnig skipti máli að þokkalega blautt sé í veðri. Spurður hvaða vágestur sé hættulegastur mannfólki, nefnir hann skógarmítilinn. „Hann er blóðsuga á mönnum og skepnum.“ Smávaxnir vágestir nema land Slöngumaðkur fannst í fyrsta sinn hér á landi fyrr í sumar. Með hlýnandi loftslagi hefur skordýrum sem ná fótfestu hérlendis fjölgað til muna. Sum geta þau valdið skaða í náttúrunni. Spánarsnigillinn gæti mögulega orðið mesti skaðvaldurinn að mati skordýrafræðings. Hvað? Tilheyrir ættinni Megascolecidae og er af öðrum toga en íslensku ánamaðkarnir sem eru af ættinni Lubricidae. Grannur og stinnur, slengist til með snöggum hnykkjum, hlykkjast, hoppar og skoppar. Getur sett allt á annan endann í vistkerfum en óvíst hvernig hann hagar sér á Íslandi. Í Ameríku hefur hann lagst á lifandi plöntur og eytt þeim. Hvar? Fannst í safnhaugi í garði í Þingholtunum í Reykjavík. Upprunaleg heimkynni ná frá Austur-Asíu suður til Eyjaálfu og einhverra tegunda í Norður-Ameríku. Hvernig? Ekki vitað en hugsanlega með innfluttum potta- plöntum með rót í jarðvegi. Hvenær? Fannst hér á landi í sumar. Hvað? Snigill af ættinni Arionidae. Er auðþekktur frá öðrum sniglum hérlendis, þar sem hann er rauður á litinn. Fullvaxinn er hann miklu stærri en aðrir sniglar af Arion-ættkvíslinni. Veldur miklum skaða í görðum og garðrækt. Hvar? Finnst í húsagörðum og gróðrarstöðvum. Hefur sést til hans á höfuðborgarsvæðinu, í Hnífsdal, Hvera- gerði, á Heimaey, Akranesi, Hofsósi, í Ólafsfirði og Höfn í Hornafirði. Upprunninn á vesturhluta Spánar, Portúgal og S-Frakklandi. Hvernig? Hefur átt greiða leið til Íslands með innfluttum plöntum og jarðvegi í blómapottum. Hvenær? Þeir fyrstu hér á landi fundust í Reykjavík og Kópavogi árið 2003. Hvað? Geitungur af ættinni Vespidae. Hann er tvílitur, svartur og gulur. Hann er kvikur og auðvelt er að fá hann upp á móti sér. Við geitungabúin þarf stundum lítið til að hann snúist til varnar. Einnig er hann nærgöngull á góð- viðrisdögum í ágúst. Hvar? Heldur sig einkum í byggð, í húsagörðum og húsum og er mest áberandi á suðvestanverðu landinu. Hefur breiðst út um alla Evrópu en finnst líka í Asíu og norðanverðri N-Ameríku. Hvernig? Hefur slæðst hingað með varningi að utan. Hvenær? Fannst fyrst með bú í Laugarneshverfi í Reykjavík 1977. Tíu árum síðar hafði hann náð að leggja undir sig höfuðborgarsvæðið. SLÖNGUMAÐKUR SPÁNARSNIGILL Hvað? Blóðsuga á spendýrum af ættinni Ixodidae. Dæmi- gerður stórmítill, með munnlimi til að grafa ofan í húð, dökkan hálsskjöld og fætur, ljósan afturbol sem þenst út þegar hann fyllist blóði. Getur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, t.d. bakteríuna Borrelia burgdorferi sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. Hvar? Heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Hefur fundist víða á sunnanverðu landinu en einnig á Patreksfirði, Egilsstöðum og í Skagafirði. Fyrirfinnst víða í Evrópu. Hvernig? Getur borist til landsins með fuglum. Flestir hafa fundist á hundum og köttum eftir útiveru í íslenskri náttúru. Einnig má rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum. Hvenær? Fyrsti skógarmítillinn sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi sem var skotinn í Surtsey 1967. SKÓGARMÍTILL HOLUGEITUNGUR Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is Þetta byrjar yfir- leitt þannig að útlend- ingur er að „bögga“ útlending. Þessar útlendu pöddur eru þá að ráðast á innfluttar plöntutegundir í görðum. Erling Ólafsson skordýrafræðingur Hvað? Smávaxin laufbjalla af ættinni Chrysomelidae. Hún er kúpt, skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum. Kemur sér fyrir á stofnum og greinum aspa og víðitrjáa og étur laufblöðin. Hvar? Finnst í skógum og görðum með þéttvöxnum öspum og víðitrjám á Suðvesturlandi. Hefur fundist um mestalla Evrópu en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir um aðrar álfur. Hvernig? Ekki vitað. Hvenær? Fannst fyrst með vissu í ágúst 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. ASPARGLYTTA ASKÝRING | 10 NÁTTÚRA Heimild: Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Ni.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.