Fréttablaðið - 06.10.2014, Síða 18
FÓLK|HEIMILI
Við fluttum úr 150 fermetra húsnæði í rétt um 40 fermetra. Undanfarið hef ég því verið að græja og gera fínt hjá okkur,“ segir Sara Hlín Hilmars-
dóttir lífsstílsbloggari þegar hún er spurð út í nýjustu
framkvæmdirnar á heimilinu.
Meðal annars fékk svefnherbergi fjölskyldunnar
andlitslyftingu. „Strákurinn okkar sefur núna inni hjá
okkur og mig langaði til að gera hornið hans meira fyrir
hann en tengja það samt svefnherberginu. Ég bjó því til
nafnið hans úr stafaborða sem ég fékk frá Omdesign og
hengdi yfir rúmið óróa eftir Fanneyju Svansdóttur, með
svartri, hvítri og gulri flugvél. Svo horfði ég á þennan
stóra hvíta vegg sem er við bæði höfðagaflinn okkar og
hans og velti fyrir mér hvað ég ætti að gera. Við erum
í leiguhúsnæði svo það má ekki mikið bora í veggi og
eins fannst mér ekki heillandi að eiga á hættu að eitt-
hvað gæti dottið yfir okkur ef það kæmi jarðskjálfti. Ég
hafði séð skemmtilega vegglímmiða, krossa, á erlend-
um bloggum og rakst svo á þá hjá Form límmiðar. Ég
plataði karlinn minn í að setja þá upp og er ótrúlega
ánægð með útkomuna. Hann bölvaði mér nú svolítið
þegar hann hófst handa og þurfti að mæla allt út. En
þó kom okkur á óvart hvað þetta var fljótlegt. Svona
límmiðar eru frábærlega sniðugir til að skreyta leigu-
húsnæði.“
Sara segist vera frekar mínimalísk þegar hún er beð-
in að lýsa stílnum á heimilinu. Hún sé hrifin af klass-
ískum hlutum og fer varlega í litaval.
„Ég vil hafa alla veggi hvíta og nota frekar litla auka-
hluti til að poppa upp. Ég er hrifin af svörtu og hvítu en
þá er auðvelt að leika sér að því að bæta einhverju við
sem er í tísku. Til dæmis passar koparliturinn sem er
mikið núna vel við svart og hvítt. Það er nauðsynlegt
að breyta alltaf aðeins til. Þá er svo gaman að koma
heim.“
Sara Hlín hefur bloggað um innanhússhönnun, tísku
og lífsstíl á www.fagurkerar.is síðasta ár auk þess að
stunda stílistanám í fjarnámi við London College of
Style. „Ég lýk náminu um áramótin og svo taka vonandi
spennandi tímar við,“ segir Sara.
SVART OG HVÍTT
HEIMILI Sara Hlín Hilmarsdóttir lífsstílsbloggari er að koma sér fyrir á nýju
heimili á Selfossi. Hún segir vegglímmiða sniðuga leið til að hressa upp á
leiguhúsnæði þar sem síður má bora í veggi.
LÍFSTÍLSBLOGG-
ARI Sara Hlín
Hilmarsdóttir
bloggar á Fagur-
kerar.is og stundar
stílistanám í fjar-
námi við London
College of Style.
SMART Sara Hlín
segir nauðsynlegt
að breyta reglulega
til og raða hlut-
unum upp á nýtt.
Þá sé svo gaman
að koma heim.
VEGGSKREYTING
„Við erum í leigu-
húsnæði svo það
má ekki mikið bora í
veggi og eins fannst
mér ekki heillandi
að eiga á hættu að
eitthvað gæti dottið
yfir okkur ef það
kæmi jarðskjálfti.“
Svartir vegglím-
miðar urðu fyrir val-
inu sem auðvelt er
að taka niður aftur.
MYNDIR/SARA HLÍN
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
10-70%
afsláttur
af völdum vörum
Barskápar
Glerskápar
Skenkar
Speglar
Sófaborð
Bókahillur
Púðar
Sófasett
Tungusófar
Hornsófar
Stakir sófar
Borðstofuborð
Sjónvarpsskápar
Fjarstýringavasar
LOKADAGUR
ÚTSÖLUNNAR
ÍSLENSKIR SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM
SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
Verð áður 428.900 kr.
99.900 kr.
Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic TV2
Þú sparar 40.000 kr.
19.900 kr.
Verð áður 28.000 kr.
19.900 kr.
*Verð á dýnu
Verð með botn 99.000 kr.
69.900 kr.
Dýnustærð 193x200 Þú sparar 144.900 kr.
77.000 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm