Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGHannyrðir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 20144 TANDURHREINN LOPI Íslenska lopapeysan er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Hún endist lengi og þolir ýmislegt volk. Þó er nauðsynlegt að huga vel að henni þegar kemur að þvotti. Til eru ullarprógrömm á þvottavélum, þó er alltaf örugg- ast að þvo í höndum. Á vef Handprjónasambands Íslands, www.handknit.is, er að finna þvottaleiðbeiningar fyrir ullarvörur. Þar segir: „Þvoið flíkina einungis í höndum í ylvolgu vatni (30°C) og notið milda sápu eða þvottalög. Látið flíkina liggja í sápuvatninu í u.þ.b. 10 mínútur. Skolið hana vel , hafið skol- vatnið jafnheitt þvottavatn- inu. Nuddið flíkina hvorki né vindið heldur kreistið úr henni vatnið. Gott er að setja mýkingarefni og e.t.v. svolítið edik í síðasta skolvatnið. Að lokum má setja flíkina í þeytivindu í u.þ.b. ½ mínútu. Leggið flíkina til þerris á hand- klæði og sléttið hana í viðeigandi mál. Þurfi að pressa flíkina, er það gert á röngunni. Notið meðalheitt straujárn og rakt pressustykki. Pressið létt yfir flíkina en sleppið stroffum.“ The Knitting & Stitching Show er sýning sem allt áhugafólk um hannyrðir og handverk ætti að reyna að komast á. Sýningin hefur verið haldin reglulega síðastliðin tuttugu ár og er orðin mikil- vægasti viðburðurinn á dagatali bresks handverksáhugafólks. Á sýningunni kemur saman fólk á öllum aldri til að skoða alls kyns handverk, svo sem útsaum, prjón, hekl, skartgripagerð, fatasaum, kortagerð og margt fleira þar sem allt fremsta hand- verksfólk Breta og fyrirtæki eru að sýna og selja vörur sínar. Einnig er þar fjöldi alls kyns smiðja þar sem gestir geta lært hinar ýmsu hannyrðir og handverk. Næsta sýning verður haldin í London 8. til 12. október næst- komandi. Á hannyrða- sýningunni The Knitting & Stitching Show má sjá allt sem viðkemur prjóni. MYND/GETTY Áhugaverð handverks- sýning í London KLEÓPÖTRUKJÓLL Bergrós Kjartansdóttir hönn- uður heldur úti vefsíðunni www. tibra.is. Þar birtir hún prjónaupp- skriftir eftir sig sjálfa. Þar má finna mjög fallegar uppskriftir fyrir konur, karla og börn. Sem dæmi má kaupa upp- skrift að kjól fyrir ungar stúlkur. Hugmyndin að þessum kjól kemur frá skartinu sem drottn- ingin Kleópatra bar oft um háls sér. Á mörgum myndum virðist gripurinn vera úr málmi en á sumum úr ofnum litríkum textíl. Þarna er á ferð fallegur kjóll sem sniðugt er að byrja á núna og klára fyrir jólin. MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4-12 Reykjavik W W W .M A RC -O -P O LO .C O M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.