Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 16
15. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR
Stella frá Felli í Breiðdal,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
8. október síðastliðinn. Útför verður frá
Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn
18. október kl. 14.00.
Árni Einarsson
Guðleif Sigurjóna Einarsdóttir
Þórdís Sigríður Einarsdóttir
Þorleifur Ingi Einarsson
og fjölskyldur.Þökkum sýndan vinarhug vegna andláts
systur okkar og mágkonu,
SIGRÍÐAR JÓNASDÓTTUR
Dalalandi 12, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Múlabæjar
og Grundar.
Haraldur Jónasson
Marta María Jónasdóttir
Böðvar Jónasson Erna Aradóttir
og fjölskyldur.
Við þökkum auðsýnda samúð vegna
fráfalls ástkærar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
HREFNU LÁRUSDÓTTUR KVARAN.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar G. Kvaran
Anna Ragnhildur Kvaran
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR R. KARLSSON
Sólheimum 25, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
13. október. Útförin auglýst síðar.
Erna Þ. Guðmundsdóttir Gunnlaugur Guðjónsson
Steinunn Gunnlaugsdóttir Ragnar Lövdahl
Hjalti Gunnlaugsson
Gunnar Karl Gunnlaugsson
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
systir okkar, mágkona og trúsystir,
IIRIS GEELNARD
trúboði,
lést þann 10. október sl. á Kvennadeild
Landspítalans við Hringbraut. Útför fer fram
í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin í
ríkissal Votta Jehóva að Hraunbæ 113
í Reykjavík þann 22. október kl. 14.00.
Kjell H. Geelnard
Roope og Lill Engstrøm
Rolf N. Nordstrøm
Gulli Geelnard
Eylon og Harriet Nilzen
Hans Birgit og Ellkvist
og öll trúsystkini.
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi,
afi og langafi,
EINAR JÓNSSON
Nestúni 2, Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga
þann 11. október.
Útför hans fer fram frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 17. október kl. 15.00.
Jón Rúnar Einarsson Kristín Valborg Sævarsdóttir
Anna Einarsdóttir
Herdís Einarsdóttir Indriði Karlsson
Aðalheiður Sveina Einarsdóttir Jón Ingi Björgvinsson
Hlynur Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður,
faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
pípulagningameistari,
Víðigerði 12, Grindavík,
lést á deild 11-G á Landspítalanum við
Hringbraut mánudagskvöldið 6. október.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
18. október kl. 13.00.
Ingveldur Kristjana Eiðsdóttir
Eiður Ágúst Jónsson Birgitta Helga Sigurðardóttir
Guðmundur Stefán Jónsson
Guðrún Kristjana Jónsdóttir Adam Miroslaw Sworowski
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ALBERTSSON
Heggsstöðum, Kolbeinsstaðahreppi,
sem lést fimmtudaginn 9. október, verður
jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju
laugardaginn 18. október kl. 14. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Brákarhlíðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir, tengdadóttir, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, systir og mágkona,
GUÐBJÖRG ELSIE EINARSDÓTTIR
Brekkustíg 35c, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
laugardaginn 11. október 2014.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
þriðjudaginn 21. október kl. 12.00.
Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir Dagga Lis Kjærnested
Vilhjálmur Vagn Steinarsson María I. Vilborgardóttir
Sæmundur Örn Kjærnested Bylgja Pálsdóttir
Jón Oddur Sigurðsson
Gunnar Örn Arnarson Soffía Rún Skúladóttir
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra er
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát
og útför bróður okkar og frænda,
JÚLÍUSAR FRIÐRIKS
MAGNÚSSONAR.
Alúðarþakkir til Dvalarheimilisins Hlíðar og
sérstaklega til starfsfólks Grenihlíðar.
Systkin hins látna og fjölskyldur þeirra.
Kæru vinir og vandamenn. Innilegar þakkir
fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
DAGNÝJAR PÁLSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns,
2. hæð, E-gangi.
Elísabet Bjarnhéðinsdóttir Jörg Steinmann
Hallgerður Bjarnhéðinsdóttir Ingi Bogi Bogason
Dagný Bjarnhéðinsdóttir Bernt Roar Kaspersen
Karen Bjarnhéðinsdóttir Tómas Torfason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR HELGI KARLSSON
loftskeytamaður og fyrrv. símafulltrúi,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
laugardaginn 11. október. Útförin fer
fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
18. október kl. 14.00.
Magðalena Sigríður Hallsdóttir
Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir Ómar Einarsson
Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir Kristján Sigfús Sigmundsson
Karl Guðlaugsson Kristjana Sæberg Júlídóttir
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir Nils Gústavsson
afabörn og langafabörn.
MERKISATBURÐIR
1945 Pierre Laval, leiðtogi, Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi, er
tekinn af lífi fyrir landráð.
1955 Nóbelsverðlaunahafinn Willam Faulkner les úr óbirtri
skáldsögu sinni á samkomu í Háskóla Íslands.
1975 Fiskveiðilögsagan er færð út í 200 sjómílur. Deilum við
Breta lýkur með samningum sumarið 1976.
1979 Ríkisstjórn Benedikts Gröndal tekur við völdum og situr í
tæpa fjóra mánuði.
1998 Um sex þúsund Íslendingar halda dagbók á Degi dagbókarinnar.
2003 Kínverjar senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim.
„Mér líst mjög vel á framtíðina og er
þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði
FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðv-
um með eina bestu aðstöðu sem fyrir-
finnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Fimleikafélags
Hafnarfjarðar.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er
85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni
hefur félagið boðið öllum FH-ingum og
velunnurum félagsins í afmæliskaffi
milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli
í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigur-
sælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu,
handknattleik og frjálsum íþróttum.
Birgir segir alla starfsemi FH vera til
fyrirmyndar og að uppbygging Kapla-
krika sé liður í því að halda félaginu
enn í fremstu röð. „Við erum með bestu
skylmingadeild landsins, frjálsíþrótta-
deildin hefur verið í fremstu röð í ára-
tugi, mikill uppgangur hefur verið í
handboltanum síðustu ár eftir nokkur
mögur ár og flestir vita að knattspyrnu-
lið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í
karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja
mun hjálpa til við að halda okkur áfram
í fremstu röð,“ segir Birgir.
Uppbyggingin í Kaplakrika hefur
verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús,
yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knatt-
spyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa
risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er
á teikniborðinu að byggja tvö ný knatt-
spyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýt-
ast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt
aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir
þurft að glíma við plássleysi upp á síð-
kastið,“ segir Birgir.
Einn af forvígismönnum stofnunar
Fimleikafélagsins árið 1929 var Hall-
steinn Hinriksson, faðir Geirs Hall-
steinssonar sem gerði garðinn frægan
með handknattleiksliði FH á sínum tíma,
og afi Loga Geirssonar, sem var einn af
silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíu-
leikunum í Peking árið 2008.
sveinn@frettabladid.is
FH á 85 ára afmæli
Hafnfi rðingar fagna 85 ára afmæli Fimleikafélags Hafnarfj arðar sem var stofnað þennan
dag árið 1929. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og aðstaðan er hin glæsilegasta.
AFMÆLI Birgir Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri FH, segir alla starfsemina hjá félaginu
til fyrirmyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI