Fréttablaðið - 28.08.2014, Page 38
KYNNING − AUGLÝSINGRyksugur FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 20144
ÓFRÝNILEG RYKSUGA
Ryksugur geta verið mikil ólíkindatól og efniviður í margs konar listsköpun.
Ófrýnileg ryksuga var meðal annars miðpunktar eins þáttar í hryllingsseríunni
vinsælu Tales from the Darkside sem sýnd var í bandarísku sjónvarpi á árunum
1984-1988.
Umræddur þáttur var í fjórðu seríu og ber nafnið „Hush“. Þar greinir frá barn-
fóstru sem á að líta eftir veikum pilti eina kvöldstund. Til að stytta sér stundir finna
þau upp á saklausum leik sem gengur út á að búa til ýmis kvikindi úr heimilis-
tækjum sem borða allt sem gefur frá sér hljóð. Ekki vildi betur til en svo að ryksuga
heimilisins öðlaðist líf og hóf að sjúga til ólífis allt sem gaf frá sér hljóð á heimilinu.
Tekur nú við æsilegur eltingaleikur þar sem ryksugan reynir að hafa upp á þeim
tveimur. Þar sem pilturinn er lasinn og með stöðugan hósta gengur flóttinn
illa. Leikar æsast enn frekar þegar ryksugan öðlast mátt til að greina hjartslátt
stúlkunnar.
Sögulok verða ekki gefin upp hér en áhugasamir geta horft á þáttinn, ásamt
öðrum þáttum úr fjórum seríum Tales from the Darkside, á YouTube.
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Sérfræðingar í
RYKSUGUM
ZD10-50LRyk/blautsuga Drive
1000W, 50 lítrar
28.900,-
Soteco Topped 515, Longo pac
165.990,-
Ryk/blautsuga Drive ZD98A-2B 2000W, 70 lítrar
44.900,-
gAr es HKV-100GS30 1000W, 30 lítrar
29.900,-
Soteco Base XP 315 1300W
35.990,-
gaSpandy heimilisryksu
1600W, HEPA filter
6.690,-
rive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar
7.490,-
Fyrir fyrirtækin Fyrir iðnaðarmanninn Fyrir meistara
Fyrir minni spámenn Fyrir stærri spámenn Fyrir alla
yrir bílskúrinnFyrir húsbóndannFyrir Alvöru
kt kver a a
Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar
25.900,-
D
FFyrir „alvöru “
verktaka
Pullman Ermator - Áratuga reynsla á Íslandi!
00W Ermator Pullmann S26 26
349.900,-
Ermator Pullmann S13 1300W
254.600,-
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 9-12 & 13-18
TEPPI SKYLDI RYKSUGA
TVISVAR Í VIKU
Mælt er með því að ryksuga
heimilið að lágmarki einu sinni
í viku. Ef ekki eru börn og dýr á
heimilinu gæti tvisvar í mánuði
dugað en þá er nauðsynlegt að
moppa á móti. Teppi ætti aftur á
móti að ryksuga tvisvar í viku.
Þeir staðir sem oftast verða
útundan þegar ryksugan er á
lofti og safna því óþarflega miklu
ryki eru rúm, bólstruð húsgögn,
púðar og tuskudýr. Eins gleymist
oft að ryksuga á bak við og undir
húsgögn og ofan af hillum.
Að jafnaði dugar að ryksuga
helstu gólffleti en miða skyldi
við að ryksuga á fyrrgreindum
stöðum að lágmarki einu sinni í
mánuði.
VISSIR ÞÚ ÞETTA?
Fyrsta ryksugan var Whirlwind-
uppsópsvél sem notaði ekki
rafmagn og var fundin upp í
Chicago 1869.
Á eftir straujárninu var ryksuga
annað vinsælasta heimilisraftæki
heimsins á árunum 1920 til 1960.
Árið 1913 kom á markað ryksuga
í sex mismunandi útfærslum og
útbúin fylgihlutum fyrir ryksugun
á gólfum, veggjum, áklæði og
stútum fyrir rifur. Hana var meira
að segja hægt að nota sem hár-
blásara
Á 19. öld voru ryksugur sam-
byggðar fínum innréttingasam-
stæðum sem gjarnan gegndu
hlutverki sófaborðs eða kokkteil-
bars.
Ryksugur eru áhrifaríkasta og
sparneytnasta leiðin til að halda
gólfum hreinum og fjarlægja
ryk og ofnæmisvaka innanhúss.
Sannað hefur verið að unnt er
að fjarlægja 90 til 95 prósent
allra óhreininda úr teppum með
reglulegri ryksugun.
Áður en ryksugur komu til
sögunnar voru teppi bönkuð
með teppaspaða til ryklosunar
og telaufum dreift á teppin til að
draga í sig ryk og drullu sem svo
var sópað af.