Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 6
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu hátt hlutfall fjármagns, sem varið er til heilbrigðiskerfi sins, fer í beinar forvarnir? 2. Hver er markatala íslenska liðsins í A-riðli undankeppni EM 2016? 3. Hvað bíða margir eftir því að kom- ast í meðferð á Vogi? SVÖR:1. Eitt prósent 2. 8-0 3. 300 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hitablásarar Rafmagnshita- blásari 2Kw 1 fasa 6.990 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.990 Rafmagnshita- blásari 5Kw 3 fasa 12.990 Rafmagnshita- blásari 2Kw 2.190 Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa 29.990 15 metra rafmagnssnúra 3.190 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ SAMFÉLAGSMÁL „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyð- inga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O’Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einars- son frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Franc- is Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfars- breytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju ein- asta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plast- spjöldum sem skreytt eru mynd- um af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafund- inn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaða- maður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðv- um fóstureyðingar“. Biðja fyrir fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hópur fólks kemur saman í hverri viku og biður fyrir fóstrum sem er eytt og viðhorfsbreytingu til fóstur- eyðinga. Hópurinn nálgast konur sem leita á spítalann ekki að fyrra bragði en vill breiða út boðskapinn. Félagsráðgjafi á Kvennadeild segir ekkert ónæði stafa af fólkinu. BÆNAHÓPUR Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O’Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Land- spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það mætir alltaf einhver hing- að til að biðja, sama hvernig veðr- ið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeg- inu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tím- anum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þræla- hald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskap- inn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum vel- komið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. hannarut@365.is SAMGÖNGUR Nýr Baldur kom til landsins síðastliðna nótt og mun leysa gömlu Breiðafjarðarferjuna með sama nafni af hólmi á næst- unni. Skipið er stærra en gamla ferjan og tekur 280 farþega og 55 einkabíla í ferð. „Þetta hefur ekki gengið þrauta- laust en núna er skipið loksins komið heim. Nú verða smávægileg- ar breytingar gerðar en hann verð- ur tilbúinn til siglinga á Breiðafirði eftir viku til tíu daga,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi, en upp- haflega átti skipið að hefja sigling- ar í byrjun september. Unnið er að því að búa skipið vörukrana til að þjóna Flatey og einnig verða gerðar breytingar á geymum skipsins fyrir ferskvatnsflutninga til Flateyjar. Nýja ferjan, sem er norsk smíði og hét Vågan, var sjósett árið 1979, en endurbyggð árið 1989. Andstætt fyrirrennara sínum eru öll ökutæki flutt undir dekki og varin fyrir sjó- roki. Þörfin fyrir nýja ferju segir Pétur að hafi ekki síst verið vegna breyt- inga á innanlandsflutningum, en bílar í gámaflutningum hentuðu gamla skipinu illa. Ekjubrýr í áætlunarhöfnum í Stykkishólmi og Brjánslæk eru byggðar eftir norskum stöðlum og smellpassar því nýja ferjan við brýrnar. Skipið er lítið minna en Herjólfur og getur því auðveldlega leyst Vest- mannaeyjaferjuna af þegar þess gerist þörf. - shá Stærri Breiðafjarðarferja hefur rými fyrir 280 manns og 55 einkabíla: Nýr Baldur kominn til landsins BALDUR Skipið er 68 metra langt og 12 metrar á breidd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENGUN Ísafjarðarbær á enn eftir að semja við þá tvo bændur sem urðu fyrir mestu tjóni vegna díox- ínmengunar frá sorpbrennslustöð- inni Funa í Engidal. Bændunum var gert að slátra öllu búfé sínu í apríl árið 2011. Ísafjarðarbær bauð bændunum fyrr á þessu ári samtals um þrjá- tíu milljónir. Samningaviðræð- ur standa enn yfir. Leysist málið ekki á næstu vikum eru líkur á því að málinu verði skotið fyrir dóm- stóla að sögn Björns Jóhannesson- ar, lögfræðings bændanna. Steingrímur Ólafsson í Efri- Engidal varð fyrir mestu tjóni og honum var því boðinn stærsti hluti fjárins. Honum var gert að skera allan sinn búpening, tuttugu nautgripi og áttatíu kindur. Kristjáni Ólafssyni var svo gert að slátra 210 kindum. Kristján telur hæpið að niðurstaða fáist í málið án þess að leita til dómstóla. Hann er ekki sáttur við framkomu bæjar- ins í málinu enda séu þrjú og hálft ár síðan búfénu var slátrað. „Bær- inn hefur ekki viljað hjálpa okkur að koma upp bústofni á ný,“ segir Kristján og þar að auki hafi fast- eignagjöld hans verið send til inn- heimtufyrirtækja. Gísli Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðar, segir að tilboð bæjarins sé gert með þeim fyrir- vara að fleira hafi valdið bænd- unum tjóni en mengunin frá Funa. „Það er ákvörðun Matvælastofnun- ar að láta slátra gripunum, án þess að hafa til þess nægjanleg gögn eða rökstuðning,“ segir Gísli. Hann vill ekki útiloka að Ísafjarðarbær sæki þær bætur sem bændunum verði greiddar til Matvælastofnunar. Ísafjarðarbær komst í haust að samkomulagi við þriðja bóndann, Karl Bjarnason, sem varð fyrir minnstu tjóni en hann þurfti að slátra sjö kálfum. - ih Lögfræðingur bændanna sem urðu fyrir tjóni segir líkur á að málið fari fyrir dómstóla náist ekki samningar: Enn ósamið um bætur vegna díoxínmengunar GÍSLI HALLDÓR HALLDÓRSSON UTANRÍKISMÁL Samkomulag hefur tekist um hvernig þrjár reglu- gerðir um evrópskar eftirlits- stofnanir á fjármálamarkaði verða innleiddar. Gengið var frá samkomulaginu á fundi fjármálaráðherra EFTA- ríkjanna og ESB í Lúxemborg í gær. Samkomulagið byggist á tveggja stoða kerfi EES-samn- ingsins. Felur það í sér að allar bindandi ákvarðanir gagnvart EES/EFTA-ríkjunum þremur, verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA og að hægt verði að bera þær undir EFTA-dómstólinn. - jme Nýjar reglugerðir innleiddar: Fjármálaráð- herrar semja LÖGREGLUMÁL „Ég á erfitt með að fara yfir þessa atburðarás þar sem ég er bundinn trúnaði gagn- vart skjólstæðingi okkar,“ segir Þórarinn Viðar Hjaltason, for- stöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla. Starfsmaður Stuðla var stunginn með hnífi í fyrradag. Það var ungur skjólstæðingur heimilisins sem stakk manninn. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er málið á borði rann- sóknardeildar en starfsmaðurinn er ekki alvarlega slasaður. - sáp Starfsmaðurinn ekki í hættu: Árásin á Stuðl- um til lögreglu EYRARBAKKI Vilja bæta ásýndina Eftir yfirferð og skoðun á umgengni á Eyrarbakka ætlar Hverfisráð Eyrarbakka innan Árborgar að óska eftir því að utan- aðkomandi aðili verði fenginn til að gera úttekt á ásýnd þorpsins og því sem betur mætti fara í almennri umgengni þar. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.