Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 2
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Jón Þór, eruð þið búin að fá ykkur fullsödd af frumvarpinu? „Já, við þingmenn erum fullsaddir, enda er hráefniskostnaðurinn sem við greiðum í okkar mötuneyti yfir 550 krónur á mann.“ Forsendur í fjárlagafrumvarpi næsta árs varð- andi upphæð sem kostar að brauðfæða hvern einstakling eru gagnrýndar af alþingismönnum. Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. SKIPULAGSMÁL Eykt hf. hefur fengið samþykki skipulagsfulltrú- ans í Reykjavík fyrir áformum um tólf hæða fjölbýlishús á horni Þórunnartúns og Bríetartúns við Höfðatorg. Áætlað er að framkvæmdir hefj- ist næsta haust og að þeim ljúki síðla árs 2016 að því er kemur fram á heimasíðu Eyktar. Áttatíu íbúðir verða í húsinu. Á jarðhæð þess á að vera þjónustustarfsemi og bílakjallari þar undir. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að bygg- ingin samræmist deiliskiplagi, meðal annars hvað varðar nýtingu og hæðir húsa. - gar Nýtt háhýsi við Höfðatorg: Eykt byggir 80 íbúða blokk DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur komist að þeirri nið- urstöðu að Vodafone og Hringdu. net eigi að loka fyrir aðgang við- skiptavina sinna að vefsíðunum Deildu.net og Piratebay. Á vefsíð- unum hefur verið hægt að hala niður ókeypis efni í trássi við höf- undarréttarlög. Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) höfðaði málið. Sýslumanninum í Reykjavík er nú gert að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki veiti viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum. Fyrir ári síðan fór STEF fram á við Sýslumanninn í Reykjavík að leggja sambærilegt lögbann á fjar- skiptafyrirtæki en því var hafnað. STEF hefur einnig lagt fram lögbannskröfu gegn öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækj- um líkt og TAL, 365 og Símanum og eru þau mál í ferli. Lögmaður STEF telur málið fordæmisgefandi og megi því búast við sömu niður- stöðu varðandi önnur fjarskipta- fyrirtæki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- flokksformaður Pírata, segir að ákvörðun héraðsdóms muni lík- lega ekki draga úr ólöglegu niður- hali. „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipað- an tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætli að hafa opið internet meðfram höfundarrétti?“ - ih Þingflokksformaður Pírata telur ólíklegt að lögbann muni draga úr ólöglegu niðurhali vegna hjáleiða: Héraðsdómur fyrirskipar lokun Deildu.net PÍRATI Helgi Hrafn efast um að lög- bann skili tilætluðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Lestur dagblaða dróst saman á þriðja ársfjórð- ungi milli áranna 2013 og 2014. Lestur á Fréttablaðinu dregst minnst saman eða um eitt pró- sent í aldursflokknum 18-49 ára. Í sama aldursflokki dregst lestur Morgunblaðsins, DV og Fréttatímans saman um á milli sjö og níu prósent. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins með 52,7 pró- sent lestur á landsvísu saman- borið við 20,7 prósent lestur Morgunblaðsins og 31,7 prósent lestur á Fréttatímanum í fyrr- greindum flokki lesenda. - ih Dagblaðalestur dregst saman: Fréttablaðið heldur velli SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskipa til sér- staks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppn- islögum. Kastljósið greindi frá þessu í gær. Samkvæmt kærunni hafa fyrirtækin skipt á milli sín viðskiptum við fyrirtæki og heilu lands- hlutana. Í kærunni er minnst á kvartanir fyrir- tækja vegna þess að þau hafi fengið samhljóða tilboð hjá Eimskipum og Samskipum. Einnig eru tiltekin dæmi úr innanhúsgögnum frá fyrirtækj- unum þar sem áhersla er lögð á að hækka verð en ekki lækka og láta þar að auki ákveðin fyrirtæki og landsvæði eiga sig. Meðal hinna kærðu eru Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskipa, Ásbjörn Gíslason, fyrrverandi forstjóri Samskipa, og Pálmar Óli Magnússon, núverandi framkvæmdastjóri Samskipa. Fyrirtækin ásamt dótturfyrirtækjum flytja inn um áttatíu til níutíu prósent af neytendavörum á Íslandi auk þess að sinna um sjötíu prósentum af landflutningum á Íslandi. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Samskip- um, Eimskipum og dótturfyrirtækjum þeirra í september árið 2013 og í júní á þessu ári við rann- sókn málsins. Fyrirtækin sæta einnig rannsókn samkeppnis- yfirvalda í Hollandi. -ih Eimskip og Samskip eru sögð hafa skipt á milli sín flutningum á sjó og landi: Kærð fyrir samkeppnislagabrot HÚSLEIT Samkeppniseftirlitið gerði húsleit í húsnæði Sam- skipa í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SETFÁN SPURNING DAGSINS 20% afsláttur Gildir í október Lyfjaauglýsing FANGELSISMÁL Kvennafangelsinu í Kópavogi verður væntanlega lokað næsta sumar en áætlað er að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu ára- mót. Þar verður sérstök kvenna- deild. Þá verður í nokkra mánuði ekkert eiginlegt kvennafang- elsi. „Það er niðurskurðarkrafa á okkur í ár eins og fyrri ár og við erum að velta því fyrir okkur hvernig við eigum að takast á við það. Einn möguleikinn er að loka fangelsinu í Kópavogi fyrr,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri. Áætlað er að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu áramót og getur því skapast sú staða að ekkert eigin- legt fangelsi fyrir konur verði um nokkurra mánaða skeið. Páll segir það ekki koma að sök þar sem kvenfangar séu nú í miklum minnihluta í fangelsinu. Einungis ein kona afplánar núna en sam- tals afplána nú þrír kvenfangar dóm í íslenskum fangelsum auk þess sem nokkrar eru á Vernd. Tvær afplána á Kvíabryggju. Páll segir það hafa gengið vel að hafa kven- og karlfanga saman og engin meiriháttar vandamál komið upp. „Það hefur gengið merkilega vel. Starfsfólk hefur tekið þessu með opnum huga og er mjög vakandi fyrir því að þetta sé flókið verkefni,“ segir hann. Lengi hefur verið ljóst að aðstaða fyrir kvenfanga á Íslandi er hvergi nærri nógu góð. Fangelsið í Kópavogi er talið óhentugt, sérstaklega konum sem afplána lengri dóma. Fang- elsið á Hólmsheiði verður með sérstaka kvennadeild þar sem kvenfangar eru aðskildir frá karlföngum. „Þar er sérstök deild fyrir konur sem afplána lengri dóma þar sem þær eru aðskildar frá öðrum föngum og aðbúnaður þeirra tekur mið af því að það sé hægt að afplána til lengri tíma. Aðstaða þeirra verður fullnægjandi og okkur til sóma. Þar verður ein átta manna deild rekin sérstaklega fyrir konur en ef þeim fjölgar þá verður fangelsið hannað þannig að það er hægt að taka aðra deild fyrir átta konur,“ segir Páll en hafa kvenfangar verið frá engum og upp í sextán. viktoria@frettabladid.is Kvenfangar í óvissu Fangelsinu í Kópavogi verður hugsanlega lokað fyrr en áætlað var vegna niðurskurð- ar. Þrjár konur afplána nú í íslenskum fangelsum, aðeins ein í Kvennafangelsinu. VERÐUR LOKAÐ Hugsanlega verður fangelsinu í Kópavogi lokað fyrr en áætlað var. FANGELSISMÁLASTJÓRI Páll Winkel segir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tilbúið um þarnæstu áramót. Núna eru þrjár konur að afplána dóma í íslenskum fangelsum. Ein afplánar í Kvennafangelsinu í Kópavogi en hinar tvær á Kvía- bryggju. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra er fjöldi kvenna í afplánun misjafn. „Það hefur farið frá því að vera engin og upp í sextán,“ segir hann. ➜ Þrjár í fangelsi SKIPULAGSMÁL Stefnt er að því að tæplega sjötíu íbúðir auk verslana og skrifstofuhúsnæðis verði byggðar á svokölluðum Frakkastígsreit, sem er á mótum Hverfisgötu, Frakkastígs og Laugavegs. Nú er unnið að því að rífa húsin á Hverfisgötu 58 til 62 en einnig stendur til að rífa Frakkastíg 8. Baldur Svavarsson arkitekt, sem vinn- ur að skipulagi reitsins, segir að áhersla verði lögð á að byggja litlar íbúðir. - ih Rífa á fjölda húsa við Hverfisgötu og Frakkastíg og byggja ný: Tæplega sjötíu íbúðir byggðar NIÐURRIF Hverfisgata 58 var rifin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.