Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 24
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 „Við ætlum að snúa þessu við mjög hratt. Bara skóflustungan og þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar hjá United Silicon og Thorsil gefa okkur góðar vonir um að við getum leyst úr vanda- málum hafnarinnar til framtíðar,“ segir Friðjón Einarsson, formað- ur bæjarráðs Reykjanesbæjar, um skuldastöðu Reykjaneshafnar. Fyrirtækið, sem er í eigu bæj- arfélagsins og fjármagnað með tekjum af rekstri fimm hafna, hefur tapað rúmum 2,8 milljörð- um króna á síðustu fimm árum. Í mars síðastliðnum greindi Frétta- blaðið frá því að skuldir Reykja- neshafnar nema um 7,3 milljörð- um króna. Einnig kom fram að uppbygging athafnasvæðisins í Helguvík hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í fram- kvæmdum fyrirtækisins á meðan áform um stórfellda iðnaðarupp- byggingu þar hafa ekki gengið eftir. „Við erum í mikilli vinnu núna, bæði með endurskoðendum okkar og fjármögnunaraðilum og það er í gangi heildarendurskoðun á fjár- málum hafnarinnar og sveitar- félagsins sem við munum kynna í mars,“ segir Friðjón. Forsvarsmenn United Silicon hf. tóku í gær fyrstu skóflustungu að kísilmálmverksmiðju sem á að hefja framleiðslu í Helguvík á fyrri hluta árs 2016. Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísil- málms á svæðinu og miðað er við að verksmiðja félagsins nái full- um afköstum í byrjun 2017. „Þessar framkvæmdir munu klárlega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hagsmunir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar.“ Íslenska ríkið hefur gert fjár- festingarsamninga við bæði fyr- irtækin sem fela í sér afslátt af ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi fær United Silicon 50 pró- senta afslátt af fasteignaskatti til Reykjanesbæjar næstu tíu árin og 30 prósenta afslátt af gatnagerðar- gjöldum. „Þetta eru hefðbundnir fjár- festingarsamningar milli sveit- arfélaga og þessara fyrirtækja, í samræmi við samningana við ríkið. Við erum ekki að gefa neina afslætti, sem neinu nemur, varð- andi lóðargjöld og hafnargjöld. Til framtíðar litið mun þetta auka tekjustreymi okkar verulega,“ segir Friðjón, spurður hvort það sé skynsamlegt að gefa þessa afslætti í ljósi bágrar fjárhags- stöðu Reykjaneshafnar. „Allt tal í fjölmiðlum um önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á svæð- inu er svo eitthvað sem verður bara að koma í ljós. Við ætlum að halda okkur við það sem komið er og erum ekki með drauma um neitt annað. Ég vil ekki byggja vænt- ingar um aukinn tekjustraum til Reykjanesbæjar á einhverju sem ekki er komið.“ haraldur@frettabladid.is Vona að kísilverin bjargi fjárhag Reykjaneshafnar Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ binda vonir við að kísilmálmverksmiðjurnar sem eiga að rísa í Helguvík geti snúið rekstri Reykjaneshafnar við. Fyrirtækið skuldar 7,3 milljarða. United Silicon fær 50% afslátt af fasteignaskatti. Eigendur Joe and the Juice á Íslandi hafa óskað eftir veitingarými í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Þeir undirbúa sig nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, undir samningaviðræður við Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Fjárfest- irinn Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir eru stærstu eigendur fyrirtækisins. Isavia kynnti í vetur áform um breytingar á brottfararsal flug- stöðvarinnar og efndi til forvals þar sem fyrirtækjum í verslun- ar- og veitingarekstri var boðið að sækja um aðstöðu í flugstöðinni. Forvalinu lýkur í haust og breyting- um á salnum á að ljúka næsta vor. Isavia afgreiddi fjölda umsókna og ríkisfyrirtækið hefur undanfarna mánuði unnið að mati á þeim eftir ákveðnu ferli. Tveir Joe and the Juice-staðir eru reknir á Kaastrup-flugvelli í Kaup- mannahöfn og einn á Arlanda-flug- velli í Stokkhólmi. Fyrsti djús- og samlokustaður Joe and the Juice hér á landi var opnaður í Kringlunni í ágúst á síðasta ári og fleiri fylgdu í kjölfarið. - hg Eiga í viðræðum við Isavia: Vilja opna nýjan stað í Leifsstöð DJÚS Fyrsti Joe and the Juice-staðurinn var opnaður í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Reginn fasteignafélag hagn- aðist um 750 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum 2013 nam 534 milljónum og jókst því um rúm 40 prósent milli ára. Í afkomutilkynningu félags- ins segir að rekstrartekjur hafi numið 2.181 milljón og að bók- fært virði eigna félagsins hafi verið um 51,5 milljarðar króna, við lok tímabilsins. Reginn á 54 fasteignir og þar á meðal versl- unarmiðstöðina Smáralind. - hg Uppgjör Regins kynnt í gær: Hagnaður upp á 750 milljónir Í HELGUVÍK Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra voru á meðal þeirra sem tóku fyrstu skóflustunguna að kísilmálmverksmiðju United Silicon í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR Þessar framkvæmdir munu klár- lega hjálpa til við að rétta reksturinn af. Það er ljóst að þarna liggja miklir hags- munir fyrir okkur og þetta mun auðvelda hlutina til framtíðar. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar VERTU MEÐ Í ÁSKRIFT! FJÓRAR SÝNINGAR Á AÐEINS 14.500 KR. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hagnaður HB Granda á fyrri helmingi ársins nam 10,6 milljónum evra, eða 1.632 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi sem var sam- þykktur á stjórnarfundi fyrirtækisins í gær. Rekstur HB Granda á fyrri helmingi 2013 nam hins vegar 2.495 milljónum króna. Þetta þýðir að hagnaðurinn í ár lækkaði um 863 milljónir króna, eða um 34 prósent. Hagnaðurinn nam 755 millj- ónum á öðrum ársfjórðungi en var 924 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur HB Granda á fyrri helmingi ársins 2014 námu 87,3 milljón- um evra, samanborið við 99,3 milljónir evra árið áður. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,3 milljónir evra, en voru jákvæð um 2,9 milljónir á sama tíma árið áður. Kolmunnavertíð á öðrum ársfjórðungi skilaði hærri tekjum en árið áður. Skip félagsins veiddu 41 þúsund tonn saman- borið við 21 þúsund tonn árið áður. - jhh Afkoma HB Granda á fyrri helmingi 2013 var jákvæð um 1.632 milljónir: Hagnaðurinn minnkar um 34% FORSTJÓRINN Vilhjálmur Vilhjálmsson hringdi Kauphallarbjöllunni þegar félagið var tekið til viðskipta í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hagnaður Arion banka er þrefald- ur á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnað- ur fyrstu sex mánuði ársins nemur 17,4 milljörðum króna, saman- borið við 5,9 milljarða fyrstu sex mánuði ársins 2013. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 14,5 milljörðum króna samanborið við 4,5 milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi 2013. Í afkomutilkynningu kemur fram að hagnaður af aflagðri starfsemi nam 6,5 milljörðum króna samanborið við 65 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn er nær eingöngu til- kominn vegna sölu á 18,8% eignar- hlut bankans í HB Granda hf. Rekstrartekjur hækkuðu á milli ára og námu 25,7 milljörð- um króna samanborið við 20,7 milljarða króna á sama tímabili árið 2013. Höskuldur Ólafsson, forstjóri bankans, er ánægður með nið- urstöðuna. „Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er mjög góð og í takt við okkar vænt- ingar. Grunnrekstur bankans ein- kennist áfram af stöðugleika og fjárhagslegur styrkur bankans heldur áfram að vaxa. Á undan- förnum misserum höfum við unnið að því að auka vægi þókn- anatekna í heildartekjum bankans og er ánægjulegt að sjá árangur af þeirri vinnu í þessu uppgjöri. Sala bankans á hlutum í HB Granda hf. setur mark sitt á uppgjörið með jákvæðum hætti,“ segir hann. - jhh Sala Arion banka á fimmtungshlut sínum í HB Granda hefur mikil áhrif á hálfsárs uppgjör bankans: Hagnaður Arion þrefalt meiri en í fyrra FORSTJÓRINN Höskuldur H. Ólafsson er ánægður með niðurstöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.