Akureyri - 30.01.2014, Side 12
12 30. janúar 2014
AÐSEND GREIN ARNAR MÁR ARNGRÍMSSON SKRIFAR
Drög að uppsagnarbréfi
Þrjú listaverk sem ég hef velt fyrir
mér upp á síðkastið knúðu mig til að
skrifa þetta bréf um starf mitt sem
framhaldsskólakennari, þáttaröðin
Breaking Bad, ævisagan Fátækt fólk
eftir Tryggva Emilsson og hrollvekj-
an Þjóðarsátt eftir Stjórnvöld Á
Hverjum Tíma. Í Breaking Bad hlæja
nemendur upp í opið geðið á besta
efnafræðikennara í heimi þar sem
hann neyðist til að þvo bíla eftir
vinnu til að ná endum saman. Fátækt
fólk er saga af ójöfnuði og manni sem
smám saman verður ljóst að það er
vitlaust gefið. Ég á hvað erfiðast með
að horfa á Þjóðarsátt. Mörg atriðin
reyna bara um of á þolrifin: Atriðið
með sjálftökupakkinu sem sýslar
með peninga annarra og skammtar
sér ríflega. Atriðið á kaffihúsinu þar
sem að leiðarahöfundurinn, verka-
lýðsleiðtoginn, stjórnmálamaðurinn
og litlimaðurinn sitja við borð og láta
stöðugleikaverðbólgudraugstugguna
ganga kjafta á milli. Senan þar sem
ærulausa liðið úr bankahruninu
heldur partíinu áfram með fingur-
inn á lofti. Endirinn þar sem súmm-
að er inn á fólkið í skugganum sem
hreinsar upp eftir partíið og borgar
síðan brúsann.
Samfélag sem heldur úti metnað-
arfullum söfnum, glæsilegum sendi-
ráðum og menningarhúsum en tímir
ekki að borga stoðstéttum (kennarar,
heilbrigðisstéttin, löggæslumenn)
getur ekki horft framan í fyrrnefndar
stéttir og sagt að ekki séu til pen-
ingar. Það er upplýst ákvörðun að
búa svona um hnútana. Þannig eru
reglulega stofnaðir nýir og glæsilegir
skólar án þess að rekstur þeirra sem
fyrir eru hafi verið tryggður.
Ég gegni mikilvægasta starfi
í heimi. Þurfum við að ræða það
eitthvað? Er ekki augljóst að vel
menntaður maður sem hefur til-
einkað sér allt hið besta mun ekki
verða byrði á samfélaginu? Góður
kennari sem opnar augu nemenda
fyrir mikilvægi góðrar næringar og
hreyfingar er mun mikilvægari en
skurðlæknirinn sem minnkar maga
offitusjúklinga. Alltaf er þessu stillt
eins upp, læknar eru alltaf að bjarga
mannslífum. Kennarar eru bara að
kenna (þó aðallega í fríi). Það er síð-
an önnur saga hvort ÉG næ að sinna
þessu mikilvæga starfi almennilega.
Ég hef lagt mig allan fram en ég bý
við óþolandi hömlur sem koma í veg
fyrir að mér takist ætlunarverk mitt.
Ég er í þessu til að ná árangri. Fyrir
utan launin þá líkist starf mitt starfi
tannlæknis, eða það ætla ég að vona.
Við erum með háleit markmið um að
auka velferð einstaklingsins. Góð
tannheilsa og munnlegar framfarir
hljóta að vera grundvallarmarkmið
tannlæknisins. Það hlýtur því að
vera fúlt að fá nýtennt börn í stólinn
með allar skemmdar eða að þurfa að
sjá Ísland neðst í einhverjum alþjóð-
legum samanburði um tannheilsu.
Á sama hátt tek ég því persónulega
þegar ég sé illa saminn texta hjá
nemanda í fjórða bekk sem hefur
notið skólunar í 14 ár. Hverjar eru
þessar hömlur sem koma í veg fyrir
árangur?
1. Menningin. Afar kæruleysilegt
viðhorf margra nemenda til
námsins. Mikil atvinnuþátttaka
þessa aldurshóps. Skólinn mæt-
ir afgangi. Of margir koma illa
skólaðir úr grunnskóla.
2. Bekkjastærðir. Ég kenni afar
sjaldan hæfilega stórum bekkj-
um. 20 er fínt, 25 gengur, 28 og þú
getur gleymt því, nema þú búir í
Kína eða Norður-Kóreu þar sem
sauðirnir eru skildir frá vitleys-
ingunum í musteri agans.
3. Kennsluskylda. 100 prósent
kennsla merkir 24 kenndir tím-
ar á viku. Ég held ég hafi einu
sinni á kennsluferlinum kennt
24 tíma. Það var magnað. Mér
tókst að vinna vinnuna mína með
fullnægjandi hætti. Að jafnaði
kenni ég meira (til að fá 310.000
útborgað en ekki 284.000). Margir
framhaldsskólakennarar kenna
30 tíma til að lifa af en svíkja
sjálfa sig og nemendur um leið.
4. Skólaárið virðist skipulagt fyrir
eitthvað annað en kennslu. Þar er
gengið út frá sauðburði, göngum
og þjónustugeiranum. Nemendur
eru ódýrt vinnuafl.
5. Skammdegið. Vinnudagur og
vinnuvika nemenda og kennara
er of stíf yfir veturinn. Álagið er
aldrei meira en í nóvember og
desember – afleiðingin kvíði og
þunglyndi. Harðsvírustu náms-
menn hníga niður í svartasta
skammdeginu. Þetta er gjaldið
sem við greiðum fyrir langt sum-
arfrí.
6. Strákamenning. Það er snúið að
ná til drengja sem segjast aldrei
lesa bækur og eru stoltir af því.
7. Íslenskukunnátta. Stór hluti
nemenda getur ekki komið frá
sér einni óbrenglaðri setningu
á blað. Lesskilningur er víða í
molum, áunnir lestrarerfiðleikar
(sem stafa af æfingaleysinu einu
saman). Mun meiri tími fer í ver-
kefnayfirferð 2013 heldur en 1993.
8. Námsframboð. Einsleitt og margir
nemendur á rangri hillu. Það
vantar líka mun fleiri hillur til
að mæta fjölbreyttum hæfileikum
nemenda.
9. Almenningsálitið. Almenningur
virðist hafa lítinn skilning á starf-
inu og nemendur sem eru margir
illa haldnir af efnishyggju skilja
ekki að nokkur skuli leggjast svo
lágt að vilja vera kennari.
10. Launin. Á síðasta ári voru útborg-
uð mánaðarlaun mín að meðaltali
284.000. Finnst þér þetta sann-
gjörn laun? Ég er 41 árs með 5 ára
háskólanám að baki, ótal nám-
skeið og mikla starfsreynslu. Ég
myndi sætta mig við svona laun
fyrir átakaminna starf – en þetta
er harðsóttur peningur. Kennsla
er hasar – kennari er leikari, for-
eldri, sálfræðingur og KENNARI
og það kostar orku. Þú sem glímir
við dyntóttan 16 ára ungling á
heimilinu um tölvutíma og til-
tekt – finnst þér sanngjarnt að ég
fái 284.000 kr. á mánuði fyrir að
glíma við 27 þannig eintök?
Spjaldtölvur, fundir, kennsluvefir,
brilljant kennsluaðferðir, sjálfsmat,
skýrslur, flippuð kennsla, kennslu-
rými með tíu metra lofthæð, skjáv-
arpar. Orð fá ekki lýst hversu frá-
bært allt þetta er en við skulum ekki
gleyma því að kennarinn er maður-
inn, hann er ásamt foreldrunum og
þjálfaranum mikilvægasta persónan
í lífi barna og unglinga. Án hans ger-
ist ekkert. Reglulega dreymir suma
vota drauma um nám án kennara
þar sem vatnsgreiddur piltur með
svört aronpálmarsgleraugu vaknar
í bítið, opnar tölvuna og svalar ólg-
andi þekkingarþörf sinni fram eftir
degi. Hver þarf kennara? Þetta er
allt á netinu. Af hverju ætli íslenska
landsliðið í handbolta þurfi þjálfara?
Þeir gætu alveg raðað upp keilum
sjálfir, kosið í lið og greint leik and-
stæðingsins á videófundi.
Enginn hefur áhuga á verkfalli en
ég er til í slaginn. Fyrst sting ég þó
upp á fjöldafundi kennara af öllum
skólastigum. Ég mæli með því að
við mætum niður á Austurvöll og
Ráðhústorg með töflur og krítar og
látum ískra vel; sjáum hvað þeir þola
það lengi.
Þetta eru drög að uppsagnarbréfi.
Ég veit hvað kemur í veg fyrir að
ég klári það; það þarf þjóðarsátt
um að hækka laun kennara á öllum
skólastigum og gera starfið að því
eftirsóknarverðasta í samfélaginu.
Eins, ef staða Ríkissjóðs er þannig,
þá get ég sætt mig við að aðrir rík-
isstarfsmenn, t.d. Alþingismenn, taki
upp launataxta kennara, svona uppá
Þjóðarsáttina að gera.
Ég hef nóg til hnífs og skeiðar
og margir hafa það verr en ég. Ég
ætla hinsvegar ekki að sætta mig
þetta ástand; ég ætla ekki að vakna
upp á grafarbakkanum og verða það
ljóst að ég át skít hvern einasta dag
minnar kennaraævi meðan að mér
var hlegið.
Höfundur er kennari við MA
ég ætla ekki að vakna upp á grafarbakk-
anum og verða það ljóst að ég át skít
hvern einasta dag minnar kennaraævi
Mörg atriðin reyna bara um of
á þolrifin: Atriðið með sjálftöku-
pakkinu sem sýslar með peninga
annarra og skammtar sér ríflega.