Akureyri


Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 24

Akureyri - 30.01.2014, Blaðsíða 24
V I K U B L A Ð – N O R Ð U R L A N D30. janúar 20144. tölublað 4. árgangur 14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS LISTIN AÐ LÆRA AÐ ELSKA SJÁLFAN SIG Mörgum reynist sú list, að elska sjálfan sig, ákaflega flókin en mikilvægasta lexía sem nokk- ur maður getur lært er að engan getur þú elskað – fyrr en þú elskar sjálfan þig. Lífið er spil og svona var þér gefið, lesandi góður. Hafðu það í huga að aldrei áður hefur verið gefið á þennan hátt og samsetn- ing spila þinna er algjört eins- dæmi. Þú situr ekki einn við spilaborðið en vert er að hafa það í huga að þegar upp er staðið verður enginn þér nánari en þú sjálfur. Þú hefur verið til staðar fyrir þig frá upphafi og verður það allt til síðasta dags. Segðu mér þá, lesandi góður, hvernig ætlar þú að eyða heilli ævi í sel- skap manneskju sem þú elskar ekki? Nú legg ég til að við förum að stunda það sem ég kýs að kalla „sjálfsást“. Hún hefst á því að standa fyrir framan spegilinn og taka manneskjuna sem þar birtist í algjöra sátt. Hentugt er að klípa, pota, snerta og reyna á skilningarvitin og einblína á allt það sem er gott, fallegt og einlægt við þig, kæri lesandi. Þetta er lík- ami þinn og hann er einstakur. Hripaðu niður á blað alla þína kosti og þína helstu galla. Upp- hefðu kostina í hæstu hæðir en vertu jafnframt meðvitaður um galla þína. Upplagt er að segja upphátt „ég elska mig“ eins oft og hægt er, hátt og snjallt! Stundaðu sjálfsástina reglu- lega , hún er nauðsynleg - spilin eru komin á borðið og ekkert vit í því að hætta! a UM DAGINN OG VEGINN SILJA BJÖRK SKrIFar Njarðarnesi 8 - 603 - Akureyri - S:4624200 - car-x@car-x.is Hvað getum við gert fyrir þig á þegar aðstæður á borð við þetta skapast ? Tjónaskoðun - viðgerðir og málning - Bílaviðgerðir - Sala og viðgerðarþjónusta fyrir fjór, sexhjól og sleða - ...úúúps... Og hvað nú? Hafðu samband við CAR-X. Bjóðum upp á tjónaskoðun, réttingar og málningarvinnu auk þess almennar bílaviðgerðir. Car-X bifreiðaverkstæð - Njarðarnes 8 - 603 Akurey i- Sími 462 4200 - car-x@car-x.is ER BÍLINN BILAÐUR OG ÍLLFÆRANLEGUR ? VIÐ GETUM KOMIÐ HONUM Á VERKSTÆÐI FYRIR ÞIG Veitum almenna vegaaðstoð og opnum bílaAUGLÝSINGA- SÍMINN ER 578-1190

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.