Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 26
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögn- um Strætó bs. en á nýafstaðinni Menn- ingarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund far- þega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinn- ar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjón- ustuna, en á hverju ári lærum við eitt- hvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skóla- vörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skipt- ir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjón- ustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölg- un hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra. Þriðjungur þjóðarinnar í strætó ➜ Strætó bs. fl utti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel rífl ega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. SAMGÖNGUR Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi Strætó bs. VERTU MEÐ Í ÁSKRIFT! FJÓRAR SÝNINGAR Á AÐEINS 14.500 KR. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is E ina leiðin til að ná fram þeim ásetningi að hafa fjárlögin hallalaus á þessu ári er sú að tekjurnar verði meiri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir góðan ásetning og fyrirheit munu gjöld ríkisins aukast á yfirstandandi ári. Rekstur íslenska ríkisins mun sem sagt kosta meira en gert var ráð fyrir, og bundið var í lög. Einhverra hluta vegna springum við alltaf á limminu. Aftur og aftur tekst okkur ekki að ná fram þeim vilja okkar og ásetningi. Í nánast öllum samanburði við önnur lönd skipum við okkur á bekk með mestu tossunum hvað þetta varðar. Við höfum farið einföldustu leið til að gera vanda ríkissjóðs ekki óbærilegan. Sú leið helgast helst af því að höfum í einfald- leika okkar hækkað skatta og gjöld, sem sagt dregið úr fjárhagslegu öryggi fólks og fyrirtækja. Þessu til sönnunar eru fræðiúttektir. Þetta er íslenska leiðin. Vegna smæðar okkar þarf svo lítið til að við missum okkur og horfum fram hjá settum mark- miðum. Góð loðnuvertíð, makríltorfur, kolmunni, fjölgun ferðafólks og annað þess háttar setur allt á annan endann og við gleymum aðhaldi og aðgát. Meira að segja göngum við svo hratt um gleðinnar dyr að ráðherrar gleyma, meira að segja á augabragði, því sem þeir voru svo staðfastir að gera ekki. Til að halda öllum á tánum var skipaður hagræðingarhópur, sem í sátu vaskir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Nú átti að taka á því meir og betur en áður hafði þekkst. Hópurinn skilaði af sér og svo var látið í veðri vaka að nú væri búið að berja í brestina. Hingað væri komin ríkisstjórn, ríkisstjórn aðhalds og aga. Viti menn, utanríkisráðherrann missti sig. Gerði tvo stjórnmálamenn, annan núverandi og hinn fyrrverandi, að sendiherrum. Og það án þess að það hafi beinlínis vantað sendiherra. Á Íslandi er það hvort sem er ekki aðalatriðið. Þetta reddast. Fjárlögin geta alveg endað réttum megin við núllið þótt tveir sendiherrar hafi bæst við. Tekjurnar af ferðafólkinu eru það miklar og svo er makríll okkur tryggur og álverð hefur hækkað svo það er engin ástæða til að hafa áhyggjur, eða þannig. Við verðum réttum megin þegar árið verður gert upp. Hvað munar um einn sláturkepp í slátur- tíðinni, sagði örlátur ráðherra eitt sinn. Þetta hugarfar skilar okkur árum saman á tossabekkinn. Og þegar sverfur að grípum við til alkunnra ráðstafana. Hækkum skatta og gjöld, komugjöld og annað þess háttar. Þótt sláturkeppurinn sé ekki dýr í sjálfu sér skal huga að því að margt smátt gerir eitt stórt. Og ríkisútgjöldin á Íslandi halda áfram að aukast umfram það sem gerist hjá flestum öðrum þjóðum. Einverjum kann að þykja furðulegt að gjöldin aukist jafnt þegar hér sitja hægri stjórnir eða vinstri stjórnir. En það er það ekki, bara alls ekki. Hér býr þjóð sem í grunninn veit, eða heldur, að þetta reddist allt saman. Náum hallalausum fjárlögum vegna óvæntra tekna: Við erum tossar Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Minnir á Geirfinnsmálið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sparaði ekki stóru orðin í pistli sem hann skrifaði á Pressuna í gær. Þar gerði hann lekamálið svokallaða að umfjöllun- arefni og kom Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hressilega til varnar. Hannes sagði ráðist að Hönnu Birnu fyrir eitthvað, sem ekkert er. Ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis hefðu farið fram úr sjálfum sér í málinu. Það minnti hann um sumt á Geirfinns- málið forðum, þegar rannsóknaraðilar létu um of stjórnast af reikulu en ofsafengnu almenningsáliti, mótuðu af æsifréttamönnum og jafnvel fjöldasefasýki. Langt seilst Hver og einn á rétt á sinni skoðun og líklegast hægt að færa rök fyrir því að nokkuð hart hafi verið vegið að innanríksiráðherran- um. Einhverjum þykir það sanngjarnt í ljósi alvarleika málsins – öðrum ekki. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að vangaveltur um mögulega pólitíska ábyrgð ráðherra á meintum mis- tökum, sem í versta falli munu enda í afsögn, eru algjörlega ósamanburðarhæfar við margra ára sakamálarannsókn þar sem hinir grunuðu hlutu vægast sagt ómannúðlega meðferð lögreglu, mjög vafa- sama sektardóma og margra ára fangelsisvist. Þarna verður að teljast nokkuð langt seilst í samlíkingum. fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.