Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 2
6. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
STJÓRNMÁL „Vilji þingmanna Fram-
sóknarflokksins virðist ekki standa
til þess að auka frelsi einstaklings-
ins, heldur virðast þeir vera sann-
færðir um að leið haftabúskapar,
boða og banna sé hin eina rétta,“
segir í ályktun af málefnaþingi
Sambands ungra
sjálfstæðismanna
sem haldið var
um helgina.
„Ef sú verður
áfram raunin,
ber Sjálfstæðis-
f lokk num að
standa fast á hug-
sjónum um frelsi
einstaklingsins til
orðs og athafna og slíta ríkisstjórn-
arsamstarfinu við Framsóknar-
flokkinn,“ segir áfram í ályktuninni.
Magnús Júlíusson, formaður SUS,
kvaðst í gær ekki
vilja tjá sig um
innihald ályktun-
arinnar. Þá vildi
Ragnheiður Rík-
harðs dóttir, for-
maður þingflokks
sjálf stæðis-
manna, heldur
ekki lýsa viðhorfi
sínu til áskorun-
ar SUS-liðanna. Kvaðst Ragnheiður
ekki vera búin að kynna sér álykt-
unina.
SUS segir Sjálfstæðisflokkinn
ekki mega við því að miðla málum
þannig að flestar fórnirnar í ríkis-
stjórnarsamstarfinu lendi á honum
og þeim hugsjónum sem hann standi
fyrir.
„Þingmenn flokksins verða að
þora að taka slaginn og standa vörð
um grunngildi sjálfstæðisstefn-
unnar, sama þótt það kosti átök við
samstarfsflokkinn,“ segja unglið-
arnir.
Vísa SUS-menn til þess að þegar
þingmenn og ráðherrar sjálfstæðis-
flokksins hafi talað fyrir frjáls-
lyndum og víðsýnum hugmyndum
hafi þeim ávallt verið mótmælt
kröftuglega af framsóknarmönn-
um. Meðal dæma sem þeir nefna
er afnám einokunarsölu ríkisins á
áfengi, hugsanleg koma verslunar-
keðjunnar Costco til landsins og
ábyrg stjórn í ríkisfjármálum.
„Ungir sjálfstæðismenn harma
þá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins að beygja sig undir vilja
Framsóknarflokksins og samþykkja
stærstu ríkisvæðingu einkaskulda
í sögu Íslands. Flokkur sem kennir
sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkis-
fjármálum á ekki að nýta áttatíu
milljarða króna af almannafé til
þess að greiða niður verðtryggð
húsnæðislán tiltekins þjóðfélags-
hóps,“ segja ungir sjálfstæðismenn
sem telja að frekar ætti að nýta
slíka fjármuni til þess að grynnka
á „níðþungum“ skuldum ríkisins og
lækka skatta á fólk og fyrirtæki.
„Það kæmi öllum til góða, ekki bara
sumum.“
gar@frettabladid.is / adda@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
20%
afsláttur
Gildir í október
Lyfjaauglýsing
Elva, er íþróttaálfurinn ekki
nógu sætur?
„Jú, algjörlega. Ætli hann væri tilbúinn
í ísbíltúr með mér?“
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og
námsráðgjafi, segir að í sýningunni Latabæ sé
einstrengingslegur áróður gegn sykurneyslu.
HONG KONG, AP Hluti lýðræðissinna í Hong Kong ákvað
í gær að fjarlægja suma af þeim vegatálmum sem búið
var að koma fyrir á vegum og gangstéttum í borginni.
Einnig ákváðu þeir að draga úr mótmælum sínum.
Stjórnvöld í Hong Kong höfðu sagt mótmælendum að
þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að
tryggja að um þrjú þúsund opinberir starfsmenn gætu
komist á skrifstofur sínar í dag. Lýðræðissinnar voru
ekki sammála um hvernig bregðast ætti við hótunum
stjórnvalda og sumir þverneituðu að gefa eftir.
Bandalag stúdenta sem hefur staðið fyrir mótmælun-
um sagðist í gær ætla að hefja viðræður við stjórnvöld
að nýju um lýðræðislegar umbætur í Hong Kong. Það
ætlaði engu að síður að halda mótmælum sínum áfram.
„Við þurfum að bíða og sjá hvort stjórnvöld standi við
loforð sín,“ sagði bandalagið í yfirlýsingu sinni.
Stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að opna skóla á
nýjan leik og sömuleiðis einhverjar götur. „Til að koma
aftur á reglu erum við sannfærð um að við höfum getu
til að grípa til nauðsynlegra úrræða,“ sagði talsmaður
lögreglunnar. „Enginn almennur borgari ætti að geta
valdið truflunum.“
Að sögn lögreglunnar hafa þrjátíu manns verið hand-
teknir síðan mótmælin hófust. Hún sagðist hafa notað
piparúða gegn mótmælendum á laugardaginn eftir að
þeir höfðu ögrað lögregluþjónum. - fb
Hluti mótmælenda í Hong Kong gaf eftir vegna hótana stjórnvalda:
Fjarlægðu vegatálma í borginni
VATÍKANIÐ, AP Frans páfi setti alþjóðlega prestastefnu í kirkjunni St.
Peter‘s í Vatíkaninu í gær. Prestastefnan stendur yfir í tvær vikur og
hana sækja meira en tvö hundruð biskupar og kardinálar víða að úr
heiminum.
Tilgangurinn er að ræða um hvort skoðanir kirkjunnar á fjölskyldu-
lífi, svo sem hjónabandi, kynlífi, getnaðarvörnum, skilnuðum og sam-
kynhneigð, eigi við hjá kaþólskum nútímafjölskyldum. Ekki er búist
við því að kirkjan muni breyta viðhorfum sínum að einhverju ráði. - fb
Alþjóðleg prestastefna hófst í kirkjunni St. Peter‘s í gær:
Prestar ræða um fjölskyldulíf
MENNING Lyfjafyrirtækið Alvo-
gen hefur ráðið myndlistarmann-
inn Hjalta Parelius Finnsson
til að mála ný málverk í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins sem rísa í
Vatnsmýrinni.
„Samningur Alvogen og Hjalta
er til 18 mánaða en á þeim tíma
vinnur Hjalti einungis fyrir
Alvogen,“ segir í tilkynningu frá
fyrirtækinu. „Þetta er án efa einn
stærsti samningur sem íslenskur
myndlistarmaður hefur fengið
í meira en hálfa öld.“ Hjalti á að
mála þrjú verk sem samtals eru
sögð verða um 100 fermetrar. - gar
Alvogen ræður listmálara:
Samningurinn
sagður stærstur
Ungliðar vilja slíta
stjórnarsamstarfinu
Samband ungra sjálfstæðismanna harmar að þingmenn flokksins hafi beygt sig
undir vilja Framsóknarflokksins og samþykkt að nota 80 milljarða af almannafé
til að greiða einkaskuldir. Slíta eigi stjórnarsamstarfinu nema breytingar verði.
ELDGOS Eldgosið í Bárðarbungu
er enn með sama styrk og undan-
farna daga. Athuganir á svæð-
inu benda til þess að suðurjaðar
hraunsins hafi verið að færast til
austurs undanfarna daga.
Jarðeðlisfræðingur á Veður-
stofu Íslands segir skjálftavirkni
nú eingöngu bundna við Bárðar-
bungu. Klukkan fimm síðdegis í
gær var stærsti skjálfti dagsins
og mældist hann fimm á Richter.
Um klukkan sjö í gærkvöldi var
skýjað við gosstöðvar og því
erfitt að sjá eldgosið í vefmynda-
vélum. - asi
Sami styrkur á eldgosinu:
Helst skjálftar
í Bárðarbungu
KJARAMÁL Störfum hjá ríkinu
hefur fækkað um 10,6 prósent
frá árinu 2008. Ef litið er aftur
til aldamóta hefur starfsmönnum
ríkisins fjölgað um 5,6 prósent
frá árinu 2000 en fjöldi starfa
á vinnumarkaðnum öllum hefur
aukist um 11,8 prósent.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
frá BSRB sem er byggð á upplýs-
ingum frá Hagstofunni og Fjár-
málaráðuneytinu.
Upplýsingarnar stangast á við
fullyrðingar Viðskiptaráðs um að
ríkisstarfsmönnum hafi fjölgað
um 29 prósent frá aldamótum og
að aðhaldsaðgerðir síðustu ára
hafi ekki fækkað starfs mönnum
ríkisins frá 2008 til 2014 um
nema þrjú prósent.
„Hagfræðingur okkar fór að
kafa ofan í þessar tölur og það er
ljóst að þær standast ekki. Þess
vegna erum við að senda frá
okkur þessar upplýsingar sem
við teljum vera sannar og réttar,“
segir Elín Björg Jónsdóttir, for-
maður BSRB.
„Þegar fullyrðingar Viðskipta-
ráðs komu fram komu þær mér
algerlega í opna skjöldu,“ held-
ur Elín áfram. „Sérstaklega frá
2008 höfum við orðið sífellt meira
vör við að fólki hefur verið sagt
upp og starfsmönnum fækkað.“
- fb
Yfirlýsing BSRB um fjölda starfa ríkisstarfsmanna stangast á við fullyrðingar Viðskiptaráðs:
Störfum hjá ríkinu fækkað um 10 prósent
ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR Formaður
BSRB segir að fullyrðingar Viðskiptaráðs
standist ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRANS PÁFI Páfi kaþólsku kirkjunnar heldur á guðspjallabókinni við messu í kirkj-
unni St. Peter‘s í Vatíkaninu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
MEÐ GULA REGNHLÍF Stytta sem stúdentar bjuggu til heldur
á gulri regnhlíf fyrir utan stjórnarbyggingu í Hong Kong.
Stjórnvöld hafa krafist þess að lýðræðissinnar rými göturnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEIMSÓKN Í ALÞINGI Fulltrúar Sambands ungra sjálfstæðismanna hittu formann
flokksins í heimsókn í Alþingishúsið.
MAGNÚS
JÚLÍUSSON
RAGNHEIÐUR
RÍKHARÐSDÓTTIR
Fjölgun
starfs-
manna ríkisins frá árinu
2000.
5,6%
Flokkur sem kennir
sig á tyllidögum við
ábyrgð í ríkisfjármálum á
ekki að nýta áttatíu
milljarða króna af al-
mannafé til þess að greiða
niður verðtryggð hús-
næðislán tiltekins þjóð-
félagshóps.
Samband ungra sjálfstæðismanna.