Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 34

Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGHannyrðir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Þeir sem byrja að prjóna verða margir hverjir helteknir af því og prjónið verður nokkurs konar fíkn. Fíkn sem fólk vill ekki losna við. Þegar prjónarar hittast er lítið annað rætt en garn, uppskriftir, mynstur og allt annað sem tengist þessu aldagamla handverki. Á vefsíðunni about.com, undir flokknum Knitting, hefur fólk sem er ofurselt prjónafíkninni sent inn sögur um það hversu forfallnir prjóna- fíklar það er. Hér eru nokkrar skemmtilegar. ■ „Ég get ekki sofið af því ég er svo uppfull af hugmyndum um hvað ég eigi að prjóna næst og mig klæjar í fingurna að halda áfram að prjóna.“ ■ „Ég varð GLÖÐ þegar ég vaknaði um miðja nótt til að fara á klósett- ið því þá gat ég prjónað eina umferð í viðbót.“ ■ „Ég prjóna á rauðu ljósi, í tannlæknastóln- um, á biðstofu hjá lækni og á verkstæði, á veit- ingastöðum og þegar ég bíð í röð. Ég prjóna allt- af í bílnum þegar mað- urinn minn keyrir, jafn- vel í myrkri á leiðinni heim á kvöldin.“ ■ Börnin mín voru farin að segja mér að hætta að kaupa garn og nota frekar það sem til var á heimilinu.“ ■ „Ég tók viku frí frá vinnu svo ég gæti prjónað allan daginn án trufl- unar.“ ■ „Flestir prjónafíklar segja að það sé aldrei til of mikið af garni en nú á ég það mikið að mér endist í alvöru ekki ævin til að nota það allt.“ Prjónafíkn á hæsta stigi Þegar prjónafíklar koma saman er um fátt annað talað en handavinnu og annað henni tengt. MYND/GETTY Um daginn var ég að fara út að ganga með hundinn og greip með mér bakpoka með heklverkefni, ef ég skyldi nú stoppa ein- hvers staðar. Reyndar kom ekki til þess að ég tæki heklunálina upp, en mér leið betur að hafa hana með,“ segir Edda Lilja Guðmundsdóttir, textíl- kennari og forfallinn hannyrðanjörður, sem skil- ur prjónana eða heklunálina helst aldrei við sig. „Ég hef ekki enn heklað í röðinni í bankan- um en alls staðar þar sem ég sest niður. Ef við erum að fara eitthvað á bíln- um og jafnvel þó það sé ekki nema tuttugu mínútna akstur, tek ég með mér prjóna eða heklu- nál. Maðurinn minn er far- inn að taka það sérstak- lega fram, ef við erum að fara eitthvað bara við tvö, að það sé bannað að taka handavinnudótið með,“ segir Edda hlæjandi. Hún vill þó ekki meina að heklunálin trufli sam- skipti hennar við nánasta umhverfi. „Þetta er alls ekki eins og þegar fólk hverfur inn í snjall- símann. Ég er alltaf með athygl- ina á öllu öðru í kringum mig. Mér finnst ég í raun halda betri einbeitingu við allt annað, ef ég er með eitthvað í hönd- unum.“ Eins og gjarnan með eldheitt áhugafólk um hannyrðir hefur Edda komið sér upp miklu safni af garni. Á dögunum rættist langþráður draumur þegar hún kom sér upp eigin vinnu- stofu og gat flutt megnið af safninu þangað inn. Segir það hafa verið mikinn létti fyrir heimil- isfólkið. En hvað ertu að fást við núna? „Nú er ég að klára uppskrift að hekluðum kaðla- sokkum og set þá í sölu á netinu fljótlega. Ég er einnig að vinna að heklbók sem kemur út eftir áramótin,“ segir Edda „Ég hef búið til alls konar uppskriftir gegnum tíðina en núna á heklið hug minn allan og þá sérstaklega kaðlahekl. Kaðlar eru venjulega prjónaðir og ég hef ekki séð mikið af hekluðum köðlum hér á landi. Svo blanda ég gjarnan saman garntegundum og aðferð- um, prjóna og hekla til skiptis í einni og sömu flíkinni. Í vetur ætla ég að vera með námskeið í hekluðum peysum,“ segir Edda. „Maður er miklu frjáls- ari í hekli en í prjóni. Með hek lunálina er hægt að fara í allar áttir út frá einni lykkju. Það er líka gaman að hekla úr einhverju öðru en garni. Núna er ég til dæmis að klippa niður gamlar nælonsokka- buxur og ætla að hekla úr þeim gólfmottu.“ Í haust stefnir Edda á að kíkja á prjónasýningu í göml- um kastala í London. En má hún fara með prjóna í f lugvél? „Já, það er ekkert mál, ég hef aldrei verið stoppuð með prjónana í töskunni. Ég er oftar með heklunálina, hún þykir kannski ekki eins hættuleg,“ segir hún hlæjandi. „Það er oft miklu meiri höfuðverkur að ákveða hvaða garn ég á að taka með mér í ferðalagið held- ur en að pakka niður í töskuna,“ bætir hún við sposk. Edda hlýtur því að vera á réttri hillu í lífinu. „Ég ákvað einu sinni að fara í tölvunarfræði en uppgötvaði eftir árs nám að hún átti ekki við mig. Í stærðfræðitímum sá ég formúlurnar fyrir mér í köðlum.“ Sá kaðlahekl út úr stærðfræðiformúlum Edda Lilja Guðmundsdóttir, textílkennari og hannyrðanjörður, leggur varla frá sér heklunálina eitt augnablik. Hún segir prjón og hekl ávanabindandi og í stærðfræðitímum í tölvunarfræði sá hún formúlurnar fyrir sér sem kaðlahekl. Eddu Lilju Guðmunds- dóttur, textílkennara og hannyrðakonu, líður betur ef heklunálin er með í för. MYND/VALLI Nýtt blað „Óveður“ er komið út Sjá sölustaði á www.istex.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.