Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 46
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
fashion-hugtakið, sem snýst um
að gera vöruna persónulega, ekki
fjöldaframleidda.“
En hvers vegna skiptir litaval-
ið á fötunum þau máli? „Við vilj-
um ekki kyngreina börnin með
litum. Það virðist vera inngróið í
samfélagið að stelpur eigi að vera
í bleiku og strákarnir í bláu, sem
gerir það að verkum að framboðið
af öðru er lítið,“ segir hún.
Þau stefna að því að opna net-
verslunina á næstunni en byrja
með sölu í gegnum Facebook-
síðuna Eydalaliljaclothing. „Við
ætlum að byrja rólega og hafa fá
eintök af hverju. Við stefnum að
því að vera með pop up-verslun
líka svo ég hvet alla til þess að
fylgjast með á Facebook-síðunni
okkar,“ segir Guðrún.
adda@frettabladid.is
Þetta er á „The
Strip“ í Las Vegas, á
besta stað í borginni.
Eldar Ástþórsson.
Sex hundruð gestir munu sækja
ráðstefnuna EVE-Vegas sem verður
haldin á hótelinu Planet Hollywood
í borginni Las Vegas um helgina.
Hún er haldin fyrir spilara tölvu-
leiksins EVE Online í Bandaríkj-
unum og kostar miðinn um 24 þús-
und krónur.
„Þetta er að einhverju leyti svip-
að konsept og Fanfestið í Reykja-
vík,“ segir Eldar Ástþórsson hjá
tölvuleikjafyrirtækinu CCP. „Þetta
er ráðstefna en svo tengist skemmt-
anahald þessu líka. Það er auðvelt
að fljúga til Las Vegas frá eiginlega
allri Ameríku og þetta eru spilarar
ánægðir með. Þeir geta hist í raun-
heimum og rætt ýmis mál varðandi
leikinn,“ segir hann. „Síðan erum
við með fyrirlestra þar sem við
erum að tala um nýjustu viðburði
í þróun leiksins, hvað er að gerast
í efnahagskerfinu og annað slíkt.“
Eldar segir staðsetningu ráð-
stefnunnar vera mjög góða. „Þetta
er á „The Strip“ í Las Vegas, á besta
stað í borginni.“ Ráðstefnan hefur
áður verið haldin í Vegas en þetta
verður í fyrsta sinn sem CCP held-
ur utan um hana. „Spilararnir sjálf-
ir tóku upp á því að halda þetta á
sínum tíma en síðustu ár höfum við
hjálpað til. Síðan ákváðum við að
taka við viðburðinum og það hefur
gefið mjög góða raun. Hann hefur
stækkað um helming.“ - fb
600 manns sækja EVE-ráðstefnu í Las Vegas
Fyrirtækið CCP stendur fyrir viðburði á hótelinu Planet Hollywood um helgina fyrir spilara EVE Online.
ELDAR ÁSTÞÓRSSON EVE-ráðstefnan
er haldin fyrir spilara tölvuleiksins EVE
Online í Bandaríkjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Presley og Spicey Tuna á Lemon.
Gassi Ólafsson ljósmyndari.
BESTI SKYNDIBITINN
Guðrúnu Töru Sveinsdóttur
fatahönnuði og myndlistarkonu
fannst vanta úrval af lífrænum
barnafötum á viðráðanlegu verði
hér heima, svo hún ákvað að taka
málin í sínar hendur.
Hún og maður hennar, Gísli
Hrafn Magnússon, hafa ákveð-
ið að flytja inn barnafatamerkið
PurerBaby. Hún segist sjálf ekki
hafa viljað vita kynið á sínu barni
og þegar hún leitaði að lífrænum
fötum í hlutlausum lit var úrvalið
ekki mikið.
„Við skoðuðum mikið barna-
föt á netinu, því okkur langaði að
fá lífræn föt fyrir son okkar. Við
uppgötvuðum svo merkið Purer-
Baby og leist rosalega vel á það og
ákváðum að slá til og hefja lítinn
innflutning og opna netbúð,“ segir
Guðrún.
Hún segist hafa kynnst nýrri
hlið á fataiðnaðinum þegar hún
fór í starfsnám erlendis og það
hafi vakið hana til umhugsunar
um hvernig föt hún kaupi á sig
og barnið sitt. „Við völdum þetta
merki því við vildum geta boðið
upp á lífræn barnaföt á viðráðan-
legu verði. Bómullin í fötunum er
ólituð og hefur ekki komist í snert-
ingu við eiturefni og þeir sem
vinna við að sauma þau fá sóma-
samlega greitt fyrir vinnu sína.
Merkið er með GOTS-gæðastimp-
il, sem er alþjóðleg lífræn og fair-
trade gæðavottun,“ segir Guðrún.
Ásamt því að bjóða upp á vörur
frá PurerBaby er Guðrún að
prjóna sokka og smekki úr líf-
rænni bómull sem er lituð með
náttúrulegum litarefnum. „Ég
lærði hjá Jet Korine í Gloriu að lita
með náttúrulegum efnum og stefni
á að nota þá þekkingu í mína hönn-
un. Þetta tengi ég mikið við Slow
Selja lífræn barnaföt
í hlutlausum litum
Hjónin Guðrún Tara Sveinsdóttir og Gísli Hrafn Magnússon opna netverslunina
Eydalalilju, sem býður upp á ókynbundin barnaföt úr lífrænum efnum.
PUREBABY Guðrún ásamt syni sínum Úlfi Elía Fálka Gíslasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Teitur Magnússon, söngvari og gít-
arleikari hljómsveitarinnar Ojba
Rasta, leggur nú lokahönd á fyrstu
plötuna sína, Tuttugu og sjö.
„Platan öll fór af stað á 27. ald-
ursári mínu,“ segir Teitur. „Þetta
var ekki beint eitthvað sem ég
var búinn að plana heldur er hún
kannski ákveðin sönnun á því að
maður eigi bara að fylgja flæðinu.“
Teitur gaf út lagið Nenni í fyrra-
dag en það var lagið sem lét bolt-
ann byrja að rúlla. „Skarphéðinn
Bergþóruson frændi minn, grúsk-
ari og skáld, benti mér á rúmlega
100 ára gamalt ljóð eftir Benedikt
Gröndal, sem birtist held ég aldrei
neins staðar opinberlega á sínum
tíma. Skarphéðinn hvatti mig til að
semja lag við þetta gleymda ljóð.
Síðan fóru lögin bara að flæða.“
Þess má geta að Skarphéðinn benti
Teiti einnig á ljóðin sem urðu síðar
textinn í laginu Hreppstjórinn,
með Ojba Rasta.
Textarnir á plötunni voru
samdir af Teiti og Skarphéðni
en Bretinn Mike Lindsay, einn-
ig þekktur sem Cheek Mount-
ain Thief, tók plötuna upp áður en
hann flutti af landi brott.
Að sögn Teits eru lögin á plöt-
unni fjölbreytt. „Það er verið að
styðjast við íslenska texta og dæg-
urlagahefð en einhverjum ferskum
andblæ er bætt við. Til dæmis fékk
ég Samúel Jón Samúelsson til að
spila á brasilíska hljóðfærið cuica
í einu lagi og Arnljót Sigurðsson
úr Ojba Rasta til að spila á hið
arabíska saz í öðru. Í Nenni fékk
ég Björgvin Gíslason til að spila á
sítar og Mike Lindsay til að spila
á taisho goto, japanskt þjóðlaga-
hljóðfæri. Þetta er suðupottur með
áhrifum frá ýmsum stöðum.“
- þij
Suðupottur af heims tónlist
og íslenskri dægur lagahefð
Teitur Magnússon úr hljómsveitinni vinsælu Ojba
Rasta leggur lokahönd á fyrstu sólóplötuna.
MAÐUR Á AÐ FYLGJA FLÆÐINU Teitur samdi textana á plötunni með Skarphéðni
Bergþórusyni skáldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það skiptir okkur
máli vegna þess að
við viljum ekki
kyngreina börnin
með litum.
Vinnan við
plötuna fór af
stað á 27. aldursári Teits.
27