Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 28.08.2014, Qupperneq 62
28. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Bandaríski bjáninn BAKÞANKAR Birtu Björnsdóttur „Það er auðvitað frábært að fá svona samning, hann nær yfir nýjustu plötu okkar og einnig standa yfir viðræður um útgáfu á fyrri plötum okkar,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleik- ari þungarokkshljómsveitarinnar Momentum, en sveitin hefur skrif- að undir samning við norska plötu- fyrirtækið Dark Essence Records. Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinn- ar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinn- ar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einn- ig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við. Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn. Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið. Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni róm- uðu tónlistarhátíð Roadburn Festi- val í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferða- lag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tón- leikaferðalag í kjölfar útgáfunn- ar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hol- landi. - glp Semja við norskt útgáfufyrirtæki Íslenska þungarokkshljómsveitin Momentum hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records og er ný plata á leiðinni. ● Momentum var stofnuð árið 2003 og hefur komið fram á hverri einustu Eistnaflugs- hátíð, en þær eru orðnar tíu talsins ● Þá hefur hún einnig margsinn- is komið fram á Iceland Air- waves ● Sveitin gaf síðast út plötuna Fixation, at Rest árið 2010 ● Hún byrjaði sem svokölluð black/death metal-hljómsveit en hefur þróast mikið í gegn- um árin og tónlistinni verður kannski best lýst í dag sem framsæknu, tilraunakenndu þungarokki þar sem víða er komið við í litrófi tónlistar- innar. Hvaða hljómsveit er Momentum? ÚTGÁFA ERLENDIS Þungarokkshljómsveitin Momentum gerir það gott erlendis. MYND/Gunnar Már Pétursson SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas MIÐASALA Á THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 LET́S BE COPS KL. 5.40 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 5 - 8 - 10.40 ÉFLUGV LAR ÍSL. TAL2D KL. 3.40 - 5.50 FLUGVÉLAR ÍSL. TAL3D KL. 3.40 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.10 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30 THE GIVER KL. 5.45 - 8 - 10.15 ARE YOU HERE KL. 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 NIKULÁS Í FRÍI KL. 5.45 SEX TAPE KL. 8 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 10.15 Miðasala á: MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI. BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK! EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS KS - CHICAGO SUN WEGOTTHISCOVERED.COMWEGOTTHISCOVERED.COM DENOFGEEK.COM ARE YOU HERE 8, 10:20 LET’S BE COPS 5:45, 8, 10:15 THE EXPENDABLES 3 5:20, 10 LUCY 8 TEMJA DREKANN SINN 2D 5:20 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR! Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni lands- ins var hafður uppi. Ég hef sannanir fyrir því að nú, þrjátíu árum síðar, kyrja leik- skólabörn þessa lands enn þessa möntru um þjóðfánann og bjánann frá Bandaríkj- unum og ólíklegt er að frasann hafi þau lært hjá foreldrum sínum. ÞAÐ er forvitnilegt að velta fyrir sér hvaðan þessi lífseiga setning er komin, og þá jafnframt leiða hugann að því hvort um er að ræða níðvísu um bandaríska fánann, eða hvort þarna er átt við Bandaríkja- mann sem þykir algjör bjáni? ÞAÐ má jafnvel velta fyrir sér að upprunann megi rekja allt aftur til hernámsins, þegar fjöldi sið- prúðra karlmanna fór á líming- unum yfir komu bandarískra hermanna hingað til lands. Svo annt var þeim um sið- gæði fósturlandsins freyju að fárið í kringum kynni einhverra íslenskra kvenna við breska og síðar bandaríska hermenn fékk hið gildishlaðna heiti Ástandið! EINNIG má velta upp þeirri tilgátu að söng- inn um bandaríska bjánann megi rekja til Samtaka herstöðvarandstæðinga, sem árum saman þrömmuðu til Keflavíkur og mót- mæltu eftir öðrum leiðum veru bandarísks herliðs hér á landi og höfðu loks erindi sem erfiði árið 2006. ÞÁ er einn möguleiki að forheimskandi áhrif ljósvakamiðla Kanans hafi á sínum tíma verið varðhundum íslenskrar tungu hug- leikin þegar frasinn var smíðaður, hver veit? SAMA hvaðan frasinn kemur upphaflega má sannarlega sjá fyrir sér að hann geti nýst fleirum en leikskólabörnum í dagsins amstri. Væri „íslenski fáninn, bandaríski bjáninn“ ekki tilvalið slagorð fyrir þau sem nú leggja nótt við nýtan dag við að forða okkur landsmönnum frá sterabættu kjöti frá Bandaríkjunum sem breytt getur hegðun heilla þjóða. Hér er komið á silfurfati slag- orð fyrir ykkur í baráttunni gegn opnun bandarísku verslanakeðjunnar Costco hér á landi. Notið að vild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.