Fréttablaðið - 06.10.2014, Síða 14

Fréttablaðið - 06.10.2014, Síða 14
6. október 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Stofnaður var sérstakur myndlistar- sjóður með lögum árið 2012 sem hefur það markmið að auðvelda þeim sem vinna við myndlist að koma metnaðar- fullum verkefnum í framkvæmd. Fé úr sjóðnum hefur eflt sýnileika myndlist- ar á Íslandi og styrkt stoðir menningar- lífsins. Niðurskurður á fjárveitingum í sjóðinn ógnar því góða starfi sem þar hefur unnist. Rannsóknir benda til þess að mynd- list geti haft margþætt jákvæð áhrif á efnahagslífið. Öflug myndlist eykur framleiðni og tekjur hjá þeim sem vinna með beinum hætti við mynd- list. Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferða- mennsku, sem skilar þjóðarbúinu hvað mestum tekjum. Myndlist er einnig hvati fyrir fjölbreyttara menningarlíf sem laðar að sér hæft og vel menntað fólk, eins og til dæmis lækna. Við stöndum okkur bærilega í því að styrkja kjarna myndlistarlífsins með listamannalaunum. Hins vegar skortir verulega leiðir til að koma starfi mynd- listarmanna á framfæri. Sýnileiki listarinnar hér á landi gæti verið mun meiri og þar með menningarleg áhrif hennar. Þess vegna er myndlist hér á landi vannýtt auðlind; við nýtum ekki efnahagslega möguleika hennar nema að litlu leyti. Stofnun myndlistarsjóðs fyrir þrem- ur árum var þess vegna skynsamleg og hagkvæm aðgerð. Stefnt var að því að efla hann smátt og smátt með auknum fjárveitingum og auka þannig þjóðhags- legt gildi myndlistarstarfs til muna. Það er því áhyggjuefni að í stað þess að styrkja sjóðinn hefur Alþingi skert fjárveitingar til hans verulega. Á síð- asta ári drógust fjárveitingar saman úr 45 milljónum í 25 milljónir. Nú er lagt til að leggja einungis 15 milljónir til sjóðsins. Í stað þess að bæta hóflegu fé í sjóðinn, og efla þannig efnahags- legt gildi myndlistar, er grafið undan starfinu. Þannig verður myndlistin, því miður, áfram vannýtt auðlind. Myndlist – vannýtt auðlind - Til sölu - Toyota Landcruiser 150 GX 7 manna bíll - Nýskráður 10/2011 - Ekinn 71000 Aukahlutir, krókur, filmur, húddhlýf og gluggavindhlýfar Verð 7.990.000 uppl síma 864 7272 F riðarsúlan í Viðey verður tendruð næstkomandi fimmtudag á fæðingardegi bítilsins og friðarsinnans Johns Lennon. Friðarsúlan var eins og flestir muna reist í Viðey árið 2007 og er í raun útilistaverk unnið af Yoko Ono til minningar um eiginmann hennar heitinn. Súlan er tákn fyrir baráttu hjónanna fyrir heimsfriði og lýsir upp kvöldhimininn frá 9. október, fæðingardegi Lennon, ár hvert til og með 8. desember en þann dag var Lennon myrtur árið 1980. Að auki er Friðarsúlan tendruð nokkra aðra valda daga, á gamlárs- kvöld, í kringum vetrarsólstöður og á sérstökum hátíðardögum. Þá var hún tendruð sérstaklega í ágúst síðastliðnum til að minnast fórnarlamba átakanna á Gasa. „Ljós er það sem heimurinn þarfnast. Við búum öll í skugga ótta og ringulreiðar í hinum mengaða heimi. Þetta ljós á Íslandi verður aldrei slökkt, það er eilífðargeislinn sem við sendum út til heimsins og geimsins til að gefa von og sannfæringu um að draumar okkar geti ræst,“ sagði Yoko Ono þegar ákveðið var að reisa súluna. Friðarsúlan kostar Reykjavíkurborg um sex milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í svari menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörns- dóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í borgar- ráði. Sveinbjörg lagði fram fyrirspurnina í kjölfar þess að hún gagnrýndi að Jón Gnarr tæki á móti sex milljóna króna styrk úr friðarsjóði Yoko Ono. Hún taldi það skjóta skökku við að fyrr- verandi borgarstjóri skuli þiggja styrk úr friðarsjóði Ono í ljósi þess að Reykjavíkurborg greiði fyrir rekstur súlunnar. „Ég hefði allavega ekki tekið við þessum styrk,“ sagði Sveinbjörg við fréttastofu RÚV. Reyndar tekur Jón Gnarr ekki persónulega á móti styrknum, eins og síðar hefur komið fram, heldur velur hann gott málefni sem friðarsjóðurinn styrkir síðan um þessa fjárhæð. Meðal fyrri styrkþega má nefna tónlistarkonuna Lady Gaga sem styrkti sam- tök sem berjast gegn einelti. Friðarsúlan hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt af kenni- leitum Reykjavíkurborgar. Hún leggur sitt af mörkum við að gera Reykjavík að einni af höfuðborgum friðar, mannréttinda og gleði sem er góður boðskapur og sérstaða sem við ættum að vera stolt af. En framlag og boðskapur Jóns Gnarrs í þá veru er eitt af því sem mun gera borgarstjóratíð hans ódauðlega. Í því samhengi verður sex milljóna árlegur kostaður að teljast harla léttvægur. Það er hlutverk minnihlutans í borgarstjórn að veita meirihlut- anum nauðsynlegt aðhald, sérstaklega varðandi meðferð útsvars borgarbúa. Að því leyti eru spurningar borgarfulltrúans sjálf- sagðar. Að auki hefur minnihlutanum í borgarstjórn undanfarið, hvaða flokkar sem hann skipa, verið legið á hálsi fyrir að standa sig ekki í stjórnarandstöðu. Það er fínt til þess að vita að einhver ætlar að vera á vaktinni í andstöðunni næstu misseri. Engu að síður vaknar upp mikilvæg spurning. Á hvaða vegferð er viðkomandi borgarfulltrúi? Þetta er annað málið sem hann setur á oddinn – áður hlaut hann verðskuldaða gagnrýni fyrir fordóma gegn múslimum og andstöðu við byggingu mosku hér á landi. Nú kemur hann sér í fjölmiðla fyrir að gera friðarsúlu og friðarstyrkveitingar til góðra málefna hennar tortryggilegar. Hvað kemur eiginlega næst? Sex milljóna árlegur kostnaður er léttvægur: Boðskapur friðar MENNING Hlynur Helgason lektor í listfræði við Háskóla Íslands og formaður List- fræðafélags Íslands ➜ Myndlist sem er sýnileg hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðamennsku, sem skilar þjóðar- búinu hvað mestum tekjum. Rödd samviskunnar Hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar eru sannarlega löngu liðnir. Fylgið á meðal kjósenda mælist 38,5 prósent, samkvæmt mælingu Capacent. Það er um þremur prósentum minna en í síðustu könnun. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, spyr hvort til of mikils sé mælst að fjármála- ráðherra skili lyklunum að ráðuneyti sínu. Og ungir sjálfstæðismenn, sem jafnan eru kallaðir rödd samvisku Sjálfstæðisflokksins, skora á flokksforystuna í ályktun að slíta samstarfinu við Framsóknarflokkinn. Svo er bara að sjá hvort forystan heyrir röddina. Ríkisvernduð einokun Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gerir alvarlegar at- hugasemdir við ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins um að leggja 370 milljóna króna sekt á Mjólkursamsöluna. Sektin var lögð á vegna þess að MS seldi sam- keppnisaðila hrámjólk á 17 prósenta hærra verði en aðilum sem eru tengdir MS. Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist. Orð skulu standa Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur útvarps- þáttarins Sprengisandur á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að ekki hefði verið staðið við gefin fyrirheit um umsamin laun. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á að fá vilyrðið skriflegt, sagðist vera vanur að starfa í umhverfi þar sem sögð orð standa. Hann fundaði með þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og taldi sig full- vissan um að launin tækju ekki þeim breytingum sem síðar varð. Þegar Már var skipaður seðlabankastjóri til ársins 2019 hafði hann á orði að til greina kæmi að hætta áður en skipunartíminn væri allur. Hann sagðist ekki vera að leita sér að öðru starfi, til þess hefði hann ekki nokkurn tíma. jonhakon@frettabladid.is sme@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.