Fréttablaðið - 08.09.2014, Síða 55

Fréttablaðið - 08.09.2014, Síða 55
MÁNUDAGUR 8. september 2014 | MENNING | 23 www.a4.is / sími 580 0000 A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi Sjá má afgreiðslutíma verslana A4 á www.a4.is Kynning í dag milli kl. 16-18 í A4 Skeifunni MIKIÐ ÚRVAL AF BARNABÓKUM.FJÖLDI TITLA.VERÐ FRÁ 490.- D 2- 11 97 „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og við- burðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smára- lind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratug- arins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnu- mótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða ein- hverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heima- síðu hátíðarinnar, riff.is. - lkg Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Dumb & Dumber frá árinu 1994 verður sýnd í bílabíói RIFF. Jóhann Alfreð er spenntur fyrir sýningunni. BÍÓFÍKILL Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. ➜ Jim Carrey og Jeff Daniels leika aðalhlutverkin í Dumb & Dumber. Kim Kardashian var valin kona ársins af breska tímaritinu GQ og prýddi forsíðu nýjasta tölublaðs- ins af því tilefni. Í viðtalinu segir hún meðal annars frá því hvern- ig nafn frumburðar hennar og rapparans Kanyes West, North, kom til. „Þetta var orðrómur í press- unni og við höfðum aldrei pælt í nafninu. Svo vorum við í hádeg- ismat á Mercer-hótelinu í New York og Pharrell kom til okkar og sagði: „Ætlið þið að skíra dóttur ykkar North? Það er besta nafn sem ég hef heyrt.“ Kardashian útskýrði fyrir Pharr ell að einungis væri um orðróm að ræða. Stuttu síðar kom tískumógúllinn Anna Wintour að hjónunum og sagði við þau: „North er dásamlegt nafn.“ „Við Kanye horfðum hvort á annað og hlógum. Þá var þetta ákveðið.“ North átti ekki að heita North KIM KARDASHIAN Prýðir forsíðu GQ. AFP/NORDICPHOTOS Lestur er bestur er yfirskrift bókasafnsdagsins 2014 sem er í dag, á alþjóðlegum degi læsis. Um hundrað bókasöfn vítt um landið taka þátt í deginum og víða verður sjónum beint að sögu- persónum. Á Bókasafni Mosfells- bæjar mun Auður Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur til dæmis spjalla um Önnu í Grænu- hlíð eftir klukkan 16.30. Söfn Borgarbókasafns bjóða upp á bókmenntamola til andlegr- ar hressingar, glæný bókamerki, lauflétta bókasafnsgetraun auk tilboðs á lestrardagbókum á meðan birgðir endast. Í aðalsafni verður ljóðatorg formlega opnað klukkan 18 og ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Í Ársafni er gest- um boðið upp á nýbakaðar vöfflur milli 14 og 16 og í Kringlusafni geta gestir valið uppáhaldssögu- persónuna sína. - gun Sögupersónur í brennidepli BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Auður Aðalsteinsdóttir er fróð um Önnu í Grænuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.