Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 „Þetta er í annað sinn sem ég fer með hönnunar- hópnum Love Reykjavík á þessa sýningu en við erum allar að sýna okkar vörulínur. Hingað koma verslunareigendur alls staðar að úr Evrópu og víðar til að skoða og kaupa inn,“ útskýrir Ingi- björg Hanna Bjarnadóttir vöruhönnuður en hún tekur þátt í hönnunarsýningunni Maison&Objet í París sem hófst á föstudag. Love Reykjavík skipa, auk Ingibjargar, Anna Þórunn Hauksdóttir, Marý, Ragnheiður Ösp Sig- urðardóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Maison&Objet er ein af stærstu hönnunarsýn- ingunum í Evrópu og segir Ingibjörg þátttöku í sýningunni góða kynningu og geta skilað við- skiptasamböndum. „Maður kemst í samband við blaðamenn hjá stórum tímaritum og býr til sambönd við fólk í faginu. Ég komst að hjá nokkrum erlendum verslunum í fyrra í gegnum sýninguna. Nú er ég að koma á framfæri textílvörunum mínum, nýrri grafík á púða, fleiri viskustykkjum, hengistólnum sem kynntur var á HönnunarMars og rúmfötum. Þá spurði stórt og þekkt hönnunarfyrirtæki mig í dag hvort ég hefði áhuga á að hanna vörulínu fyrir þá sem er ótrúlega spennandi,” segir Ingi- björg. Fleiri íslenskir hönnuðir taka þátt í Maison&Objet, þar á meðal Heklaíslandi og Sveinbjörg Hallgríms- dóttir sem hannar undir merkinu Sveinbjörg. Svein- björg tekur í sama streng og Ingibjörg, þátttaka í sýningunni skili árangri. „Ég er hér í annað sinn og sýningin gengur vel. Í fyrra náðum við að selja víða um heiminn og einnig fengum við nokkra aðila sem höfðu áhuga á að gerast umboðsaðilar fyrir okkur. Við völdum að byrja í Skandinavíu en Parísarsýningin er hliðið að mun stærri markaði en Stokkhólmsmessan. En þar höfum við verið tvisvar áður.“ Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir íslenska hönnun vel samkeppnishæfa og að Íslandsstofa vilji styðja hönnuði í að koma sér á framfæri, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Þetta er erfiður markaður og fyrirtækin eru lítil. Við höfum þó séð fólk ná flugi eftir að hafa tekið þátt í svona sýningum enda teljum við að við séum með vöru sem er vel samkeppnishæf. Við vitum líka að heimamarkaðurinn hefur vaxið með fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands,“ segir Jón. ÍSLENSKIR HÖNN- UÐIR SÝNA Í PARÍS ÍSLENSK HÖNNUN Maison&Objet, ein af stærstu hönnunarsýningum í Evrópu, stendur nú yfir. Íslenskir hönnuðir sýna þar vörulínur sínar. FER VEL AF STAÐ Sveinbjörg Hallgrímsdóttir tekur einnig þátt í sýningunni. Hún segir þátttöku á sýningunni í París opna inn dyr inn á mun stærri markað en hönnunarmess- an í Stokkhólmi gerir en þar hefur hún sýnt áður. MYND/SVEINBJÖRG NÝJAR VÖRUR Ingibjörg Hanna sýnir meðal annars hengistól sem hún kynnti á liðnum HönnunarMars. LOVE REYKJAVÍK Hópinn skipa Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Anna Þórunn Hauksdóttir, Marý, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Steinunn Vala Sigfúsdóttir. Þær sýna vörulínur sínar á Mai- son&Objet í París. MYND/LOVE REYKJAVIK NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 NÝTT – NÝTT 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.390.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.