Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 28
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Emmett Louis Till var myrtur á þessum degi árið 1955, aðeins fjórtán ára gamall. Emmett var þeldökkur á hörund og ættaður frá Chicago í Illinois. Hann heimsótti ættingja sína í Money í Mississippi og talaði við hvíta stúlku að nafni Carolyn Bryant, 21 árs, sem var gift eiganda lítillar matvöruverslunar. Nokkrum dögum seinna heimsótti eigin- maður Carolyn, Roy, og hálfbróðir hans, J. W. Milam, Emmett. Þeir fóru með hann út í hlöðu þar sem þeir börðu hann og stungu úr honum annað augað. Loks skutu þeir hann í höfuðið og losuðu sig við líkið í Tallahatchie-ánni. Lík Emmetts fannst þremur dögum síðar. Móðir hans vildi að líkkistan yrði opin í jarðarförinni til að sýna alheiminum hve hrottafengið morðið hefði verið. Tugþúsundir manna fóru í jarðarförina og mynd af líkinu var birt í ýmsum miðlum. Réttarhöld yfir Roy og J.W. fékk talsverða fjölmiðlaathygli og olli það mikilli hneykslun alheimsins þegar kviðdómur, sem var bara skip- aður hvítum einstaklingum, sýknaði bræðurna. Nokkrum mánuðum síðar játuðu þeir verknað- inn í viðtali við tímaritið Look og var málið tekið upp aftur árið 2004. Morðið á Emmett Till er talið hafa verið mikilvægur hlekkur í upphafi réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. ÞETTA GERÐIST: 28. AGÚST ÁRIÐ 1955 Myrtur fyrir að daðra við hvíta konu Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR sjúkraliði, Lundi 92, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Steingrímur Steingrímsson Helga Björg Steingrímsdóttir Þorlákur Ingi Hilmarsson Hrönn Steingrímsdóttir Andri, Arnar Gauti, Margrét Inga og Steinar. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR BENEDIKTSSON frá Borgartúni í Þingeyjarsveit, sem lést 21. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn 29. ágúst kl. 14 frá Þorgeirskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógarbrekku hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Indriði Arnórsson Birna Kristjánsdóttir Þórhallur Arnórsson Jóna Jónsdóttir afabörn og langafadætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, JÓHANNES HELGASON flugstjóri, Asparlundi 3, Garðabæ, lést sunnudaginn 17. ágúst á Landakotsspítala. Útför hans fer fram í dag frá Langholtskirkju kl. 13.00. Unnur Einarsdóttir Helgi Jóhannesson Freyja Rut Emilsdóttir Atli Jóhannesson Halldóra Elín Jóhannsdóttir Laufey Helga, Emma Katrín, Júlía Marín Helgadætur og Þórey Atladóttir Helgi Scheving Jóhannesson Lára Kristinsdóttir Metta Helgadóttir Jón Árnason Hildur Kristín Helgadóttir Finnur Leifsson og fjölskyldur. Ástkær móðir mín, amma og tengdamóðir, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR BUCH Einarsstöðum, Reykjahreppi, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 13.00. Jón Þór Ólason Elín Björg Harðardóttir Tryggvi Garðar Jónsson Arna Sif Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUNNARSSONAR Vesturbergi 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala. Lillý Erla Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN RAFN EIÐSSON frá Fáskrúðsfirði, Gullsmára 5, Kópavogi, lést á Landakoti 22. ágúst. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. Gyða Ingólfsdóttir Ingólfur Sveinsson Anna Björg Pálsdóttir Eiður Sveinsson Rut Gunnþórsdóttir Sveinn Kr. Sveinsson Margrét Káradóttir Agnar Sveinsson Andrea Sigurðardóttir Klara Sveinsdóttir Þorlákur Á. Helgason Skúli Þór Sveinsson Hjördís Lilja Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, URSULA IRENA KARLSDÓTTIR kennari, Miðleiti 7, Reykjavík áður til heimilis að Vallholti 23, Akranesi, lést 11. júlí og hefur jarðarför farið fram. Bragi Ingólfsson Baldur Már Bragason Helga Bára Bragadóttir Þórný Pétursdóttir Atli Mar Baldursson Ásgeir Bragi Baldursson Unnar Búi Baldursson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGDÓR SIGURÐSSON Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést föstudaginn 22. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. ágúst kl. 11.00. Ída Heiður Jónsdóttir Halldór Sigdórsson Marta Katrín Sigurðardóttir Ævar Sigdórsson Una Lilja Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Skólinn var stofnaður 28. ágúst 1989 og þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir Kara Arn- grímsdóttir, annar eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þegar haft er orð á að dansinn haldi eigendunum greini- lega ungum segir hún glaðlega að það hljóti bara að vera. „Ég segi það allt- af við mig þegar ég kíki í spegilinn á morgnana!“ Svo er hún beðin að rekja upphafið. „Fyrsta Íslandsmeistaramót í sam- kvæmisdansi var haldið 1986. Við Jón Pétur ákváðum að taka þátt í því og byrjuðum þá að dansa saman. Eftir það vorum við fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og þegar við vorum búin að taka danskennarapróf 1989 hjá Sigurði Hákonarsyni langaði okkur að stofna dansskóla og gerðum það, alveg græn. Ég held við höfum ekki séð fyrir okkur þá að við yrðum enn að 25 árum síðar en þetta hefur gengið vel og maðurinn minn hefur verið með okkur í rekstrinum.“ Kara segir dansmenninguna hafa breyst mikið. „Það er að deyja út að fólk fari út bara til að dansa. Enda eru ekki einu sinni til hús með sæmilegu dansgólfi nema í félagsheimilum úti á landi, þannig að dansinn er mun minni þáttur í félagslífi almennings en var.“ En hvar fær fólk sem lærir hjá ykkur útrás fyrir sína kunnáttu á dansgólfinu? „Aðallega í dansskólan- um. Fólk kemur í danstíma einu sinni í viku yfir veturinn og við erum með einn dansleik á hvorri önn og stundum opnar æfingar þess á milli.“ Kara segir dansinn alltaf að breyt- ast. „Með diskóinu fór fólk að dansa hvert í sínu lagi og nú dansar það þannig í hringjum og grúppum. En danshaldið er að víkja. Ég tel það aft- urför því að dansa saman tvö og tvö eflir félagsþroska ungs fólks og dregur úr feimni. Fyrir utan hvað kunnátta í dansi veitir mikið sjálfsöryggi.“ Telur hún vangadansinn í hættu? „Nei, ég held nú ekki. En það getur verið erfiðara að stíga slík skref þegar fólk er bara að dansa í hring.“ Skólinn er í Valsheimilinu á Hlíðar- enda. Þar verður opið hús á laugardag- inn milli 13 og 15. Kara segir boðið upp á danssýningar og einhverjar veiting- ar. „Okkur langar að sjá fólk sem var hjá okkur fyrir 25 árum, þá sem eru hjá okkur núna og hafa verið í milli- tíðinni og líka einhverja sem langar að koma og læra að dansa.“ gun@frettabladid.is Danshaldið er að víkja Dansskóli Jóns Péturs og Köru er tuttugu og fi mm ára í dag og fagnar því með opnu húsi í Valsheimilinu milli eitt og þrjú á laugardag. Þar verður boðið upp á dans og veitingar. JÓN PÉTUR OG KARA Þau voru fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistara- mótum og hafa dansað saman og kennt í áratugi. FRÉTTABLAÐ IÐ /AN D RI M ARIN Ó Þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt. Kara Arngrímsdóttir, annar eigenda Dansskóla Jóns Péturs og Köru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.