Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.10.2014, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2014 | SKOÐUN | 13 Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisend- urskoðunar um starfs- mannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jón- ason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrr- verandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núver- andi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks staðið vörð um heilbrigðis- kerfið og hækkaði framlög til heil- brigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lög- reglumönnum var fjölgað. Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skugga- hliðum ríkisrekstrar; eineltisfor- stöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjór- ar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltis- forstjórar.“ Síðan rekur þingmað- ur dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verð- um að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vand- ans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markað- urinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtals- efni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmund- ur lýsir verði aldrei eftir- sóttur á almenna markaðn- um. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltis- stjórnendurnir njóta sér- stakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir. Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmanna- lögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttinda- mál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamn- ingsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhuga- vert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábend- ingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mann- auðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfir- lýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskóla- menntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð for- manns BHM. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósann- indi einkenna grein þessa valda- mikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lög- reglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjár- muni í þessa málaflokka við síð- ustu fjárlagagerð. Það þýðir ein- faldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lög- reglu. Á síðasta kjörtímabili fækk- aði störfum á almenna markaðin- um um nærri 9–16 þúsund. Opin- berum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðis- geiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil við- brögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýs- ingaglaða fólk á síðasta kjörtíma- bili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkis- fjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfs- manna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar. Það verður að breyta starfs- mannalögunum – seinni grein Ég hef áður vakið athygli á því að við svíkjum leik- skólabörn með rýrum kosti. Maturinn þeirra í leikskólanum, þrjár mál- tíðir ásamt ávöxtum og lýsi, kostar daglega minna en einn kaffibolli á kaffi- húsi. Þeir borgarfulltrú- ar sem ég hef rætt við um málið hlusta vel en virð- ast ekki hafa vald til að gera neitt. Ég hef reynt við bæði Gnarr og Dag, og vona enn að Dagur sjái hversu brýnt málið er því hann er bæði lækn- ir og jafnaðarmaður. Með því að bæta leikskólamatinn gætum við jafnað stöðu heimila; leikskólar geta gert betri innkaup en ein- staklingar. Heima gæti kvöld- maturinn verið með einfaldara sniði á virkum dögum. En þegar máltíðir leikskólans eru oftar og oftar brauðmeti, grautar, skyr og pastaréttir þurfa foreldrar frek- ar að huga að góðum próteingjöf- um í kvöldmatnum ásamt nægu grænmeti, jafnvel huga að því að börnin læri að tyggja. Misskiljið þetta ekki þannig, að leikskólar geti gert svo hagstæð innkaup að rúmlega 300 krónur pr. barn á dag dugi, en það er sú upphæð sem nú er lögð til. Matur barna þarf að vera fjölbreyttur og börn ættu að eiga rétt á vali eins og aðrir borg- arar. Foreldrar gætu greitt meira Foreldrar framselja til annarra þá ábyrgð að fara með hags- muni barna sinna. Í leikskólun- um tökum við að okkur að fæða börnin ásamt því að búa þeim menntandi uppeldisumhverfi. Að þjónusta börn vel í mat og drykk ætti að vera sjálfsagður hlutur á Íslandi. En ábyrgðin á næringu barnanna hlýtur að liggja hjá for- eldrum fyrst og fremst. Það ætti því að spyrja foreldra hvort þeir vilji greiða níu, jafnvel tíu þúsund á mánuði, í stað sjö þúsunda eins og nú er. Auðvitað yrði það fast gjald fyrir alla en ég trúi því að niðurstaðan yrði börnunum í hag. Ákvörðun um þetta ætti ekki að liggja í pólitískum kerfum því þar er ekki nægileg ábyrgð. Að öðlast uppeldi fyrir lífið Markmið leikskóla er að börnin öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Þegar við erum allt of feit og lífsstílssjúkdómar sliga heilbrigðiskerfið ættum við að leggja metnað í að kenna börnun- um okkar að borða vel og rétt. Það er þjóðþrifamál að kenna börnum að borða og miða mat þeirra við bestu þekkingu þar um. Það er auk þess mannréttindamál að fá vel að borða og í samræmi við það sem best gerist manna á meðal í samfélaginu. Slagorð dagsins gæti verið „sýndu mér diskinn þinn og ræðum svo jöfnuð“. Gegnsæi um gjöld Hvað kostar matur fyrir eitt barn/ fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóladag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. Víst er að við þurfum að áætla meira til matarkaupa í leikskólum eigi síðar en í fjár- hagsáætlun 2015. Eðlilegt væri að miða upphæðina við að hægt væri að mæta kröfum manneldis- ráðs um mataræði, að lágmarki. Að auki þarf svo að skoða sérstak- lega kostnað við mat leikskóla- starfsfólks og auka gegnsæi um það hvernig hann er fjármagn- aður. Ódýr matur fyrir leikskólabörn Allt frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins árið 1949 hefur Ísland verið aðildarríki. Aðildin ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin hefur því verið hornsteinn íslenskra örygg- is- og varnarmála í 65 ár. Samstarf við okkar nán- ustu bandalags- og vinaríki hefur gert það að verkum að uppbygging varnargetu landsins hefur ekki orðið Íslandi ofviða. Sem aðildarþjóð getum við ekki verið eingöngu í hlutverki þiggjandans heldur ber okkur að taka þátt í víðtæku sam- starfi sem fram fer á vettvangi bandalagsins og leggja okkar af mörkum með ýmsu móti. Á nýafstöðnum leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsins í Wales til- kynnti forsætisráðherra um fyrir- ætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku og framlög í þágu eigin varna og bandalagsins. Efld þátttaka Íslands verður á sviði borgaralegr- ar sérfræðiþekkingar á þeim sviðum sem okkur hugnast og farnast best. Aukið framlag verður m.a. nýtt til eflingar þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslu vegna loftrýmis- gæslu, sem einnig kemur til góða almennri björgunarþjón- ustu í landinu. Boðnir verða fram borg- aralegir sérfræðingar til starfa á vettvangi banda- lagsins þar sem það á við, til dæmis á sviði almanna- varna, jafnréttismála, sprengjuleitar, vefvarna, upplýsingamiðlunar og öryggis á hafi. Einnig verður lagt til fé í sjóði til styrktar uppbygg- ingu í Úkraínu og til fram- fylgdar ályktunar öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Þátttaka íslenskra starfsmanna í samstarfi af þessu tagi eykur þeim einnig þekkingu, innsýn og tengsl- anet sem aftur nýtist þegar heim er komið. Þjóðaröryggi Íslands verður ein- göngu tryggt með ábyrgum hætti með alþjóðasamstarfi við banda- lagsríki okkar. Þó að engar beinar ógnir steðji að landi og þjóð væri það mikil skammsýni og beinlínis óábyrgt að standa berskjölduð gagn- vart utanaðkomandi hættum. Því hefur frá upphafi ríkt þver- pólitísk samstaða um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þó ekki hafi aðildin verið óumdeild. Aukið framlag Íslands til Atlants- hafsbandalagsins UTANRÍKISMÁL Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins STJÓRNSÝSLA Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ➜ Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfi rlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. ➜ Hvað kostar matur fyrir eitt barn/fyrir einn fullorðinn? Hvað borða börn fátækra foreldra heima hjá sér í kvöldmat? Hvað borða börn þeirra sem eru efnameiri eftir sinn leikskóla- dag? Þetta mætti skoða með gegnsæi og jöfnuð í huga. SAMFÉLAG Fanný Heimisdóttir leikskólastjóri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.