Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 10
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Göngin lokuð! Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá því kl. 20 að kvöldi föstudags 17. október 2014 til kl. 6 að morgni mánudags 20. október 2014. NEYTENDAMÁL Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppn- iseftirlitið lagði á Mjólkursamsöl- una fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins hefur verið kærð til áfrýjun- arnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæsta- rétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Sam- keppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokanið- urstöðu, sem var á þá leið að ákvörð- unin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands vinn- ur fyrir sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Á fundi sem Félag atvinnurek- enda efndi til í gær sagði Ragn- heiður Elín Árnadóttir, sem er ráð- herra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einok- unarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðslu- þátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf sak- laus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lög- mönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að land- búnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem tekn- ar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upp- lýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoð- un þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún. jonhakon@frettabladid.is Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofn- un um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsöl- unnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. SAMKEPPNIS- MÁL RÆDD Félag atvinnu- rekenda boð- aði til fundar um samkeppn- ismál í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég held að við séum öll sammála um að einok- unarstaða, án tilefnis leiðir til tjóns og sóunar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. ALÞINGI „Að mínu mati er það ekki ásættanlegt að styrkjum skyldi úthlutað úr ríkissjóði eins og gert var og án auglýsinga, án þess að faglegt mat væri lagt á umsóknir og þess að jafnræðis væri gætt,“ sagði Brynhildur Péturs- dóttir, þingmaður Bjartr- ar framtíðar, í umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í gær. Brynhildur var að vísa til þess þegar forsætisráð- herra úthlutaði styrkjum að upphæð 205 milljónir króna til atvinnuskapandi minja- verndarverkefna árið 2013. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra sagði að stjórnarandstað- an virtist hafa valið dag- inn í gær til að endursýna gamalt efni. Hann sagðist vera margbúinn að svara fyrir úthlutun styrkjanna en gæti gert það aftur. Þetta hefði verið einskiptis aðgerð þar sem fjölmörg verkefni hefðu verið valin á grundvelli fyrirliggj- andi gagna eða umsókna sem lágu fyrir í forsætisráðuneytinu og fleiri stofnunum. „Það hefur verið áhersla mín í samræmi við stefnuyfirlýsinguna að efla starfsemi á sviði menning- ararfs og sömuleiðis að efla hina faglegu sjóði á því sviði,“ sagði Sig- mundur Davíð. - jme Forsætisráðherra segist búinn að svara fyrir úthlutun menningarstyrkja: Ekkert athugavert við úthlutun BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL Með því að lækka sjúkdómabyrði íslensku þjóðarinn- ar um aðeins einn af hundraði gæti ávinningur þess numið um 3,5 millj- örðum króna á ári, mælt í vergri þjóðarframleiðslu. Norðmenn hafa sett sér metnaðarfull markmið með heildstæðri forvarnastefnu sem þegar hefur tekið gildi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær þá er af þeim tæplega 70 millj- örðum sem varið er til heilbrigðis- kerfisins á Íslandi aðeins einu pró- senti varið til beinna forvarna utan heilsugæslunnar – sem er þrisvar sinnum lægra en meðaltal Evrópu- þjóða. Á sama tíma á stærsti hluti kostnaðar í heilbrigðiskerfinu rætur að rekja til afleiðinga langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Guðmundur Löve, framkvæmda- stjóri SÍBS, hefur vakið athygli á þessu í grein í nýjasta blaði sam- bandsins, en setur, eðli málsins samkvæmt, vissa fyrirvara fyrir þeim tölum sem hann nefnir. „Viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO), sem hún nefnir glötuð góð æviár, sýna hvað hvert prósentustig þýðir fyrir okkur Íslendinga. Það er vissulega gild spurning hvort við næðum árangri í þessa veru ef við myndum verja sömu upphæð til forvarna og lönd- in í kringum okkur, eða með því að þrefalda fjármagn til beinna for- varna,“ segir Guðmundur. Um helmingur þessa heilsufars- skaða sem WHO gerir að umtals- efni er á áhrifasvæði lífsstíls, og hann má mæla í tugum ef ekki hundruðum milljarða króna í tap- aðri landsframleiðslu. Spurður um hvað löndin í kringum okkur eru að gera varðandi forvarnir segir Guð- mundur hægt að líta til Norðmanna. Þar í landi var sett fram heildstæð stefna í ósmitnæmum sjúkdómum árið 2013; eða hjarta- og æðasjúk- dómum, sykursýki, langvinnum öndunarfærasjúkdómum og krabba- meinum. Dauðsföllum vegna þess- ara sjúkdóma ætla Norðmenn að fækka um 25% á næsta áratug hjá fólki undir 75 ára aldri. Heimfært upp á Ísland samsvarar það 130 mannslífum. „Það er vandfundin sú aðgerð til björgunar mannslífa þar sem svona tölur eru annars vegar,“ segir Guðmundur. - shá Lækki sjúkdómabyrði Íslendinga um einn af hundraði gæti það eitt sparað milljarða árlega: Minni sjúkdómabyrði sparar fljótt milljarða M er ur LÍFSSTÍLL Norðmenn ætla með heild- stæðri forvarnastefnu að mennta þjóð- ina í heilbrigði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFI Gosmengunin frá Holu- hrauni lagðist eins og hjúpur yfir Reykjavík í logninu í gær. Eftir hádegið var mistrið svo mikið að fjöllin voru hulin móðu. Hæstu gildi brennisteinsdíox- íns mældust í Norðlingaholti en mengunin var ekki svo mikil að hún ógnaði heilsu fullhrausts fólks. Hins vegar komst hún á það stig að geta valdið óþægindum hjá þeim sem eru með öndunarfæra- sjúkdóma. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar var það ekki einungis gosmengun sem olli mistrinu, því nokkuð mikið af svifryki mældist í andrúmsloftinu og brennisteins- vetnismengun frá Hellisheiðar- virkjun. Veðurstofan spáir fremur hægri austlægri átt í dag og þá þok- ast gosmengunin í vesturátt, yfir Skagafjörð og Húnaflóa að Breiða- firði. - jme Gosmengun frá Holuhrauni byrgir sýn í borginni: Meiri loftgæði í dag HULIN MÓÐU Mengunin í Reykjavík komst ekki á það stig í gær að hún ógnaði heilsu fullhrausts fólks en olli óþægindum hjá þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.