Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 28
 | 8 15. október 2014 | miðvikudagur „Ég er á harða hlaupum við að koma mér inn í alla þá hluti sem tengjast starfi nu enda fyrirtæk- ið með mörg stór verkefni í píp- unum,“ segir framleiðandinn Björn Þórir Sigurðsson, sem var í síðustu viku ráðinn til að hafa umsjón með innlendri fram- leiðslu RVK Studios. Björn, eða Bússi eins og hann er kallaður, hafði áður umsjón með framleiðslu Turner Broad- casting Systems á Latabæjarþátt- unum. Hann hefur lengi starfað við dagskrárgerð bæði fyrir sjón- varp og útvarp. „Hins vegar var mitt fyrsta starf fólgið í að skúra gólf og þrífa kaffi stofur í rörasteypu- verksmiðju sem var í Fífu- hvammi í Kópavogi. Ég var þá þrettán ára gamall og vann þar þangað til ég fór að vinna hjá Árna Samúelssyni í Sambíóun- um fjórum árum síðar. Þar fékk ég mitt uppeldi í viðskiptum og vinnu og dugnað og hörku í gjöf frá SAM-fjölskyldunni,“ segir Björn. Hann var ráðinn dagskrárgerð- armaður útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar árið 1989 og þaðan lá leiðin á Bylgjuna. Á þeim tíma stundaði hann einnig nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk síðan BA-gráðu í auglýsinga- hönnun frá American InterCont- inental University í Los Angeles árið 1994. „Þegar ég kom heim var enn ein kreppan þannig að ég endaði aftur í fjölmiðlunum. Þá hafði Árni Sam keypt FM957 og hann bað mig um að taka við stöðinni og byggja hana upp,“ segir Björn. „Síðan var ég fenginn til að taka við Popptíví þar sem ég not- aði viðskiptamódel sem byggði meðal annars á því sem ég gat fært úr útvarpinu yfir í sjón- varpið.“ Björn hefur einnig starfað sem dagskrárstjóri Stöðvar 2, sjón- varpsstjóri Skjás eins og yfi r- maður sölu- og markaðssviðs Morgunblaðsins. Hann er giftur Berglindi Viðarsdóttur, birtinga- fulltrúa hjá Pipar, og þau eiga tvær dætur. Spurður um áhugamál nefnir Björn aðallega vinnuna og hesta- mennsku. „Undanfarin ár hefur það verið vinnan. En ég er einnig í hesta- mennsku, datt út úr henni á ung- lingsárunum en er kominn aftur á fullt, og mér fi nnst gaman að keyra mótorhjól. Svo má nefna kvikmyndir og afþreyingu enda hefur maður unnið í þeim bransa frá því maður var unglingur,“ segir Björn að lokum. Bússi ólst upp í bíóinu hjá Árna Sam Björn Þórir Sigurðsson var nýverið fenginn til að hafa umsjón með innlendri framleiðslu RVK Studios. Hann hefur lengi starfað við dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Vinnan og hestamennska eru aðaláhugamálin. KOMIÐ VÍÐA VIÐ Björn hefur að auki setið í stjórn Eddu útgáfu og Smáís. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Björn Þóri eða Bússa, eins og hann er jafnan kallaður, hef ég þekkt í hátt í tvo áratugi. Fundum okkar bar saman hjá Íslenska útvarpsfélaginu hf., sem þá átti og rak bróðurpartinn af einkareknum ljós- vakamiðlum landsins. Strax þá urðu mér mannkostir hans ljósir. Bússi er ósérhlífinn og harðdug- legur, enda skólaður til á sjó. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann óaðfinnanlega. Í hans huga er ekki til sú hugsun að bíða með það til morguns sem gera má í dag. Slíkir menn eru ekki á hverju strái. Baltasar og félagar geta verið ánægðir með að hafa fengið Bússa í hópinn.“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður „Bússi er frábær vinur og heiðarlegasti maður sem ég þekki. Hann er kletturinn sem brýtur á í hafinu, hann stendur alltaf upp úr þar sem hann kemur. Hann hefur einstakt nef hvað varðar að sjá hæfileika í/hjá fólki, framkalla það besta/skemmti- legasta og veit upp á hár hvað fólk vill hverju sinni. Bússi er einstakur stjórnandi og hef ég lært ótrúlega margt af honum. Hann hefur þann einstaka hæfileika að spyrja réttu spurninganna á rétta augnablikinu. Hann gerir gríðarlegar kröfur til sjálfs sín og fer fram á 110% árangur hjá sjálfum sér í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri Rekkjunnar GERIR MIKLAR KRÖFUR SVIPMYND Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Hins vegar var mitt fyrsta starf fólgið í að skúra gólf og þrífa kaffistofur í röra- steypuverksmiðju sem var í Kópavogi. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 232,00 -11,5% 0,9% Fjarskipti (Vodafone) 33,55 23,1% 1,1% Hagar 45,00 17,2% 0,0% Icelandair Group 17,65 -3,0% -1,4% Marel 104,50 -21,4% -1,9% N1 18,80 -0,5% -3,1% Nýherji 5,85 60,3% 0,0% Reginn 14,90 -4,2% -2,3% Tryggingamiðstöðin* 23,80 -25,7% -1,2% Vátryggingafélag Íslands** 8,25 -23,5% 0,6% Össur 308,00 34,5% -2,4% HB Grandi 31,30 13,0% -0,2% Sjóvá 11,71 -13,3% -2,0% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.156,14 -8,2% -1,1% First North Iceland Century Aluminum 2.500,00 117,4% 0,0% Hampiðjan 20,00 50,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 60,3% frá áramótum EIMSKIP 0,9% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TM -25,7% frá áramótum N1 -3,1% í síðustu viku 3 8 3 Stjórn HB Granda hf. telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf Rann- veigar Rist fyrir HB Granda, þrátt fyrir framkomna ákæru á hendur henni. Í yfi rlýsingu sem stjórn HB Granda sendi frá sér í gær segir að Rannveig njóti fulls trausts stjórnarinnar. Meginregla íslensks réttarfars sé að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og það mat sé í höndum dómstóla. Því telur stjórn HB Granda hf. að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða og ítrekar að hún beri fullt traust til Rann- veigar. Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, hefur verið ákærð vegna sömu saka og bornar eru á Rannveigu. N1 hafði áður sent frá sér tilkynningu þar sem lýst var trausti í garð hennar. Eins og áður hefur verið greint frá sátu þær Rann- veig og Margrét í stjórn SPRON árið 2008, í aðdrag- anda þess að bankinn varð óstarfhæfur. Stjórn SPRON og framkvæmdastjóri hafa verið ákærð fyrir lán sem veitt var fjárfestingafélaginu Existu í lok september það ár. - jhh Rannveig Rist og Margrét Guðmundsdóttir sitja áfram í stjórnum HB Granda og N1: Gera ekki athugasemdir við stjórnarsetu sakborninga SITUR ÁFRAM Stjórn HB Granda telur ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við setu Rannveigar í stjórninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vegna niðurfellingar vörugjalds hafa öll helstu heimilistækin lækkað í verði um 17% og sjónvörp, hljómtæki og annað um 20%. Nú er lag að njóta lífsins! Við höfum náð samningum við okkar helstu birgja, sem gerir okkur mögulegt að afnema þessi gjöld nú þegar. Viðskiptavinir okkar þurfa því ekki að bíða eftir nýju ári til að gera hagstæð innkaup fyrir heimilið, heldur geta þeir nú komið í verslanir ORMSSON um allt land og fengið umtalsvert meira fyrir peninginn en áður. EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 ORMSSON.IS SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900 SAMSUNGSETRID.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.