Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 50
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 „Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akur- eyrar hafa orðið kveikjuna að verk- inu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvern- ig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir mark- aða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýning- in byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki allt- af að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frum- sýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé ein- ungis sýnt í dag og á morgun klukk- an 16.30 og á laugardag og sunnu- dag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því tak- markaður fjöldi kemst að hverju sinni. gun@frettabladid.is Börn kunna að búa til ævintýri kringum sig Í verkinu Ég elska Reykjavík sér Aude Busson leikkona borgina með augum barna. Hún frumsýnir það í dag við Hörpu og fer leynileiðir með börn og fullorðna. LEIKKONAN Krakkarnir fá að velta fyrir sér skipulagsspurningum eins og „hvers konar hús gera fólk hamingjusamt“, segir Aude Busson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá heimspekilegum samræðum okkar á milli um hluti og uppruna þeirra. Öll verkin á sýningunni fjalla á einhvern hátt um slíkar skilgreiningar en við vinnum verkin hvert í sínu lagi,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir. Hún er ein þremenninganna sem eiga verk á sýningunni Eins og Eins í Hverfisgalleríi sem verður opnuð í dag milli klukkan 17 og 19. Hinir eru Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld. Þegar forvitn- ast er meira um hinar heimspeki- legu vangaveltur listafólksins sem leiddu til sýningarinnar segir Hildigunnur. „Við fundumst í fjöru, nánar tiltekið á Gullströnd- inni sem er millistykkið milli Sel- tjarnarness og Reykjavíkur. Þar hófum við þessar umræður þegar við rákumst á ryðhrúgur, plast og glerdrasl sem hafði þó öll svip- brigði náttúrunnar. Eftir þetta fórum við nánast í pílagríms- ferðir í fjöruna til áframhaldandi pælinga og sá staður varð heim- ili samræðna okkar. Þó er ekkert okkar að fjalla um þennan stað á sýningunni, heldur eiginleika hans. Út frá honum spruttu fram hugmyndir að verkum hjá hverju og einu og samræðan varð að framkvæmdum.“ Bjarki er með vídeóverk og teikningar á sýningunni, Hildi- gunnur með skúlptúra og Claudia með ljósmynd og þrívíð verk. Þau ætla að halda samræðu sinni áfram og taka þátt í ráðstefn- unni Art in Translation í Háskóla Íslands 18. september. - gun Fundir í fj örunni urðu að framkvæmdum Hildigunnur Birgisdóttir, Bjarki Bragason og Claudia Hausfeld opna samsýninguna Eins og Eins í dag í Hverfi sgalleríi á Hverfi sgötu 4 í Reykjavík. LISTAFÓLKIÐ Hildigunnur, Bjarki og Claudia fundust í fjöru og duttu í djúpar sam- ræður. Afrakstur þeirra pælinga er á sýningunni Eins og Eins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ KARLSSON Í Þjóðleikhúsinu: Brúðustjórnandi í Sindri Silfurfiskur 2009 Með Mind group: Lék í Map of the world 2012 Með Við og við: Assassinating the foreigner og leiklistarnámskeið fyrir innflytjendur í Borgarholtsskóla 2012 ➜ Meðal fyrri verkefna Aude Busson á Íslandi Opið hús Laugardaginn 30. Ágúst milli 13 og 16 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Við ætlum að prófa í fyrsta skipti að bjóða almenningi að syngja með sveitinni. Okkur finnst það tengjast þema Akureyrarvök- unnar svo vel, al-menning fyrir almenning,“ segir Brynja Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um tónleika sveitarinnar í Hofi annað kvöld. „Við vonumst til að fá fjölbreyttan hóp af fólki til að vera með og upplifa stemninguna í húsinu. Svo verða Óskar Pétursson sem allir Norðlendingar þekkja og elska, og Ragnheiður Gröndal sem kemur lengra að, Hjalti og Lára, hjón sem hafa komið fram víða og náð miklum vinsældum. Listamenn- irnir troða upp einir líka. Óskar Péturs syngur til dæmis Hamraborgina. En hvernig lög verða í hópsöngnum? „Klassísk íslensk lög eins og Í fjarlægð, Vikivaki, Síldarvalsinn, Með þér og fleiri slík. Við verðum með textana á tjaldi og hlökkum hrikalega til að fylgjast með hvernig gengur að fá fólk til að taka undir.“ - gun Söngur og gleði í Hamraborg Búast má við einstakri stemningu í Hamraborg í Hofi á Akureyri annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands efnir til tónleikanna Syngdu með. FRAMKVÆMDASTJÓRINN Við hlökkum mikið til að fá fólk til að syngja með okkur,“ segir Brynja. MYND/ÚR EINKASAFNI MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.