Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 52
8. september 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20 Einn reyndasti söngvari Íslands, Jóhann Smári Sævarsson bassa- söngvari, og ung söngkona á uppleið, Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópran, mætast á fyrstu hádegistónleikum vetrarins hjá Íslensku óperunni. Þau flytja aríur úr þekktum óperum eftir Verdi, Offenbach, Rossini og fleiri undir yfirskriftinni Hún elskaði mig aldrei. Þar á meðal syngur Jóhann S m á r i t vær aríur úr óper- unni Don Carlo, sem Íslenska óperan frumsýn- ir í október. Að venju er Antonía Hevesi píanó- leikari á tónleik- unum og aðgang- ur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir fara fram í Norður- ljósum í Hörpu á morgun klukkan 12.15. Alls verða þrennir hádegistón- leikar hjá Íslensku óperunni á haustmisseri. Auk tónleikanna á morgun koma fram þær Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, þann 28. október og Sigrún Pálmadóttir þann 9. desember. Þaulreyndur bassi og upprennandi mezzósópran í Norðurljósum Fyrstu hádegistónleikar vetrarins hjá Íslensku óperunni verða í Hörpu á morgun. Dagskrá tileinkuð Edward Snow- den verður haldin á Loft Hosteli í kvöld klukkan 20.30. Dagskráin er hluti af alheimsupplestri til heiðurs honum sem skipulagður er af Alþjóðlegu bókmenntahá- tíðinni í Berlín. Í kvöld verða upplestrar um heim allan, frá Lillehammer til Höfðaborgar og Nýja-Sjálandi til Íslands, þar sem yfir 200 rithöfundar og fylgis- menn tjáningarfrelsis munu lesa upp texta Snowdens. Skipuleggjendur íslenska kvöldsins eru Hallgrímur Helga- son rithöfundur og Birgitta Jóns- dóttir þingskáld og á meðal les- ara verða Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Ólína, Sjón, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Óttarr Proppé, Aðalheiður Ámundadóttir, Sindri Freysson, Mörður Árnason og Helga Vala Helgadóttir. Að lestri loknum verða svo umræður. Dagskrá helguð Edward Snowden um allan heim. Texti Snowdens lesinn EDWARD SNOWDEN Uppljóstranir hans opnuðu augu heimsins fyrir nýjustu tækni njósnageirans og ful- lkomnu virðingarleysi hans gagnvart friðhelgi einkalífsins. Bókasafnadagurinn er í dag og af því tilefni ætlar Bókasafn Mosfellsbæjar að beina athygl- inni að sögupersónunni Önnu í Grænuhlíð. Auður Aðalsteinsdóttir bók- menntafræðingur verður þar með fyrirlestur um Önnu þar sem hún spáir m.a. í það hvers vegna þessi rauðhærði munað- arleysingi varð svona vinsæll og hvers vegna vinsældirnar hafa ekkert dalað í gegnum tíðina. Sívinsæl Anna ÁSTSÆL Rauðhærði munaðarleysinginn er alltaf jafn vinsæll. JÓHANNA HÉÐINSDÓTTIR TÓNLIST ★★★ ★★ La Traviata Stjórnandi: Garðar Thor Cortes UPPLÝSINGAR: LA TRAVIATA Í TÓNLEIKAUPPFÆRSLU Í NORÐURLJÓSUM Í HÖRPU LAUGARDAGINN 6. SEPTEMBER. GARÐAR CORTES STJÓRNAÐI. HELSTU HLUTVERK: ÞÓRA EINARSDÓTTIR, GARÐAR THÓR CORTES, BERGÞÓR PÁLSSON OG VIÐAR GUNNARS- SON. Einhver hélt því eitt sinn fram að La Traviata eftir Verdi væri í rauninni grínópera. Aðal- persónan væri jú kona sem þjáist af ólækn- andi lungnasjúkdómi, en hún syngi samt full- um hálsi fram í andlátið. Víst er að ekkert amaði að lungum Þóru Einarsdóttur sem fór með aðalhlutverkið í La Traviata í Norðurljósum Hörpu á laugardags- kvöldið. Það bókstaflega geislaði af henni lífs- krafturinn. Röddin var unaðslega fókuseruð og jöfn á öllum sviðum, fegurð hennar var dásamleg. Svo var túlkunin afar sannfær- andi, tónlistin flæddi alveg óheft í gegn. Þóra miðlaði göldrum tónmálsins fullkomlega til áheyrenda. Um var að ræða tónleikauppfærslu. Hljóm- sveitin var smá, hljóðfæraleikararnir voru 21 talsins. Nú man ég ekki hversu margir komust fyrir í gryfjunni í Gamla bíói, senni- lega var það eitthvað svipað. Auðvitað var rödd sveitarinnar mjó, maður saknaði breiða hljómsins sem á að einkenna óperur af þess- ari stærðargráðu. En yfirleitt spiluðu hljóð- færaleikararnir vel, leikurinn var samtaka og hreinn. Einstaka hnökrar komu þó fyrir, kannski mest áberandi var þegar ónefndur músíkant var ca. tveimur slögum á undan í lokahljómnum í einum kaflanum. Óperukórinn stóð sig oftast prýðilega. Til dæmis voru kvenraddirnar flottar fyrst eftir hlé í atriðinu sem var eyðilagt fyrir alla tíð þegar það var notað í dömubindaauglýsingu í sjónvarpinu. Það var fyrir löngu síðan, en ennþá koma dömubindi upp í huga mér þegar ég heyri þessa tónlist. Helst mátti finna að óhreinum tenórröddum á öðrum stöðum, sem var dálítið bagalegt. En í það heila var kórinn með sitt á hreinu og söng af viðeigandi krafti. Aðrir einsöngvarar voru yfirleitt fínir. Garðar Thór Cortes söng af sinni alkunnu mýkt og grípandi tilfinningu. Fínlegu blæ- brigðin sem eru dæmigerð fyrir hann voru öll til staðar. Bergþór Pálsson var líka glæsileg- ur, rödd hans hefur dýpkað eins og hún gerir ávallt með aldrinum. Það fer honum vel. Viðar Gunnarsson var sömuleiðis flottur. Óreyndari söngvarar stóðu sig einnig ágætlega – eftir því sem þeir gátu. Þar á meðal voru tveir nemendur sem eru greinilega mjög efnilegir, Davíð Ólafsson bassi og Einar Dagur Jónsson tenór. Maður á örugglega eftir að heyra meira frá þeim er fram líða stundir. Almennt talað var þetta skemmtileg upp- færsla. Garðar Cortes stjórnaði af röggsemi og næmri tilfinningu fyrir mismunandi lit- brigðum tónlistarinnar. Hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn Það er gaman að svona tónleikauppfærslu. Áheyrandinn fær tónlistina beint í æð, alveg ómengaða af misgóðum leik og fátæklegri sviðsmynd og búningum. Því miður kosta fullbúnar óperusýningar reiðinnar býsn af peningum. Þeir eru af skornum skammti eins og allir vita. Vonandi fáum við meira svona á næstunni. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Ekki gallalausir tónleikar, en þeir voru skemmtilegir og sumt var frábært. Ekkert amaði að lungum dívu GARÐAR THOR OG ÞÓRA EINARSDÓTTIR Ekki gallalausir tónleikar, en skemmtilegir. MENNING Skeifan 4, 108 Reykjavík S. 896 3536 • 588 1818 Nú er opið á kvöldin hjá Nanathai Nýr opnunartími 11.30 – 21.00 Góð tilboð Mögulega hægt að fá heimsent. Kostar 1.000 kr. Með lágmarkspöntun 3500 kr. www.banthai.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.