Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. september 2014 | FRÉTTIR | 11
Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í hreyfigreiningu,
þjálfun og forvörnum. Þeir greina hreyfivanda og annan
vanda sem aftrar fólki frá því að vera virkt og sjálfstætt.
Þeir finna leiðir fyrir fólk til aukinnar þátttöku með
meðferð, endurhæfingu, þjálfun og hvatningu.
Tæplega 600 sjúkraþjálfarar starfa á sjúkra- og
endurhæfingarstofnunum, hjúkrunarheimilum,
á einkareknum starfsstofum sjúkraþjálfara og hjá
íþróttafélögum.
Sjúkraþjálfarar sinna árlega um 50 þúsund
landsmönnum um allt land, frá rúmliggjandi
sjúklingum til afreksíþróttamanna.
NOREGUR Norski fjöldamorðing-
inn Anders Behring Breivik, sem
situr í fangelsi fyrir að myrða 77
manns árið 2011, vill nú ólmur
stofna norskan fasistaflokk.
Þetta kemur fram í 34 blað-
síðna bréfi, sem fréttastofan AFP
hefur undir höndum. Í bréfinu
krefst hann þess að norska dóms-
málaráðuneytið aflétti þeim
hindrunum sem eru í vegi fyrir
því að hann geti stofnað „Norska
fasistaflokkinn“ og samtök sem
hann nefnir „Norræna bandalag-
ið“. - gb
Breivik skrifar bréf:
Vill stofna
fasistaflokk
ANDERS BEHRING BREIVIK Fjölda-
morðinginn norski. NORDICPHOTOS/AFP
SVEITARSTJÓRNARMÁL Akureyrarbær gagn-
rýnir boðaðar breytingar innanríkisráðu-
neytisins sem fela í sér að aðalskrifstofa
sýslumanns færist til Húsavíkur. Akureyr-
arbær telur aðalskrifstofuna eiga heima
á Akureyri sökum fjöldans sem þar býr.
„Galin yfirlýsing,“ segir Friðrik Sigurðs-
son, forseti bæjarstjórnar Norðurþings.
Hugmyndir innanríkisráðuneytisins fela
í sér breytingar á sýslumannsembættum
landsins. Aðalskrifstofa sýslumanns flyst
frá Akureyri og verður staðsett á Húsavík.
Hins vegar verða sýsluskrifstofur starf-
andi á Akureyri, Siglufirði og á Dalvík.
Þetta er liður í að fækka sýslumannsemb-
ættum sem innanríkisráðuneytið tilkynnti
fyrir stuttu.
Þetta sættir Akureyrarbær sig ekki við
og hefur sent formlega athugasemd vegna
þessa. Leggur Akureyrarbær áherslu á
að aðalskrifstofa sýslumanns verði stað-
sett á Akureyri. „Ekki verður annað séð
en að meginmarkmiðum verði best náð
með því að staðsetja aðalskrifstofur sýslu-
manns á Akureyri. Þjónusta við borgarana
er tryggð með því að hafa aðalskrifstofur
á þeim stað þar sem mestur fjöldi íbúa er
en Akureyri er langfjölmennasta sveitar-
félagið í umdæminu,“ segir í athugasemd
Akureyrarbæjar.
Friðrik minnir á að Akureyrarbær hafi
ekki haft uppi sömu varnaðarorð þegar
ákvörðun var tekin um flutning Fiskistofu
frá höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er svartur
blettur á norðlenska samvinnu sveitarfé-
laga,“ segir Friðrik. „Það orkar tvímælis
að vilja fá stofnanir norður á Akureyri en
berjast gegn því að stofnanir séu fluttar til
Húsavíkur. Það sýnir að Akureyringar telja
sig aðeins geta sótt þjónustu í aðra áttina.“
Hann segir þetta ekki vera gæfuspor í
samskiptum sveitarfélaganna. - sa
Forseti bæjarstjórnar Norðurþings er ósáttur við yfirlýsingar bæjarstjórnar á Akureyri og segir þær skaðlegar fyrir samskipti:
Akureyringar gagnrýna val á staðsetningu sýslumanns
SÝSLUMAÐURINN Akureyringar sætta sig ekki við
að sýslumaður flytji til Húsavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR
STJÓRNSÝSLA Ríkisráðsfundur
verður haldinn á Bessastöðum
klukkan ellefu í dag. Ríkisráð
mynda forseti Íslands og ríkis-
stjórnin. Í reglum um ríkisráð
segir að það sé skipað öllum ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar og
forseta Íslands sem jafnframt er
forseti ríkisráðsins. Auk þess er
ríkisráðsritari á fundum ríkis-
ráðsins.
Þá segir að forseti ákveði fundi
ríkisráðs eftir tillögum forsætis-
ráðherra og stýri fundunum. For-
seti getur einnig boðað til funda
án þess að fyrir liggi tillaga frá
forsætisráðherra, ef hann telur
það óhjákvæmilega nauðsynlegt.
- jhh
Línur lagðar fyrir veturinn:
Ríkisráð fundar
á Bessastöðum
FORSETINN Ríkisráðsfundur fer fram á
Bessastöðum klukkan ellefu.
FRÉTTABLAÐIÐ VALLI
ÞING SETT Á ÞRIÐJUDAG
Séra Guðrún Helgudóttir
predikar við þingsetningu
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í
Grafarvogskirkju, prédikar þegar Alþingi
verður sett á þriðjudag. Séra Hjálmar
Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni,
þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands,
frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti
Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á
orgel og kammerkór Dómkirkjunnar
syngur við athöfnina. Eftir guðsþjón-
ustu ganga svo forseti Íslands, biskup
Íslands, ráðherrar og þingmenn yfir
í Alþingishúsið þar sem þingsetning
mun fara fram.