Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 4
8. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 HEILBRIGÐISMÁL Á hverju ári fremja 33-39 einstaklingar sjálfs- víg hér á landi. Þar af eru um tveir á ári á aldrinum 15-20 ára. Til samanburðar hafa síðustu fimm ár 7-15 manns látið lífið í umferð- arslysum. Beint framlag ríkisins til sjálfs- vígsforvarna felst í stöðugildi geðhjúkrunarfræðings hjá land- læknisembættinu. Á Samgöngu- stofu er starfrækt deild sem sinn- ir forvarnarstarfi. Að auki fær Samgöngustofa samkvæmt sam- gönguáætlun 45 milljónir króna á þessu ári sem m.a. er nýtt til gerð- ar og sýninga á fræðslumyndum og auglýsingum ásamt fræðslu til ungmenna. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkr- unarfræðingur sem sinnir sjálfs- vígsforvörnum hjá landlækni, segir mun fleiri falla fyrir eigin hendi en í slysum og megi þakka lægri dánartíðni í umferðarslysum góðum árangri umferðarforvarna. „Forvarnarstarf gegn sjálfs- vígum er ekki endilega nægilega sýnilegt og auðvitað mætti það vera sýnilegra. En jú, mun meiri fjármunum er veitt í umferðarfor- varnir,“ segir Salbjörg en bætir við að mikilvægt sé að muna að mjög alvarleg slys verði í umferð- inni sem ekki eru banaslys. „En afleiðingarnar eru líka alvarlegar fyrir þann mikla fjölda sem reynir sjálfsvíg og er ekki inni í dánartöl- um. Auk þess er full kirkja af fólki að baki hverju sjálfsvígi, það gerir 2.500 aðstandendur á ári.“ Salbjörg segir forvarnarstarf meðal aðstandenda afar mikil- vægt til að koma í veg fyrir að sjálfsvígshætta flytjist milli kyn- slóða. „Ef óunnin sorg og erfiðar Á fjórða tug manna falla fyrir eigin hendi ár hvert Fleiri falla fyrir eigin hendi en í slysum. Beinn kostnaður ríkisins í forvörnum gegn sjálfsvígum felst í einu stöðugildi hjá landlæknisembættinu. Til samanburðar vinnur heil deild hjá Samgöngustofu forvarnarstarf. Full kirkja af fólki er að baki hverju sjálfs- vígi, það gerir 2.500 aðstand- endur á ári. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar- fræðingur hjá landlæknisembættinu HJÁLPARSÍMINN Helmings fjölgun varð á símtölum vegna sjálfsvíga hjá Hjálpar- símanum 1717 í sumar. Vitundarvakning og opin umræða um sjálfsvíg í sam- félaginu virðist valda því að fleiri leita sér hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI tilfinningar sitja lengi eftir í fólki getur það þróast út í þunglyndi eða kvíða. Þannig geta aðstandendur upplifað sjálfsvígshugsanir í kjöl- far andlátsins.“ Salbjörg bendir á að þrátt fyrir að bein aðkoma ríkisins að sjálfs- vígsforvörnum takmarkist við stöðu hennar sé margt gott fólk að vinna að forvörnum í samfé- laginu og ríkið hafi óbeina aðkomu að öðrum verkefnum. Nefnir hún til dæmis presta, geðræktarsam- tök, samtökin Nýja dögun fyrir aðstandendur og geðdeild Land- spítalans sem sinni þessum mála- flokki. Nú á miðvikudaginn er alþjóð- legi sjálfsvígsforvarnardagurinn og verður af því tilefni haldin mál- stofa í Iðnó þar sem sjónum verður sérstaklega beint að aðstandend- um og sorgarvinnu eftir sjálfsvíg. erlabjorg@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Handhafar íbúða- lána í dánarbúum fá almennt ekki skuldaleiðréttingu á lánunum. Bergþór H. Þórðarson er sonur Sóleyjar Njarðvík Ingólfsdóttur sem sótti um leiðréttingu. Hún lést hins vegar fyrir skömmu, ekki svo löngu áður en niðurstaða mun berast um leiðréttinguna. Fresturinn til að sækja um leiðréttingu stóð frá 18. maí til 1. september. Þann 11. ágúst sótti Sóley um leiðréttingu á láni á 60 fermetra íbúð sinni að Iðufelli 4 í Reykjavík. Viku síðar féll hún frá. Bergþór sagði á Stöð 2 í gærkvöldi að þau mæðgin hefðu fengið rang- ar upplýsingar um rétt sinn og er ósáttur við að lögin setji til dæmis engin nánari tímamörk vegna dánarbúa. Hvort mögulegur rétt- ur til leiðréttingar félli niður við andlát, þegar nokkrar vikur væru í að leiðrétting yrði staðfest. Bergþór segir ekki mikið hvíla á íbúð móður sinnar og hún hafi farið hina svonefndu 110 pró- senta leið og þess vegna óvíst hvort nokkuð hefði fengist meira leiðrétt. „Þetta eru ekki há lán en réttlætiskenndin segir manni að þetta sé ekki rétt. Lánið fer ekk- ert þótt hún sé farin,“ segir Berg- þór. Hann telur fólk illa upplýst um þessa hlið aðgerðarinnar og hana óréttláta. Þjónustufulltrúi þeirra mæðginanna í bankanum hafi til dæmis fullyrt að dánar - búið myndi falla undir leiðrétt- inguna. - lb Erfingi segir það réttlætismál að íbúðalán í dánarbúum séu leiðrétt á sama hátt og önnur íbúðalán: Íbúðalán í dánarbúum eru ekki leiðrétt ÓSÁTTUR Bergþór Þórðarson segir að réttlætiskenndin segi sér að dánarbú eigi að fá leiðréttingu. MYND/SIGURJÓN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ *Upplýsingar úr skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar þar sem fram kemur að fyrir hvern einstakling sem sviptir sig lífi séu um tuttugu einstaklingar sem geri tilraun til slíks. Látnir Alvarlega slasaðir Látnir Tilraun til sjálfs vígs Umferðarslys Sjálfsvíg / tilraun 9 49* UMFERÐ ARSLYS OG SJÁLFSVÍG ÁRIÐ 2012 980* 136 1,4 milljónir gesta sóttu almennar sýningar leik- inna kvikmynda í fullri lengd á landinu árið 2012, eða þremur af hundraði færri en árið áður. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi 4,5 sinnum sótt kvikmyndasýn- ingar á árinu. Heimild: Hagstofa Íslands Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá RIGNING MEÐ KÖFLUM Lítið lát á vætu um suðvestan- og vestanvert landið næstu daga en yfirleitt úrkomuminna á morgun en fer svo að rigna af krafti seint annað kvöld eða aðra nótt. Skúrir víða á miðvikudag en úrkomulaust að mestu eystra. 11° 5 m/s 12° 6 m/s 12° 6 m/s 12° 8 m/s 5-10 m/s. 8-13 m/s, hvassast V-til. Gildistími korta er um hádegi 23° 32° 15° 24° 20° 19° 26° 18° 18° 26° 20° 30° 30° 28° 27° 21° 15° 22° 11° 4 m/s 13° 5 m/s 16° 4 m/s 14° 3 m/s 14° 3 m/s 13° 6 m/s 7° 7 m/s 12° 11° 12° 9° 14° 13° 17° 15° 14° 12° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN ELDSVOÐI „Ég veit að það er mikið sót og vatnstjón er eitt- hvert,“ segir Stella Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinn- ar Whales of Iceland, en eldur kom upp í sýningarrýminu við Fiskislóð á laugardag. Eldur kom upp í síðasta hvalalíkaninu sem setja átti upp áður en sýning yrði opnuð. Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu og af eldinum hlaust vond lykt. Nokkuð greiðlega tókst að slökkva eldinn. Iðnaðarmenn voru við störf í sýningarrýminu og urðu eldsins varir. Talið er að kviknað hafi í út frá rafsuðu. Tveir iðnaðarmenn voru fluttir á sjúkrahús vegna minniháttar áverka. - nej Eldur í hvalasafni á Granda: Tveir fluttir á sjúkrahús SLÖKKVILIÐIÐ AÐ STÖRFUM Slökkvi- starfið gekk greiðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/TUMI LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvols- velli hafði hendur í hári öku- manns sem olli miklu raski með utanvegaakstri á Sólheimasandi í síðustu viku. Myndband náðist af manninum sem birt var á Vísi og vakti mikil viðbrögð. Maður- inn, sem er Bandaríkjamaður á fertugsaldri, greiddi sekt eftir að hafa fengið símtal frá lög- reglunni. „Hann brást illa við,“ segir Atli Árdal, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Sam- kvæmt heimildum Vísis hljóðaði sektin upp á 250 þúsund íslenskra króna. - aó Kræfur ökuníðingur gripinn: Borgaði 250 þúsund í sekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.