Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 10

Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 10
10 30. janúar 2014 Norðurorka hf. óskar að ráða verkefnastjóra á framkvæmdasvið Norðurorka hf. rekur rafveitu og fráveitu á Akureyri og hita- og vatnsveitu á Akureyri, Hrísey, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd. Þá rekur Norðurorka hf. hitaveitu á Ólafsfirði, Hörgársveit, Grenivík og í Fnjóskadal. Norðurorka hf. starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi ISO 9001. Meginhlutverk Norðurorku hf. er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni og rekstri dreifikerfis raforku og fráveitu. Starfið heyrir undir sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Framkvæmdasvið sinnir uppbyggingu, rekstri og viðhaldi veitukerfa, ásamt stýringu og vöktun. Norðurorka hf. tók við fráveitukerfi Akureyrar um áramótin og áætlar að byggja skólphreinsistöð á næstu árum. Auk almennra sérfræðivinnu á framkvæmdasviði verður meginverkefni nýs verkefnastjóra að hafa umsjón með fráveitukerfinu, skipulagi rekstrar, hönnun og uppbyggingu nýlagna, hönnun og endurnýjun í eldri hverfum og hönnun og uppbyggingu hreinsistöðvar. Við leggjum áherslu á öruggan og hagkvæman rekstur allra veitna sem jafnframt felur í sér þróun þeirra og tæknivæðingu. Við leitum að sérfræðingi sem er tilbúinn til að taka þátt í þessum verkefnum með sérstakri áherslu á þróun og uppbyggingu fráveitunnar. Umsjón með ráðningu hefur Guðrún Björg Harðardóttir (gbh@no.is). Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á netfangið gbh@no.is. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteinum. Norðurorka hf. www.no.is – sími 460-1300 Starfs- og ábyrgðarsvið: • Uppbygging, rekstur og viðhald veitukerfa með sérstakri áherslu á fráveitukerfi. • Skilgreining og innleiðing á verkferlum fráveitu. • Aðlögun fráveitu að vottuðu gæðakerfi Norðurorku hf. • Samskipti við hönnuði og ráðgjafa. • Önnur verkefni eftir ákvörðun yfirmanns. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði eða sam- bærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla í rekstri og/eða hönnun fráveitukerfa er æskileg. • Góð tölvukunnátta. • Færni í mannlegum samskiptum. • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST Akureyri - 14., 21. og 28. febrúar Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Akureyri við heyrnar- mælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum. Sérsmíðuð eða næstum ósýnileg bak við eyra. Margir verðflokkar. Bókaðu tíma í heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu Sími 568 6880 Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Segja áfengisráðgjafa hafa ónóga menntun Rótinni, félagi um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hafa borist svör Kristjáns Þórs Júlíus- sonar heilbrigðisráðherra og Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við bréfi sem Rótin sendi þeim á haustmánuðum með spurningum um fyrirkomulag menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Tilefni erindis- ins var að afla upplýsinga um stöðu mála og áform stjórnvalda um bætta menntun þeirra sem meðhöndla fólk með fíknivanda. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur m.a. fram að menntun ráð- gjafa fer ekki fram á ákveðnu skóla- stigi heldur á heilbrigðisstofnunum sem annast fíknimeðferð. Endur- skoðun á náminu er ekki hafin. Einnig kemur fram að námið heyri undir velferðarráðuneytið í sam- vinnu landlæknis, fagráðs landlækn- is og stofnana sem veita meðferð. Þá segir Rótin að velferðarráðuneytið hafi ekki í hyggju að beita sér fyrir því að menntun þessara heilbrigð- isstarfsmanna feli í sér fræðslu um ofbeldi og áföll og áhrif þess fíkni- sjúkdóma. „Engar kröfur eru gerðar til þeirra sem kenna ráðgjöfina aðrar en þær að námið sé í umsjón læknis. Þeir sem sjá um kennsluna þurfa ekki að hafa neina kennslufræðilega menntun. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð menntunar á þessu sviði. Af svarinu má ráða að málið er í ákveðnum ólestri, námið tilheyrir engu skólastigi og litlar sem engar kröfur eru gerðar til þeirra sem ann- ast kennslu ráðgjafanna. Umgjörð náms áfengis- og fíkniráðgjafa er því í skötulíki og yfirvöld þurfa að ráðast í úrbætur. Áfengis- og vímuefnafíkn er flók- ið og margþætt heilkenni þar sem saman fara sálræn, líkamleg og atferlisleg einkenni. Áfengistengd vandamál eru líka einn stærsti áhrifaþátturinn á heilsufarsvanda- mál í samtímanum. Með tilliti til þess vandasama hlutverks sem þessir starfsmenn hafa í lífi þeirra sem leita sér með- ferðar þarf að gera metnaðarfyllri kröfur. Háskóli Íslands býður upp á diplómanám í áfengis- og vímuefna- málum sem samanstendur af tveimur 10 eininga fagnámskeiðum og einu sérverkefni. Það er langt frá því að vera fullnægjandi,“ segir í yfirlýsingu frá Rótinni. „Víða í heiminum er meirihluti ráðgjafa með BA/BS-gráðu eða meiri menntun, þetta á við 71% með- ferðaraðila samkvæmt rannsókn sem gerð var í Norðvesturríkjum Banda- ríkjanna árið 2000. Á Íslandi er því hins vegar þannig farið að menntun ráðgjafa er ekki einu sinni hluti af hinu formlega skólakerfi og engin námskrá er til í faginu. Rótin telur því mikilvægt að lagaumhverfi og gæðaeftirlit með námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa verði skýrt og að námið verði sett undir ákveðið skólastig og heyri þar með undir menntamálaráðuneytið. Þá verði náminu sett námskrá og við- eigandi menntunarkröfur gerðar til þeirra sem annast kennslu ráðgjafa. Í ljósi þess að um 80% kvenna sem fara í meðferð hafa orðið fyr- ir ofbeldi telur Rótin einsýnt að sú alvarlega staðreynd verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun ráð- gjafanámsins og við námskrárgerð í faginu. Þá er tímabært að boðið sé upp á fullt nám í fíknifræðum við háskóla hér á landi með tilheyrandi rannsóknarstarfi í faginu,“ segja þær Guðrún Ebba Ólafsdóttir,Kristín Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir fyrir hönd Rótarinnar. Blaðið bar skoðanir Rótarinnar undir dagskrárstjóra SÁÁ á Akur- eyri án viðbragðs. a EFNILEGIR AKUREYRINGAR Tveir ungir Akureyringar voru valdir úr hópi 500 umsækjanda frá öllum Norðurlöndunum til að taka þátt í tveggja vikna verkefni á sviði lista sem fram fer um öll Norðurlönd næsta sumar. Þátttakendurnir frá Akureyri eru bæði valin í myndlistarhópinn og heita  Sandra Wanda Walankiewicz og Úlfur Logason. Um er að ræða myndlist, tónlist, leiklist, dans og sirkuslistir.  17 þáttak- endur voru valdir frá Íslandi og er því hlutur Akureyrar prýðilegur. Verkefnið er styrkt af Nordisk Kulturfond ( Menningarráði Norrænu ráðherranefndarinnar.) Tilgangurinn er að gefa efnilegum ungum listamönnum möguleika á að sinna listköpun og mynda tengslanet. Gjaldtaka hafin fyrir gönguskíðaiðkendur Akureyrarbær hefur ákveðið að frá og með næsta laugardegi verði tekið gjald fyrir notkun á göngu- skíðabrautinni í Hlíðarfjalli. Göngu- skíðabrautinni er mjög vel við haldið þegar snjór er í fjallinu. Hún er troð- in með fullkomnum snjótroðurum þegar þurfa þykir og er flóðlýst þegar dimma tekur. Guðmundur Karl Jónsson for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli segir að þessi ráðstöfun sé óhjá- kvæmileg í ljósi þess kostnaðar sem til fellur: „Það kostar um sex milljónir króna á ári að viðhalda göngu- skíðabrautinni og með þessu mjög svo hóflega gjaldi teljum við okkur geta náð inn fyrir um helmingnum af því. Það er ekki síður kostnað- arsamt að viðhalda gönguskíða- brautum en öðrum skíðabrautum og okkur er því varla stætt á því að innheimta gjald í skíðalyfturnar en ekki í gönguskíðabrautirnar sem þurfa einnig sitt viðhald, troðslu og lýsingu ásamt fleiru. Þessi breyting getur hitt einhverja óþægilega fyrir en rétt er að benda á að með þessu er þjónustan líka fest í sessi sem er mikilvægt. Fólk er einfaldlega að greiða fyrir góða þjónustu.“ Einn dagur í brautinni mun kosta 500 kr. og vetrarkort 10.000 kr. a Gífurlegt úrval af gönguskíðum pakkinn frá 49.900 (skíði, bingingar, skór og stafir) SKÍÐAÞJÓNUSTAN Fjölnisgötu 4b sími 462 1713

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.