Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 37

Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 37
KYNNING − AUGLÝSING Ryksugur28. ÁGÚST 2014 FIMMTUDAGUR 3 Við byrjuðum að selja gólf-bón og hreinsiefni til verk-taka, stofnana og fyrir- tækja, svo bættust heimilis- ryksugur við og f leiri vörur til hreingerninga en Marpól er al- hliða hreingerningarvöruversl- un. Það er oft talað um að við séum best geymda leyndarmál- ið í bænum,“ segir Gunnar Size- more, sölumaður hjá Marpól ehf., Nýbýlavegi 18 í Kópavogi. Þýsk gæði Marpól selur gæðaryksugur frá Sebo en Sebo-vélarnar eru bæði hannaðar og framleiddar í Þýskalandi. Í þeim er gott filterkerfi og því henta þær fólki vel sem er með ofnæmi. Sér- stakur stuðpúði er utan um vélarn- ar, sem kemur í veg fyrir skemmdir á húsgögnum og innréttingum og á ryksugunni sjálfri, ef hún rekst utan í. Verðið á Sebo-vélunum er frá 37.000 krónum og segir Gunnar end- inguna frábæra. „Það koma margir til okkar sem eru orðnir þreyttir á ódýrari vélum sem jafnvel eru orðnar hálfónýt- ar eftir árið eða pokarnir hættir að fást. Endingin er frábær á Sebo-ryk- sugunum og hjá okkur fást pokarn- ir alltaf á góðu verði. Þau fyrirtæki sem hafa keypt af okkur vélar hafa ekki þurft að endurnýja þær fyrr en eftir 10 til 20 ár. Við erum einn- ig með varahluta- og viðgerðaþjón- ustu í versluninni og ef bíða þarf eftir varahlut lánum við ryksugu út á meðan,“ segir Gunnar. Vinsælar brúðargjafir Sebo Felix-ryksugan er vinsæl brúðkaups- og innflutningsgjöf segir Gunnar en Sebo Felix-vélin er skemmtileg útlits og fæst í mörg- um litum. „Það er ákveðið „retro-look“ á henni. Sebo Felix-vélin er ekki handryksuga á skafti heldur öflug bursta vél. Hún er mjög vinsæl hjá okkur og þessa vél geymir fólk ekki inni í skáp heldur hefur hana frek- ar til sýnis. Vélin er þægileg í notk- un þar sem hún er ekki í eftirdragi og einnig er þetta eina burstaryk- sugan á markaðnum sem er með liðamótum á hausnum svo auð- veldlega má smeygja henni undir borð og út í horn.“ Alhliða ræstilausnir Gott úrval fylgihluta, svo sem burst- ar og stútar á ryksugurnar, fæst hjá Marpól, auk bóns og hreinsiefna fyrir ólíkar tegundir gólfefna, gólfþvotta- vélar, gluggaþvottaáhöld og fleira. Þá fást einnig hreinsiefni fyrir eldhús og baðherbergi, svo sem kísilhreinsir sem Gunnar segir hafa slegið í gegn. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.mar- pol.is. Heimilisryksugurnar frá Sebo eru búnar góðu filterkerfi og henta fólki með ofnæmi. Sérstakur stuðpúði er utan um vélarnar sem takmarkar skemmdir á húsgögnum og innréttingum. Marpól selur vélar til stofnana og fyrirtækja. Ryksugurnar frá Sebo þarf ekki að endurnýja fyrr en eftir 10 til 20 ár að sögn Gunnars. Gott úrval af fylgihlutum, stútum og burstum fæst í versluninni. Best geymda leyndarmál bæjarins Marpól ehf. á Nýbýlavegi 18, Dalbrekkumegin í Kópavogi, býður alhliða ræstingalausnir fyrir fyriræki, stofnanir og heimili. Marpól selur ryksugur frá þýska merkinu Sebo. Vélarnar eru endingargóðar og meðal annars vinsælar til brúðkaups- og innflutningsgjafa. Sebo Felix-ryksugan er vinsæl í brúðkaups- og innflutningsgjafir. Hún er eina burstaryksugan á markaðnum með liðamótum á haus svo auðvelt er að ryksuga í hornum og undir húsgögnum. Gunnar Sizemore sölumaður segir Marpól ehf í Kópavogi eitt best geymda leyndar- málið í bænum. Verslunin selur alhliða ræstingalausnir fyrir bæði stofnanir og heimili. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.