Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2014 AÐSEND GREIN ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR Veljum konur í forystusætin Fjölmargar mætar konur bjóða sig nú fram til að taka sæti á framboðlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórn- arkosningar í vor. Öll hljótum við að vera sammála um að sá hópur sem valinn verður til forystu þarf að endurspegla samfé- lagið sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Konur eru helmingur þjóðar- innar. Það er því mikilvægt að þær komi að ákvörðunum og stefnumótun í sveitarstjórnum í forystusætum listanna eins og karlar. Konur búa einnig yfir gríðar- legri reynslu, þekkingu og menntun, sem samfélagið hefur einfaldlega ekki efni á að nýta ekki. Sóknarfæri með konum Við sjálfstæðisfólk höfum mikið rætt það undanfarið hvernig við getum eflt og styrkt flokkinn okkar, hvernig við náum til fleiri kjósenda og þannig tryggt að stefna Sjálfstæðisflokksins verði höfð að leiðarljósi við ákvarðanir í sveitarstjórnum. Stærsta sóknarfærið er að kjósa konur. Með því að fleiri konur verði í áhrifastöðum í stjórnmálum og forystusætum framboðslista eru meiri líkur á því að stefna Sjálfstæðisflokksins höfði til beggja kynja. Þannig sýnum við í verki breiddina í Sjálf- stæðisflokknum, sem er flokkur allra stétta, flokkur karla og kvenna. Þátttaka beggja kynja skilar betri árangri Nú er ég ekki að halda því fram að konur séu gáfaðri, sterkari, hugmyndaríkari eða ábyrgari en karlar – heldur að þær eru engu síðri. Því ætti ekki að vera nein ástæða til þess að kjósa þær ekki, heldur fagna fjölbreytninni og því að konur og karlar nálgast verkefnin á ólíkan hátt en þannig verði betri niðurstaða með þátt- töku beggja kynja. Að greiða atkvæði í prófkjöri er mikil ábyrgð, atkvæðið er yfirlýsing um það hverjum við treystum best til þess að leiða lista Sjálfstæð- isflokksins. Atkvæði okkar ræður úr- slitum um það hversu sigurstranglegur listi flokksinns verður í kosningunum í vor. Með því að raða í forystusæti – bæði körlum og konum – tryggjum við fjölbreytni, trúverðugleika og öflugan Sjálfstæðisflokk í sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fær Ríkissjónvarpið fyrir að sýna hinn stórmerka þátt, Aldamótabörn. Karl á Brekkunni hefur þessa skoðun og skrifar hana í pósti til blaðsins. Segir karlinn að allt efni frá BBC sé mikilvægt að sýna hér á landi. Stundum detti honum í hug að betur væri komið fyrir oss að þýða bara BBC og slökkva á innlendum stöðvum. LAST fær ökukennarinn sem ekur um á gamalli Mözdu og leggur bílnum sínum alltaf upp á gangstétt við tiltekna götu á Akureyri. Svo ritar kona í pósti til blaðsins. Segir konan að ökukennaranum þyki greinilega erfitt að keyra inn í götuna sína. Hann sé fína fyrimyndin! LOF fá Húsvíkingar og nærsveitungar í Framsýn fyrir að kolfella kjarasamning óhræddir við að standa uppi í hárinu á atvinnurekendum og láta ekki fara illa með sig. Svo mælir kona úr Þingeyjarsýslum sem hafi samband við blaðið. LOF fær Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, fyrir magnaðan húmor auk annars. Þetta segir vinur blaðsins sem rak nýverið augun í facebook færslu frá organistanum þar sem hann lýsti ótta sínum við heilsukvilla. Hann var búinn að verja tugum þúsunda í rannsóknir eftir að hann varð var við að eigið þvag hafði dökknað mjög svo minnti á rauðvín. Vinkona hans reddaði honum þó daginn áður en hann átti að fara í þvagblöðruskimun þegar hún uppgötvaði að Eyþór Ingi drakk rauðrófusafa á hverjum degi. „Ég hlakka til að afpanta tímann í þvagblöðruskimuninni í fyrramálið. Vegna þessarar reynslu get ég miðlað þessu til ykkar: Ef þið drekkið rauðrófusafa, ekki fara á taugum ef ykkur sýnist gott Shiraz vera í klósettskálinni,“ skrifar húmoríski kórstjórinn og organistinn Eyþór Ingi. LAST fær Hanna Birna fyrir hroka og djöfulgang í hinu svokallaða lekamáli. Svo mælir karl á Siglufirði. Hann segir ráðherrann verjast með offorsi sem bendi til að hún hafi ekki hreina samvisku. AKUREYRI VIKUBLAÐ 4. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND ÞÓREY VIL- HJÁLMSDÓTTIR ÞAU ERU MÖRG handtökin hjá starfsmönnum Akureyrarbæjar og eins gott að brosa bara í dagsins önn. Völundur Ljóta leikritið! Það hefur ekki verið neinn útvarpsstjóri fyrir Akur-eyringa síðustu ár. Eitt af flaggskipum stofnunar- innar, svæðisstöðin á Akureyri, var lögð af eftir hrun. Áður höfðu daglegar fréttir og stundum oft á dag birst í sjónvarpi að norðan. Innslög voru unnin um hitt og þetta, jafnvel heilu þættirnir. Landsfréttatímar í útvarpi voru fullir af norðlensku efni. Á Akureyri var búsettur dagskrárstjóri Rásar 2, einn umsjónarmanna Síðdegis- útvarpsins á Rás 2 var búsettur hér og keyrði þáttinn í beinni héðan. Dagurinn byrjaði á Rás 2 á morgunþætti héðan að norðan. Dagskrárgerðarmenn á Rás 1 störfuðu hér í fullum stöðum og voru menningarvakar. Ónefnt er svæðisútvarpið, vettvangur frétta og forvitnilegheita úr héraði, allt vestur frá Hrútafirði austur að Vopnafirði. Þetta var mikil útgerð en ekki varð maður var við annað en að Reykvíkingar kynnu vel að meta framleiðsl- una, ekki síður en flestum Íslendingum finnst Landinn í dag forvitnilegur, gildir einu hvaðan fjallað er um fólk. Fréttamenn búsettir á Akureyri fóru um allt Norðurland á þessum árum. Stundum fór útsending svæðisútvarpsins fram utan Akureyrar. Það var mikil dýnamík á starfstöð Rúvak á þessu tímabili og metnaðarfull stefna. Stofnunin var ekki bara gleðigjafi og menningarfarvegur heldur veitti hún líka heimaríkum ráðamönnum aðhald. Skaði Norðlendinga varð því mikill þegar svæðisútvörpin voru lögð af og í raun var það skref fáheyrð móðgun við alla og allt ef tekið er tillit til þess hve mikil fagreynsla hafði safnast upp á þessu svæði. Þess má til dæmis geta að heimilisvinir eins og Gestur Einar Jónasson leikari höfðu verið höfundar vinsælustu útvarpsþátta landsins. Einn góðan veðurdag kom svo sendinefnd að sunnan í heimsókn. Norðlensku starfsfólki var sagt upp og skrúfað fyrir svæðisútvarpið. Miklu starfi og menningarsögu var hent á haugana. Því var borið við að krafa um sparnað kallaði á slíkt andlegt og veraldlegt blóðbað fyrir Norð- lendinga en fjölmiðlastörfum fækkaði mjög á Akureyri í kjölfar niðurskurðarins. Forgangsröðun fjármuna og höfuðborgarmiðuð sýn yfirstjórnenda Ríkisútvarpsins þýddi mikið tjón ekki bara fyrir landsbyggðirnar heldur Ísland allt. Þróunin hefur smám saman færst út í það að fyrir utan einn starfsmann í erlendum fréttum sem starfar á Akur- eyri, sem er vel, hefur frekast legið fyrir akureyrskum starfsmönnum Rúv að búa til í innslög í Landann auk takmarkaðrar fréttavinnslu, enda fólkið fátt. En nú hefur tekið við nýr útvarpsstjóri hjá Ríkisútvarpinu. Hann er Akureyringum að góðu kunnur, fyrrum leik- hússtjóri Leikfélags Akureyrar. Magnús Geir Þórðarson gæti haft meiri skilning á skyldum almannaútvarps og þeim menningarlega fjölbreytileika sem því er ætlað að standa fyrir en sumir yfirmenn Ríkisútvarpsins fram til þessa. Norðlendingar bíða spenntir eftir verkum hins nýja stjóra. Norðlendingar bíða bjartsýnir og spenntir. Það er orðið tímabært að nýr útvarpsstjóri starfi fyrir Akureyri og Norðurland eins og aðrar byggðir landsins. Annað yrði ljóta leikritið! Björn Þorláksson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.