Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 30
 | 10 15. október 2014 | miðvikudagur Á undanförnum vikum hefur Við- skiptaráð Íslands deilt við BSRB um þróun í fjölda opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Þær deil- ur hófust í kjölfar fundar Viðskipta- ráðs um ríkisfjármál þar sem fram kom að opinberum störfum hefði fjölgað hraðar en störfum á almennum vinnumarkaði á undanförnum árum. Sú þróun er varhugaverð af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi eru opinber störf fjármögnuð í gegnum skattkerfið og því mikilvægt að fjöldi þeirra hald- ist í hendur við þróun starfa í einka- geiranum. Að öðrum kosti er fjár- mögnun þeirra ekki sjálfbær. Í öðru lagi dregur mikill fjöldi starfsmanna úr getu hins opinbera til að bjóða samkeppnishæf launakjör. Afleiðing- in verður minni framleiðni og aukin starfsmannavelta. Í stað þess að taka þátt í umræðu um lausnir á þessum vanda kaus BSRB að fara í hártoganir um hvort fjölgunin hafi átt sér stað hjá ríki eða sveitarfélögum og á hvaða ára- bili fjölgunin átti sér stað. Þetta skýtur skökku við, enda hlýtur það að vera meginmarkmið samtakanna að tryggja samkeppnishæf starfs- kjör félagsmanna sinna en ekki fjölgun opinberra starfa. Þannig er hausnum stungið í sandinn frem- ur en að ræða breytingar sem geta snúið þessari þróun við. Aðgengi og áreiðanleika gagna er ábótavant Upplýsingar og gagnsæi knýja fram breytingar. Gott dæmi um þetta er virkni fjármálamarkaða. Fyrirtæki keppa um fjármagn og gefa út ítar- legar upplýsingar um rekstur sinn svo fjárfestar geti tekið ákvarðanir um mögulegar fjárfestingar. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir munu fáir vilja fjárfesta í viðkomandi félagi. Þetta upplýsingaað- hald hvetur fyrir- tækin enn fremur til að taka til í rekstri sínum og gera hann samkeppnishæfan við önnur félög. Hið opinbera þarf ekki að keppa um fjármagn og því eiga sömu sam- keppnislögmál ekki við í rekstri þess. Rekstrarumbætur eiga sér því ekki stað nema ein- staklingar beiti sér fyrir því. Virk miðlun áreiðan- legra gagna gegnir þar lykilhlutverki. Deilur Viðskipta- ráðs og BSRB eru birtingarmynd þess vanda sem fylgir skorti á upp- lýsingamiðlun. Fullnægjandi gögn um fjölda opinberra starfa eru ekki aðgengileg og því hefur umræðan snúist um áreiðanleika gagnanna í stað þeirra umbóta sem ráð- ast mætti í. Afleiðing þessa er að umræðu um aukna hagkvæmni í opinberum rekstri hefur verið drep- ið á dreif. Eitt dæmi af mörgum Þetta er fjarri því að vera eina dæmið um skort á fullnægjandi gögnum fyrir upplýsta umræðu. Á fundi Við- skiptaráðs og Samtaka atvinnulífs- ins í síðustu viku sagði menntamála- ráðherra að sér liði eins og hann væri að stýra farþegaþotu með afar fáum mælum. Gögn um íslenska skólakerf- ið séu svo fátækleg að það standi breytingum fyrir þrifum. Þá hefur umræða um landbúnaðar- mál liðið fyrir sama gagnaskort. Í báðum tilfellum er um að ræða málaflokka þar sem tækifæri til umbóta eru veruleg. Viðnám við breytingum er undantekningarlítið til staðar þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Ef þær upplýsingar sem skipta máli fyrir ákvarðanatöku liggja fyrir er hins vegar hægt að beina umræðunni í markviss- ari farveg. Í öllum ofangreind- um dæmum er hægt að fram- kvæma breytingar sem koma sér betur fyrir alla hagsmuna- aðila innan kerfisins en núver- andi fyrirkomulag. Til að svo megi verða þarf að gera sömu aðilum kleift að sjá skóginn fyrir trjánum. Án breytinga ríkir stöðnun Það er hluti af mannlegu eðli að vera illa við breytingar. Á sama tíma eru breytingar grunnforsenda efnahags- legra og samfélagslegra framfara. Með þetta í huga er opin og málefna- leg umræða um þau tækifæri sem við höfum til að gera betur einn helsti drifkraftur bættra lífskjara. Til að virkja slíka umræðu þarf bæði áreið- anlegar upplýsingar og lausnamiðuð viðhorf. Hvort tveggja skortir í dag. Þessu þarf að breyta nema svo ólík- lega vilji til að sátt ríki um stöðnun. Þ að var í nógu að snúast hjá starfsmönnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta miðvikudag. Þeir þurftu þá að bregð- ast við tveimur fréttatilkynningum Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) og birta úrskurð um umdeilda ákvörðun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði tekið átta mánuðum áður. Ef við byrjum á úrskurðinum þá tengdist hann stjórn- sýslukæru sem lögð var fram vegna ákvörðunar Heil- brigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á þorrabjór sem var bruggaður úr mjöli sem er ekki ætlað til mann- eldis og inniheldur innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Bjórinn var aldrei bann- aður enda tók Sigurður Ingi fram fyrir hendurnar á eftirlitinu með þeim rökstuðningi að lagagrund- völlur ákvörðunarinnar væri óljós. Átta mánuðum eftir að bjór- inn seldist upp kynnti ráðuneyt- ið úrskurð sinn um að ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hefði verið rétt. Fréttatilkynningin um þessa atvinnuskapandi ákvörðun ráð- herrans var enn glóðvolg þegar ráðuneytið sendi frá sér aðra frétt um að ESA teldi íslenska löggjöf um innflutning á fersku kjöti, sem er ætlað til manneldis, brjóta í bága við EES-samninginn. Niður- staða ESA er sú að íslensk lög- gjöf feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir sem ekki sé hægt að réttlæta með þeim rökum að þær séu nauðsyn- legar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Þegar þarna var komið grunaði fáa að ráðuneytið ætti enn eftir að greina frá annarri fréttatilkynn- ingu ESA um að íslensk stjórnvöld hefðu veitt ólögmæta ríkisaðstoð við gerð fimm fjárfestingarsamninga. Niðurstaða ESA í því máli er sú að samningarnir, sem gerð- ir voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, hefðu verið handónýtir enda engan veginn fallið að reglum EES-samningsins um veit- ingu ríkisaðstoðar. Fyrirtæki sem í góðri trú sömdu við ríkið um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þurfa því að endurgreiða tugi milljóna króna. Á dögum sem þessum vakna ýmsar spurningar. Hvernig getur ráðherra farið gegn ákvörðun eftirlitsstofnunar og leyft sölu á matvælum sem inni- halda þarmamjöl sem er ekki ætlað til manneldis? Af hverju búa íslensk innflutningsfyrirtæki og neytendur ekki við sama umhverfi og aðrir innan Evrópska efnahagssvæðisins? Hvern- ig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Er það ekki fullmikið þegar kynna þarf þrjá áfell- isdóma vegna misgáfulegra ákvarðana íslenskra stjórnmálamanna á einum og sama deginum? Ýmsar spurningar vöknuðu á miðvikudaginn fyrir viku: Allt þetta á einum degi? Viðnám við breytingum er undan- tekningar- lítið til staðar þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Markaðshornið Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Hvernig geta stjórnvöld unnið í nokkur ár að gerð samninga án þess að athuga fyrst hvort þeir séu löglegir? Við lifum í heimi sem breytist hratt dag frá degi. Fyrir ekkert svo óskaplega mörgum árum var góð menntun, með góðri gráðu og nokkrum vel völdum bókstöfum fyrir aftan nafnið þitt það sem gaf þér farmiða á fyrsta klassa inn í hinn fullkomna starfsvettvang. Ef þú hafðir ofan á prófgráðuna skrifleg meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum þá var lífið draumur. En nú er öldin önnur. Með tilkomu gífurlegrar fjölgunar á vel mennt- uðu fólki hér á landi, opnun atvinnumark- aða úti í heimi, sem og óendanlegra möguleika á verkefnum og störfum sem eiga sér stað í gegnum internetið svo og hins gífurlega hraða sem einkennir hið daglega líf, dugar einfaldlega ekki lengur að veifa prófgráðum og nokkrum meðmælum til að fá draumastarfið í hendurnar. Já, jafn- vel þótt þú eigir fimm háskólagráð- ur, eins og vinur okkar Bjarnfreðar- son sagði svo eftirminnilega. Hver er þinn X-faktor? Já, til að ná athygli fólks á þér, þinni sérþekkingu og hæfileikum þarftu að sýna og segja á örstuttan og hnit- miðaðan máta hver þú ert, hvað það er sem gefur þér sérstöðu á mark- aði, ég kalla þetta þinn X-FAKTOR. Þú þarft í raun að geta sett saman, helst í einni setningu hvað það er sem fær þig til að hendast fram úr rúminu á morgnana, smella þér í gírinn og takast á við verk- efni dagsins af gleði og ástríðu. Ég segi ástríðu því að það eru engin ný sannindi að til þess að ná árangri í lífi og starfi þarftu hreinlega að elska vinnuna þína. Þú veist þetta alveg upp á tíu. Ég er að tala um þig. Þú þarft „bara“ að segja hver þú ert, hvað gerir þig sérstaka/n og hvers vegna það skiptir þig máli að fá að gera það sem þú elskar að gera. Hvernig finnur þú þinn X-faktor? En er það einfalt að þekkja og geta komið sínum X-faktor á framfæri? Nei, það er hreinlega allt annað en einfalt fyrir langflest okkar að vita hvað það er sem gerir okkur ein- stök. Ein einfaldasta leiðin er að leggja vel við hlustir. Gefðu þér tíma til að HLUSTA vel á það sem aðrir segja við þig. Hugsaðu um þau verkefni sem þú færð oftast upp í hendurnar? Hvað einkennir þessi verkefni? Hvað er það sem aðrir sjá við að þú gætir komið með lausn- ina? Athyglisverðar leiðir til að upp- götva þinn X-faktor. Farðu í gegn- um 360° viðhorfsmat og fáðu inn- sýn í hvað samferðafólkið þitt sér við þig, „brandið“ þitt, styrkleika og hæfileika. 360° viðhorfsmatið er nafnlaus könnun sem gefur þér kristaltæra sýn á þínum X-faktor. Taktu próf á netinu, til dæmis The Vitality Test, Wealth Dynamics eða DISC.com og fáðu dýpri innsýn í þinn náttúrulega X-faktor. Leyfðu þér að vera ÞÚ. Hver er sérstaða þín á markaði? Rúna Magnúsdóttir, alþjóðlegur stjórnandi, markþjálfi og fyrirlesari Hin hliðin Hausnum stungið í gagnasand FRAMKVÆMDIR AÐ HEFJAST Fyrsta skóflustungan að nýju 93 herbergja hóteli við Þórunnartún 4 var tekin í gær. Hótelið, sem er reist af Hótelbyggingum ehf., verður þriggja stjörnu og alls 3.000 fermetrar að stærð. Magnús Einarsson, framkvæmdastjóri Hótelbygginga, segir heildarkostnað verkefnisins um 1.200 milljónir króna og að það hafi verið í undirbúningi í tæpt ár. Félagið sé í viðræðum við erlendar hótelkeðjur um mögulegt samstarf og að tilkynnt verði um þá samninga síðar. Skoðun Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs FR ÉT TA BL AÐ IÐ /E RN IR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.