Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 58
8. september 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Áskrifendur 365 fá allt að 50% afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana. fylgi r Stöð 3 Snilldarþættir á hverju kvöldi. Grín, raunveruleika- þættir, spenna og rómantík. Frábær sjónvarpsstöð fyrir hresst fólk á öllum aldri. Krakkastöðin Vandað talsett barnaefni frá morgni til kvölds, teiknimyndir og leiknir þættir. Mamma, pabbi og börn á öllum aldri kætast yfir Fjölskyldupakkanum sem er sneisafullur af fjölbreyttu og vönduðu efni. Verðið er svo sannarlega frábært, aðeins 2.990 kr. á mánuði og fyrir 2.000 kr. aukalega færðu netið líka!* 2.990 kr. Fjölskyldupakki á frábæru verði! *Innifalið er 10GB erlent niðurhal og 100 mínútur í heimasíma. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á Fjölskyldupakkanum. Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald. FÓTBOLTI „Ég er alveg mjög spenntur fyrir því að byrja aftur og það er spenna í hópnum,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið á æfingu liðsins í Laugardalnum í gær. Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM 2016 annað kvöld þegar þeir mæta firnasterku liði Tyrklands, en hvernig verður að reyna að koma liðinu aftur í gang eftir hæðirnar og lægðina í síðustu undankeppni? „Ég held það líti enginn á þetta þannig. Við erum allir búnir að fá gott frí og komnir af stað með okkar félagsliðum. Við dveljum ekkert við síðustu keppni; hvort sem um er að ræða árangurinn eða vonbrigðin í lokin,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með gott lið, en Fylk- ismaðurinn hefur fulla trú á sigri og að Ísland komist alla leið á EM. „Íslendingar eru bara þannig, að við höldum okkur besta í öllu. Við höfum fulla trú á því að við förum áfram og ég held að þjóðin trúi því líka,“ sagði hann, en hvað með Tyrkina? „Tyrkir eru með mjög sterkt lið og leikmenn sem spila í Meist- aradeildinni. Þeir eru með sterka einstaklinga, suma betri en aðra, en engan sem við ætlum að passa neitt sérstaklega upp á.“ Íslenska liðið stendur vel að vígi hvað varðar miðverði þessa stund- ina. Ragnar, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru allir heilir og að spila vel í sterkum deildum. Sam- keppnin verður hörð. „Það er bara þannig. Sölvi hefur gert þetta nokkrum sinnum aðeins auðveldara með því að vera meidd- ur, en nú er hann ferskur sem er bara frábært,“ sagði Ragnar, en telur hann sig ekki eiga skilið byrj- unarliðssæti fyrir frammistöðuna í síðustu undankeppni? „Ég held að allir líti nú rosa- lega stórt á sig og finnist þeir eiga meira skilið að spila en næsti maður. En ég hugsa ekkert um vel- gengnina í síðustu keppni þó mér hafi gengið vel. Það gefur mér ekk- ert núna. Maður gerir engar kröf- ur heldur gerir bara sitt besta og vonast til að fá einhverjar mínútur þegar þetta fer af stað.“ - tom Meiðsli Sölva hafa gert þetta auðveldara Ragnar Sigurðsson segir velgengni í síðustu keppni ekki hafa neitt að segja í samkeppni um stöður. EKKERT GEFIÐ Ragnar Sigurðsson berst fyrir sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI ÍBV lyfti sér upp í fimmta sæti Pepsi-deildar kvenna með 5-0 stórsigri á ÍA í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Þórhildur Ólafsdóttir kom ÍBV yfir á 23. mínútu og þremur mín- útum síðar tvöfaldaði Shaneka Gordon forskotið fyrir heimakon- ur í Vestmannaeyjum. Nýliðarnir höfðu ekki roð við Eyjakonum í seinni hálfleik sem bættu við þremur mörkum en þar voru að verki Vesna Smiljkovic, Sóley Guðmundsdóttir og Shan- eka með sitt annað mark. Með tapinu féll ÍA endanlega niður í 1. deild á ný, en fall hefur blasið við nýliðunum í ansi langan tíma. ÍA er aðeins með eitt stig eftir sextán umferðir, níu stig- um frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Nú stendur baráttan um að fylgja Skagakonum ekki niður á milli FH, sem er með níu stig, og Aftureldingu sem hefur stigi meira. - tom Eyjakonur felldu nýliðana FIMMTA SÆTI ÍBV fór upp töfluna og felldi Skagakonur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LYFTINGAR Kraftajötunninn Júlían J.K. Jóhannsson vann til bronsverðlauna og setti um leið nýtt Íslandsmet í +120 kg flokki á heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fór fram í Ungverjalandi um helgina. Júlían lyfti mest 375 kg í hné- beygju, en með því bætti hann Íslandsmet unglinga um 12,5 kíló. Hann lyfti svo 267,5 kg í brekk- pressu og bætti eigið Íslandsmet. Eftir að hafa lyft 310 og 325 kg örugglega í réttstöðulyftu hífði Júlían upp 337,5 kg í síðustu lyft- unni og náði þannig í bronsverð- launin. Heildarþyngdin var 980 kg sem er Íslandsmet unglinga. Júlían náði í heildina í silfur í réttstöðulyftu og bætti sig í öllum þremur greinunum um samtals 37,5 kíló. Tékkinn David Lupac vann nokkuð öruggan sigur en hann lyfti í heildina rúmu tonni eða 1.090 kílóum. - tom Brons hjá Júlían á HM NAUTSTERKUR Júlían Jóhannsson fékk brons á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.