Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 12
15. október 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlaga- frumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrir- mæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskól- ann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyj- um og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þess- ara skóla og sérstaklega þeir minni muni lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á lands- byggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru for- senda þess að fólk geti fengið framhalds- menntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heima- byggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni mennta- stofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kenn- ara í framhaldsskólum á landsbyggð- inni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opin- beru starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkis- ráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku nið- urlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslu- mannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigð- isstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heil- brigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnar- orð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnar- stefnu. Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? STJÓRNSÝSLA Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar F réttablaðið hefur sagt fréttir af launaskrifstofu ríkisins þar sem ekkert er vitað um fjarvistir starfsfólks, þessa stærsta launagreiðanda í landinu, og ekkert er vitað um hvort og þá hversu margt starfsfólk þarf til starfa á komandi tímum. Mikil þörf er á þessum upplýsingum, samt eru þær ekki tiltækar. Fréttablaðið hefur einnig sagt frá að einstaka læknar ávísa lyfjum til veikra einstaklinga langt umfram þörf, vegna veikinda. Nefnd hafa verið afar sorgleg tilefni þess vegna. Hjá landlækni er staðan ámóta og hjá launaskrifstofu ríkisins. Ekkert utanumhald er um málið. Hér er um dauðans alvöru að ræða. Á síðasta ári komu á borð emb- ættisins 314 mál sem sneru að misnotkun ávanabindandi lyfja, bæði er varða einstaklinga, sem grunur leikur á að misnoti lyf, og lækna, sem taldir eru ávísa slíkum lyfjum í of miklu magni. Sérstakt lyfjateymi er starfrækt innan embættisins sem Ólafur Einarsson líffræðingur heldur utan um. Ólafur sagði, í samtali við Fréttablaðið, að langan tíma taki að vinna úr hverju máli og oft sé erfitt að fá þær upplýsingar sem óskað sé eftir vegna tiltekinna mála. Og hvers vegna? Jú, embættið er fjársvelt og erfitt er að sinna öllum þeim fjölda mála sem þarf að sinna. Í helgarblaði Frétta- blaðsins var viðtal við Markús Kristjánsson, föður konu sem lést í maí á síðasta ári. Hún hafði strítt við meltingarsjúkdóm en það var ekki það sem dró hana til bana heldur misnotkun ávanabind- andi lyfja sem læknar höfðu ávísað á hana vegna sjúkdómsins. Á rúmlega hálfs árs fresti fékk hún ávísað frá sama lækni 2.200 töflum af Ketogan sem er sterkt morfínlyf. Læknirinn fékk áminningu frá landlækni en hefur enn leyfi til að gefa út lyfseðla og starfar sem læknir. Ólafur Einarsson hjá landlækni sagði að það vantaði fleiri til að starfa að eftirliti við lyfjagagnagrunn sem er nú til reynslu hjá embættinu. Allar lyfjaávísanir eru keyrðar út í gegnum lyfjagagnagrunn og farið er yfir þær. Einnig er fylgst með gagnagrunninum og læknar spurðir út í ef talið er að þeir ávísi of miklu af lyfjum. En samt er ekki hægt að hafa auga með, eða koma í veg fyrir, að ein- staka læknar ávísi banvænum skömmtum til fólks sem er veikt, oft af fíkn. Peningaleysi er kennt um. Vandinn er þekktur, en úrræðin ekki. Á sama tíma veit ekki nokkur maður hver þörf hins opinbera er hvað varðar starfsfólk á næstu árum. Að sama skapi veit ekki nokkur maður hve mikil frávik eru frá vinnu hjá hinu opinbera, til dæmis vegna veikinda. Enginn hefur tekið þetta saman og enginn veit eitt eða neitt um þessi mál. Sama er að segja um starfsmanna- veltuna. Gunnar Björnsson, sem er skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu og forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofunnar, segir allar upplýsingar til en ekkert hafi verið gert til að vinna úr þeim. „Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu og mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ sagði Gunnar í frétt í Fréttablaðinu. „Við höfum lengi ætlað að vinna þessar skilgreiningar en ekki komist til þess,“ sagði skrifstofustjórinn. Á meðan er allt á huldu um málið. En getur verið að það sé vegna þess að ekki sé eftir- spurn eftir upplýsingunum. „Það er stöðugt verið að biðja um upplýsingar um starfsmannamálin.“ Íslensk embætti eru ótrúlega óviss um eigin mál: Yppa bara öxlum Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Úr takti við tímann Lárus H. Bjarnason, rektor MH, greindi frá því í gær að Menntaskól- inn við Hamrahlíð hygðist hætta að starfrækja kvöldskóla. Ástæðan er minni aðsókn og ákvörðun stjórn- valda að hætta að veita framhalds- skólum fé til menntunar þeirra sem orðnir eru eldri en 25 ára. Sennileg- ast er þessi ákvörðun eðlileg. Hvati fólks til að stunda nám minnkar ef það þarf sjálft að standa straum af skólagjöldum. En þetta er þvert á það sem lögð hefur verið áhersla á undanfarin ár, aukna fullorðins- fræðslu og símenntun. Meira borðað í útlöndum Ríkisstarfsmaður á ferða- lagi innanlands fær tæp- lega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma má út frá dæmum sem fjármálaráðu- neytið birtir á vefsíðu sinni reikna með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Það er óljóst hvað skýrir nákvæmlega þennan mun. Sennileg- ast ekki hærra matarverð erlendis, en kannski að ráðuneytið geri ráð fyrir að menn borði meira þegar þeir eru að heiman en þegar þeir eru heima. Að verja réttan málstað Hugsanlega kann að vera að einhver efist um þá sem taka að sér að verja málstað fólks sem sakað er um samkeppnis- lagabrot. Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður er ein þeirra sem hafa tekið slíkar varnir að sér. Heiðrún hélt fyrirlestur í gær á fundi Félags atvinnurekenda um mats- kennd ákvæði samkeppnislaga og viðurlagaákvæði. Sjálf sagði hún á fyrirlestrinum að ef þetta hefði verið Kastljósviðtal en ekki fyrirlestur þá hefði verið drungaleg tónlist í bak- grunni og andlitið á henni blörrað. Það hljóti náttúrlega bara vont fólk að efast um ágæti samkeppnis- laga og framkvæmd þeirra. Hún bætti því síðar við að á lögmannsstofunni Lex hefðu menn reyndar líka tekið að sér að verja smærri fyrir- tæki í baráttu við þá stærri sem hafa markaðsráðandi stöðu. jonhakon@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.