Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 19
Við lögðum upp með að setja vörurn-ar fram á fallegan og skemmtileg-an máta. Við leggjum mikla áherslu á útstillingar og viljum að viðskiptavinum mæti alls kyns augnakonfekt. Að upplif- unin sé eins og að koma inn í nammiversl- un fyrir heimili,“ segir Hulda Rós Hákon- ardóttir, einn eigenda verslunarinnar. Verslunin er hönnuð þannig að við- skiptavinir ganga úr einu rými í annað. „Þau eru svolítið hólfuð niður en samt létt flæði á milli. Í stað þess að raða sjö sófum af sömu gerð í mismunandi litum saman er reynt að skapa mismunandi stemn- ingu með öllu sem fylgir. Þannig getur fólk betur áttað sig á samsetningarmöguleik- unum.“ Breytingarnar voru unnar í samstarfi við danska fyrirtækið Ambiente en þar starfa arkitektar og hönnuðir sem sér- hæfa sig í að setja upp verslanir og sýning- arrými. „Þeirra handbragð hefur skapað nýja vídd í íslenskri verslunarsögu,“ segir Hulda. Í Húsgagnahöllinni hafa ávallt verið sterk merki en með nýjum eigendum hafa fleiri bæst við. „Við breytingarnar ákváð- um við að taka inn ýmis ný merki. Þar á meðal Furninova (furninova.com) sem við höfðum lengi haft augastað á. Það er sænskt og hefur slegið rækilega í gegn. Undir það heyrir svo undirmerkið S.O.U.L. Þetta eru tveir ólíkir stílar og fá þessi nýju merki ríkulegt pláss á efri hæðinni okkar. Þá erum við með mikið úrval af dönsk- um merkjum. Við erum umboðsaðilar Ide- møbler, en skandinavísk hönnun nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Auk þess erum við með amerísk merki eins og La-Z- Boy og Broyhill svo dæmi séu nefnd.“ Sófar, borðstofuborð og stólar eru að sögn Huldu fyrirferðarmestu húsgögnin í versluninni en auk þess er þar rúmadeild þar sem rík áhersla er lögð á heilsudýnur og stillanleg rúm. Jafnframt er mikið úrval af smávöru og húsbúnaði í versluninni. En hverjar eru helstu áherslur í vetur? „Hvað stofuna varðar eru tungusófarnir hvað vinsælastir og jafnvel vinsælli en hin hefðbundnu tveir plús þrír sófasett. Horn- sófar verða líka oft fyrir valinu en allt fer þetta eftir rými hvers og eins. Þá eru flestir að leita að þægilegum, mjúkum og góðum sófum úr slitsterku efni.” Hulda segir hlýleikann ráðandi fyrir haustið og er mikið um skinn og púða. „Tískan fer í hringi. Fyrir nokkrum árum var allt minimalískt, svart og hvítt, en nú er meira um hlýlegri tóna. Yfirbragðið er eftir sem áður stílhreint.“ Í smávörunni eru brúnir, grænir, bláir, gylltir og koparlitir tónar ráðandi. „Þá erum við með mikið af skreyttum púðum og hafa dýrapúðar verið mjög vinsælir. Nú bætum við úrvali púða í fyrrgreindum litum við. Þeir eru líka áberandi í alls kyns borðbúnaði og fylgihlutum.“ Hulda nefnir líka matarstell frá fram- leiðendum á borð við Broste, Alessi og Iitt- ala og mörgum fleiri. „Þau eru á breiðu verðbili og um að gera fyrir þá sem eru að byrja að búa að kíkja við. Auk þess erum við með ítalska glervöru í úrvali sem hefur verið mjög vinsæl.“ Hulda býður alla velkomna í endur- bætta verslun. STOFAN MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Eins og nammiverslun fyrir heimili Húsgagnahöllin að Bíldshöfða 20 fékk nýverið mikla andlitslyftingu. Nýir eigendur tóku við versluninni fyrir tveimur árum og var hún opnuð eftir gagngerar endurbætur 31. maí. Mikil áhersla er lögð á útstillingar og að viðskiptavinum mæti alls kyns augnakonfekt. Kynningarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.