Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 42

Fréttablaðið - 28.08.2014, Síða 42
FÓLK|TÍSKA ● TÍSKA Settar hafa verið nýjar reglur fyrir leikara sjónvarpsþáttanna vinsælu Downton Abbey. Þeir mega nú ekki klæðast nútíma- legum undirfatnaði eða vera með nokkuð nútímalegt undir höndum sem óvart gæti slæðst á mynd. Ástæða þessara breyt- inga er kynningarmynd sem nýverið var tekin af tveimur leikaranna fyrir framan arin. Við fyrstu sýn er ekkert at- hugavert við myndina en þegar nánar er að gáð sést glitta í plastflösku sem einhver hefur gleymt á arinhillunni. Viðmælandi Telegraph greindi frá því að nútímaleg úr og skartgripir væru einnig bannaðir. Aðeins hafi verið gerð undanþága fyrir gleraugu og astmapúst. Leikararnir hafa tekið þessum mistökum með vatns- flöskuna létt og hafa raunar nýtt tækifærið til að benda á það sem betur mætti fara í heiminum. Þannig birtu þeir hópmynd af sér á Instagram- síðu góðgerðarsamtakanna Water Aid UK. Þar hélt allur hópurinn á vatnsflöskum líkum þeirri sem óvart laumaði sér inn á kynningarmyndina. NÚTÍMANÆR- FÖT BÖNNUÐ Enski bloggarinn Lucy Aitken Read fékk nóg af því að punga út stórum fjárhæðum fyrir rándýr sjampó og ákvað að hætta að þvo hár sitt upp úr kemískum hársáp- um fyrir tveimur og hálfu ári. Hún segir hár sitt aldrei hafa litið betur út né verið meðfærilegra en nú. „Fyrst um sinn leit hárið virkilega illa út en þegar upp er staðið er hárið milljón sinnum heilbrigðara og fyllra og vex mun hraðar en áður,“ segir Lucy sem er tveggja barna móðir og skilgreinir sig sem nútíma hippa í útliti. Lucy viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta að nota sjampó. „Fyrst verður hárið að fá að fitna eftir áralanga notkun kem- ískra hársápa sem hindra fram- leiðslu náttúrulegrar húðfitu og á meðan er hárið bæði illa lyktandi og skelfing að sjá. Haldi maður sig hins vegar við efnið verður hárið smám saman fyllt, hreint og fallegt á náttúrulegan hátt.“ Lucy hefur sent frá sér bókina Happy Hair þar sem hún deilir náttúrulegum hárhreinsiaðferðum með þeim sem eru orðnir leiðir á fokdýrum sjampóum, fullum af vafasömum efnablöndum. ● Blandið matskeið af matarsóda saman við svolítið vatn og látið vera í hársverði í fáeinar mín- útur. Skolið og hárið verður tandurhreint. ● Pískið egg í bolla, hellið yfir hárið og nuddið í hársvörðinn. Skolið með köldu en ekki heitu vatni. Egg gera hárið hreint, mjúkt og glansandi. ● Eplaedik er fyrirtaks hárnæring. Setjið skvettu ediks á móti vatni í hárið í fáeinar mínútur og skolið. ● Blanda af sykri og sítrónu gerir frískandi hársprey. SKÍTUGT OG FALLEGT HÁR ● TÍSKA Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hlaut Emmy-verðlaunin í vik- unni fyrir leikstjórn þáttanna True Detective. Hann vakti sér- staka athygli tískuspekúlanta og Twitter-notenda sem kikn- uðu í hnjánum yfir persónu- leikagleraugum, vel sniðnum smóking og ekki síst hárinu sem var fallega fléttað. Fukunaga er þekktur fyrir að skrifa og leikstýra myndinni Sin Nombre (2009) og leikstýra kvikmyndinni Jane Eyre (2011). FLOTTUR MEÐ FLÉTTU FEGRUNARRÁÐ | BLOGGARI GEFUR ÚT BÓK UM NÁTTÚRULEGAR HÁRHREINSIAÐFERÐIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.