Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 1
30. janúar 2014
4. tölublað 4. árgangur V I K U B L A Ð – N O R Ð U R L A N D
HAFNIR Á ÍSLANDI 471HRÍSEY
LÝSING HAFNAR: Bryggjukantar 272 m, mesta dýpi
við kant 5 m á 58 m kafla. Smábátahöfn. Ferjan
Sævar til Árskógssands og Sæfari til Grímseyjar
og Dalvíkur, sími 853-2211.
REKSTUR: Hafnasamlag Norðurlands, sjá Akureyri.
HAFNARVOG: Þjónustusími 861-8818, fax 466-3028.
Steinar Kjartansson hafnarvörður.
Hrísey – Hafnasamlag Norðurlands
Mats Wibe Lund 2009
LOKS BIRTIST SÓLIN! Jón Ingi Cæsarsson
Pizzur | Hamborgarar | Salöt | Tex Mex | Kjúklingaspjót
Pantaðu
með APPi Greifans
G r e i f i n n V e i t i n g a h ú s | G l e r á r g ö t u 2 0 | 6 0 0 A k u r e y r i | w w w . g r e i f i n n . i s
Sækja APP
Grunur u veðmál í eigin leik
Aðilar í knattspyrnuheiminum á Norð-
urlandi halda fram að sumir leikmanna
meistaraflokks Þórs hafi á erlendri vef-
síðu veðjað á úrslit í leik sem þeir tóku
sjálfir þátt í gegn Dalvík um miðjan síð-
asta mánuð á erlendri veðmálavefsíðu.
Með því að leggja undir á stóran sigur
hafi þeir tvöfaldað það fé sem þeir lögðu
undir. Einn heimildarmanna blaðsins er
leikmaður í innsta hring.
Enginn sem heldur þessu fram þor-
ir að koma fram undir nafni vegna af-
leiðinga birtingar slíkra upplýsinga en
blaðið telur sig hafa traustar heimildir
fyrir því að athæfi leikmannanna hafi átt
sér stað og sé slíkt litið alvarlegum aug-
um. Veðmál eru almennt bönnuð á Íslandi
og þykir sérlega slæmt ef leikmenn veðja
á viðureignir sem þeir hafa sjálfir um að
segja hvernig muni fara. Þór vann leikinn
gegn Dalvík 7-0 og undrast viðmælendur
að leikur sem þessi hafi verið skráður
og að hægt sé að leggja pening undir á
viðureign sem ekki sé formlegri og hafi
ekki meira vægi.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari meistara-
flokks Þórs, segir ekki staðfest að sumir
leikmanna meistaraflokks Þórs hafi gerst
sekir um lögbrot í leiknum gegn Dalvík
en segir málið í athugun. Hann telur
koma til greina að leikmenn meistara-
flokks liðsins skrifi undir samning um að
veðja aldrei á það sem þeir geti haft áhrif
á. Viðurlög við broti gætu numið sekt,
leikbanni eða jafnvel riftun samnings
eða banni. Sjá bls. 2.
Hádegistilboð
Ostborgari, franskar og gos á 1000 kr.
frá 11:30-14:00 alla virka daga.
Fjöldskyldutilboð: 4 ostborgarar, stór
skammtur af frönskum, 2 l. gos og 2
kokteilsósur á 3.790 kr.
3 ostborgarar, miðstærð af frönskum og
gos á aðeins 2900 kr.