Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 21
2130. janúar 2014 Grófin - Geðverndarmiðstöð Valdefling, þjálfun og samstaða á jafningjagrunni (millifyrirsagnir eru blaðsins) Geðverndarfélag Akureyrar og Grófin Geðverndarmiðstöð héldu fræðsludaga 17. 18. janúar sem voru öllum opnir. öllum. Mæting var góð og greinilegur áhugi á starfseminni. Grófin Geðverndarmiðstöð er nýtt úrræði fyrir fólk með geðraskanir. Grófin vinnur eft­ ir hugmyndarfræði valdeflingar og batamódels á jafningjagrunni. Batamódelið felur í sér að hægt er að ná bata af geðröskunum. Vald­ eflingin er verkfæri sem stuðlar að bata. Við vinnum með notendum, aðstandendum og þeim sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum hér norðan heiða. Við vitum af eigin reynslu og annarra að ákvörðun um að taka ábyrgð á eigin líðan, skiptir sköpum í að snúa sjúkdómsferli yfir í bataferli. Við nýtum okkur m.a. reynslu Hugarafls sem við höfum verið í samstarfi við undanfarin ár við mótun Grófarinnar. Hugarafl notar valdeflingamódelið og starf­ semi þeirra sýnir fram á mikinn ár­ angur og hafa þau fjölmörg dæmi um að einstaklingar ná bata og auka lífsgæði sín. STARF SEM GEFUR GÓÐA RAUN Grófin Geðverndarmiðstöð var formlega stofnuð 10. október sem er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur­ inn. Á þessum stutta tíma er starfið farið að gefa góða raun og fólk far­ ið að virkja sig í að hjálpa öðrum að takast á við eigin geðraskanir, meðal annars er komin hópastarf­ semi sem notendur sjá alfarið um og hefur virkað vel. Því tókum við næsta skref sem voru fræðsludagar 17.og 18. janúar. Er óhætt að segja að mikil vakning er í þessum málum hér norðan heiða og mættu um 100 manns til okkar þessa daga sem var meira en við áttum von á. Fengum við Auði Axelsdóttur forstöðumann Hugarafls og Þóreyju Guðmunds­ dóttur sem er einn af stofnendum Unghuga Hugarafls til að fræða okkur um þeirra starf sem hefur hjálpað mörgum að öðlast betra líf. MARGIR NÁ BATA Margir einstaklingar hafa náð bata af sínum geðröskunum. Einnig höfðu Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir og Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi framsögu á fræðsludögunum. Seinni dagurinn var meira tileinkaður að­ standendum og það var ekki að sök­ um að spyrja að aðstandendahópur var stofnaður eftir þennan dag og er strax byrjaður að hittast á þriðju­ dögum kl.17.30 til 19.00. Unghugarn­ ir eru einnig byrjaðir með sitt starf og fengu aukinn kraft með tilkomu Þóreyjar norður og fer fjölgandi í þeirra röðum. Fundirnir hjá Ung­ hugum Grófarinnar eru á miðviku­ dögum kl. 16.00 fyrir 18 ára og eldri og eru öllum opnir. Þegar talað er um forvarnir og fræðslu teljum við að þetta eitt það sterkasta vopn sem við getum notað til að upplýsa fólk um geðraskanir. MIKLIR FORDÓMAR Grófin er samfélagsverkefni. Með fræðslu og forvörnum er hægt að hjálpa mörgum til að taka skrefið m.a. til að ná bata! Forvarnir geta líka stuðlað að því að ungt fólk leiti ekki í fíkniefni og fari út af sporinu. For­ dómar eru enn miklir í samfélaginu og ekki síður hjá notendum þar sem fólk er matað af einhverri geðveikri ímynd sem er sýnd í fjölmiðlum en á ekkert skylt við raunveruleikann. Við erum ósköp venjulegt fólk sem á við geðraskanir að stríða og ekki hættulegri en hver annar eins og fólk heldur oft um geðveikt fólk því miður. Við mælum með að fólk skoði heimasíðu okkar og slái til og stigi skrefið í átt að bata. Notendur Gróf­ arinnar vonast til að þessi starfsemi eigi eftir að blómstra um ókomna tíð og hjálpa mörgum til að ná bata af sínum geðröskunum. Með samstilltu átaki er hægt að lyfta grettistaki og þarf ekki að kosta mikið til að auka lífsgæði okkar. Og vonumst við til að stjórn Akureyrarbæjar sjái hag sinn í því að taka þátt í að auka lífsgæði ungs fólks og fólks með geðraskanir með því að styðja þetta nýja úrræði. ÞAKKIR TIL NORÐURORKU Að endingu viljum við þakka Norður­ orku fyrir þann styrk sem þeir veittu okkur 10. janúar sl. sem gerði okkur kleift að halda fræðsludagana með kaupum á skjávarpa og tjaldi fyrir kennsluaðstöðu i Grófinni. Fyrir hönd Grófarinnar Eymundur Eymundsson Alma Axfjörð Leó Sigurðsson Grófin er í Hafnarstræti 95 á 4 hæð í göngugötunni. (fyrir ofan Þekkingu). Sími 462 3400. Opið frá kl. 13-16 alla virka daga. grofin.wordpress.com facebook.com/valdefling AÐSEND GREIN ÓLAFUR KJARTANSSON Sveitarfélag, til hvers? Upphafið Eftir því sem ég best veit er hreppurinn, og síðan arftaki þess sveitarfélagið, ein elsta skipulagða opinbera samfélagseining hér á landi. Þegar ég var að grufla upp eitthvað um tilganginn með því að setja svona nokkuð á fót fannst mér það merkilegast að þarna var meðal annars vettvangur fyrir skipulagða samhjálp. Að sjálf­ sögðu í takt við aðstæður og anda hvers tíma en samhjálp engu að síður. Hreppurinn bar sameigin­ lega ábyrgð á því að enginn átti að þurfa að veslast uppi bjargarlaus. Ef einhver íbúi gat sannarlega ekki séð sér farborða áttu yfirvöld viðkomandi hrepps að sjá til þess að þessi einstaklingur dæi ekki úr vesöld. Skýr samfélagsleg pólitísk meining. Þróunin Síðan eftir því sem tímar hafa liðið hefur hlutverkum sveitarfélaganna fjölgað. Andinn hefur verið alla jafna sá að það sem skiptir miklu máli fyrir heildina á hverj­ um stað kemur til greina sem verkefni sem sveitar­ félagið tekst á við. Þar má finna býsna fjölbreytilegan lista. Framfærslutryggingu, skólamenntun barna, um­ önnun aldraðra, heilsugæslu, samgöngubætur, hreint neysluvatn í hvert hús, rafmagn, upp­ hitun húsa, að fjarlægja sorp og skít, útgerð til sköpunar atvinnu og verð­ mæta, stuðning við listalíf, mannbæt­ andi tómstundastarfsemi og fleira og fleira. Þetta finnst mér algerlega full­ nægjandi réttlæting á því að standa vörð um þessa samfélagseiningu sem sveitarfélagið er. Hvað svo? Næstu spurningar: Hvað er mik­ ilvægast af þessu öllu og hver á að borga þetta allt saman? Er eitthvað sem má missa sig eða vantar eitt­ hvað? Viljum við borga jafnt á haus eða meira eftir því sem tekjurnar verða hærri hjá fólki eða eiga notendur að borga hver fyrir sig? Eða einhverskonar mismunandi eða blandað greiðslufyrir­ komulag og þá hvernig? Þar kemur pólitíkin enn einu sinni til sögu og röðin er komin að að kjósandanum. Hann þarf að átta sig á því hvernig útfærslu honum líst best á og reyna síðan að meta hverjir eru líklegastir til að framfylgja því. Höfundur er áheyrnarfulltrúi vinstri grænna í umhverfisnefnd Ak- ureyrar og starfsmaður í Hlíðarfjalli. fólk er matað af ein- hverri geðveikri ímynd sem er sýnd í fjölmiðl- um en á ekkert skylt við raunveruleikann. AUÐUR AXELSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR Hugarafls og iðjuþjálfi fræðir Norðlendinga. HLUTVERK SVEITARFÉLAGA ERU mjög fjölbreytt. ÓLAFUR KJARTANSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.