Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 8. september 2014 | MENNING | 23 www.a4.is / sími 580 0000 A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi Sjá má afgreiðslutíma verslana A4 á www.a4.is Kynning í dag milli kl. 16-18 í A4 Skeifunni MIKIÐ ÚRVAL AF BARNABÓKUM.FJÖLDI TITLA.VERÐ FRÁ 490.- D 2- 11 97 „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og við- burðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smára- lind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratug- arins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnu- mótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða ein- hverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heima- síðu hátíðarinnar, riff.is. - lkg Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Dumb & Dumber frá árinu 1994 verður sýnd í bílabíói RIFF. Jóhann Alfreð er spenntur fyrir sýningunni. BÍÓFÍKILL Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. ➜ Jim Carrey og Jeff Daniels leika aðalhlutverkin í Dumb & Dumber. Kim Kardashian var valin kona ársins af breska tímaritinu GQ og prýddi forsíðu nýjasta tölublaðs- ins af því tilefni. Í viðtalinu segir hún meðal annars frá því hvern- ig nafn frumburðar hennar og rapparans Kanyes West, North, kom til. „Þetta var orðrómur í press- unni og við höfðum aldrei pælt í nafninu. Svo vorum við í hádeg- ismat á Mercer-hótelinu í New York og Pharrell kom til okkar og sagði: „Ætlið þið að skíra dóttur ykkar North? Það er besta nafn sem ég hef heyrt.“ Kardashian útskýrði fyrir Pharr ell að einungis væri um orðróm að ræða. Stuttu síðar kom tískumógúllinn Anna Wintour að hjónunum og sagði við þau: „North er dásamlegt nafn.“ „Við Kanye horfðum hvort á annað og hlógum. Þá var þetta ákveðið.“ North átti ekki að heita North KIM KARDASHIAN Prýðir forsíðu GQ. AFP/NORDICPHOTOS Lestur er bestur er yfirskrift bókasafnsdagsins 2014 sem er í dag, á alþjóðlegum degi læsis. Um hundrað bókasöfn vítt um landið taka þátt í deginum og víða verður sjónum beint að sögu- persónum. Á Bókasafni Mosfells- bæjar mun Auður Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur til dæmis spjalla um Önnu í Grænu- hlíð eftir klukkan 16.30. Söfn Borgarbókasafns bjóða upp á bókmenntamola til andlegr- ar hressingar, glæný bókamerki, lauflétta bókasafnsgetraun auk tilboðs á lestrardagbókum á meðan birgðir endast. Í aðalsafni verður ljóðatorg formlega opnað klukkan 18 og ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Í Ársafni er gest- um boðið upp á nýbakaðar vöfflur milli 14 og 16 og í Kringlusafni geta gestir valið uppáhaldssögu- persónuna sína. - gun Sögupersónur í brennidepli BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Auður Aðalsteinsdóttir er fróð um Önnu í Grænuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.