Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 8
8. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 14 16 71 EVANS hreinlætisvörurnar henta mjög vel fyrir kúa-, svína- og alifuglabændur, sem og fisk- og matvælavinnslur. Vörurnar frá EVANS eru í fremsta gæðaflokki enda eru þær unnar eftir vottuðum aðferðum skv. ISO gæða- og umhverfisstöðlum. Hjá Rekstrarlandi fá bændur auk þess allar aðrar rekstrarvörur fyrir landbúnað. EVANS hreinlætisvörurnar eru nú fáanlegar í Rekstrarlandi Aðrir dreifingaraðilar: Olís útibú, KB – Búrekstrardeild, Borgarnesi og Pálmi Ragnarsson – Garðakoti, Skagafirði. SKOTLAND, AP Fimmtíu og eitt pró- sent kjósenda í Skotlandi segist vilja að landið verði sjálfstætt, samkvæmt könnun sem dagblað- ið The Sunday Times birti í gær. Fjörutíu og níu prósent vilja halda sambandinu við Bretland. Það er enn frekara áhyggjuefni fyrir sambandssinna að leiðtogi þeirra, Alistair Darling, nýtur minna trausts en leiðtogi sjálfstæðis- sinna, Alex Salmond. Um 40 pró- sent kjósenda segjast treysta Salmond en aðeins 30 prósent Dar- ling. Stjórnmálaskýrendur benda á að þrátt fyrir að nánast enginn marktækur munur sé nú á fylgi fylkinganna samkvæmt könnun- inni séu skýr merki um að fylgi sjálfstæðissinna sé í uppsveiflu. Þetta er í fyrsta sinn sem sjálf- stæðissinnar leiða í könnunum. Það eru aðallega konur, kjósend- ur undir fertugu og láglaunafólk sem hefur skipt um skoðun og vill nú sjálfstæði, samkvæmt YouGov sem gerði könnunina. „Þessi tímamótakönnun sýnir að Já-hreyfingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum,“ segir Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálf- stæðissinna. „Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að atkvæði greitt sjálfstæði gefur tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins betur í þágu þeirra sem búa hér. Skapa fleiri störf og verja mikilvæga grunn- þjónustu, eins og heilsugæsluna, sem stjórnmálamenn í London vilja einkavæða,“ bætir hún við. Alistair Darling benti á að skoð- anakönnunum síðustu daga bæri ekki alveg saman. Til dæmis birt- ist önnur skoðanakönnun í gær sem sýndi sambandssinna með fjögurra prósentustiga forskot. „En skila- boðin sem ég tel birtast í þessu eru skýr: Ef þú vilt að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, þá verður þú að kjósa. Aðskilnaður er endan- legur. Þessar skoðanakannanir eru áminning til allra þeirra sem héldu að úrslitin væru ráðin. Það var og verður ekki þannig.“ Stjórnvöld í London, sem vilja eindregið halda sambandi við Skota, voru fljót að bregðast við með útspili sem sagt er að eigi að höfða til óákveðinna kjósenda. George Osborne fjármálaráð- herra kynnti hugmyndir um að færa skoska þinginu aukið fjár- veitingavald. „Við munum kynna þær hug- myndir frekar á allra næstu dögum,“ sagði Osborne í viðtali á BBC í gær. Hann ítrekaði í viðtal- inu að Skotum stæði ekki til boða að halda breska pundinu ef þeir kysu sjálfstæði. En gjaldeyrismál munu vega þungt í huga margra kjósenda þegar gengið verður til atkvæða þann 18. september næst- komandi. andri@frettabladid.is Hnífjafnt hjá Skotum í nýrri könnun Sjálfstæðissinnar í Skotlandi bæta enn við sig fylgi. Traust kjósenda til leiðtoga þeirra er meira en traust til leiðtoga sambandssinna. Kosið verður um sjálf- stæði landsins eftir tíu daga. SÁTTIR SJÁLFSTÆÐISSINNAR Alex Salmond og stuðningsmenn hans njóta meira trausts hjá kjósendum í Skotlandi en leiðtogar sambandssinna. NORDICPHOTOS/AFP Þessi tímamóta- könnun sýnir að Já-hreyf- ingin hefur vindinn í bakið, en við höfum enn mikið verk að vinna ef við ætlum að sigra í kosningunum. Nicola Sturgeon, einn af leiðtogum sjálfstæðissinna ÍRAK, AP Bandarískar herþotur gerðu í gær loftárásir á vígamenn Íslamska ríkisins nærri Haditha- stíflunni í Anbar-héraði í Írak. Samkvæmt íröskum og banda- rískum embættismönnum ætluðu vígamennirnir sér að ná valdi yfir stíflunni, sem er önnur stærsta vatnsaflsstífla landsins. Hún sér milljónum manna, meðal annars íbúum höfuðborgarinnar Bagdad, fyrir bæði rafmagni og fersk- vatni. Samkvæmt tilkynningu frá bandaríska hernum hæfðu loft- skeyti þeirra sex farartæki sem vopnuð voru öflugum hríðskota- byssum. Þar segir einnig að árás- in hafi verið gerð að beiðni stjórn- valda í Írak. Liðsmenn Íslamska ríkisins hafa áður beint sjónum sínum að vatnsafls virkjunum en þær eru afar mikilvæg hernað- arleg skotmörk. Í síðasta mánuði náðu þeir valdi á Mósul-stíflu og þurfti þá loftárásir Bandaríkja- manna til að bregða þeim á flótta. Böðullinn sem tók blaðamanninn James Foley af lífi nýlega vísaði í loftárásir Bandaríkjamanna við Mósul-stíflu áður en Foley var afhöfðaður og sagði að hefnt yrði fyrir öll afskipti Bandaríkja- manna af málefnum Íslamska ríkisins. Búist er við að Obama Bandaríkjaforseti muni í vikunni kynna áætlanir um hvernig hann hyggist taka á Íslamska ríkinu. Talið er að þar muni loftárásir gegna lykilhlutverki sem og stór- aukið samstarf og stuðningur við Kúrda í norðurhéruðum Íraks. - aó Búist er við að Obama Bandaríkjaforseti kynni áætlun um aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í vikunni: Reyndu að ná valdi yfir stærstu stíflu Íraks OBAMA KOMINN HEIM Bandaríkjafor- seti kom heim úr opinberri heimsókn til Tallinn og Wales í gær. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Björgunarsveitir í Húna- vatnssýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í gær þegar sækja þurfti konu sem meiðst hafði á hné. Hún var þá stödd ofan við Forsæludal í Vatnsdal og bera þurfti hana um 200-300 metra leið í fjalllendi til að koma henni í sjúkrabíl. Fyrsti hópur björgunarmanna, ásamt sjúkraflutningamanni, var kominn að konunni rétt fyrir klukkan 12 og um hálftíma síðar var hún komin í sjúkrabíl. - ktd Björgunarsveitir kallaðar út: Kona slasaðist í Forsæludal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.