Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 18

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 18
18 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 - snjallar lausnir 545 3200 wise.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag. Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði ármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk. Lísa og Lísa – góðar saman! Áhorfendur sem fylltu Rýmið sl. föstudagskvöld og nutu frumsýn- ingar á Lísu og Lísu í boði leik- stjórnar Jóns Gunnars og Leikfélags Akureyrar voru sumir hverjir ögn tvístígandi áður en sýningin hófst. Gleði í hjörtum bæjarbúa yfir því að tvær af leikstjörnum Akureyrar til langs tíma, Saga Jónsdóttir og Sunna Borg, fengju á ný að nýta krafta sína eftir nokkurt hlé í þágu metnaðar- fullrar listsköpunar. En myndi verkið tala inn í morgundaginn? Væri svona verk meira aktúelt í landi kaþólikk- anna, Írlandi, þaðan sem það er ætt- að en á Íslandi sem hraðspólaði í átt til viðhorfsbreytingar og aukinna mannréttinda fyrir samkynhneigða fyrir ekki svo mörgum árum? „Þarf enn að sýna svona leikrit?“ Sagði einn leikhúsgesta fyrir sýninguna? Í spurningunni fólst nettur fordómur. Eitt svarið er að samkynhneigð er enn forvitnilegur „feluleikur“ eins og önnur aðalleikkona sýningarinn- ar sagði í blaðaviðtali fyrir frum- sýningu. Leikritið er látið gerast á Akureyri. Að tefla fram tveimur leikkonum úr heimabyggð er enn sniðugra en ella því það færir a.m.k. heimakunnum áhorfendum aukna nánd. Glíman við trúverðugleika endar í stuttu máli sagt með sigri. Lísa og Lísa eru ólíkar persónur en báðar býsna áhugaverðar þótt bó- hemtýpan sem flutti til Reykjavíkur um skeið og virðist örlítið flóknari persóna verði e.t.v. minnisstæðari. Túlkun tókst almennt vel. Smávægi- legar hnökrar eru á textanum, t.d. er erfitt að ná fram áhuga áhorfandans og samúð út af fyrrum dánu fólki sem maður aldrei kynnist í aðeins of löngum senum. Það er þó ekki uppfærslunni að kenna. Búið er að breyta black boxinu, Rýminu, þannig að áhorfendur horfa frá fjórum hliðum niður á sviðið. Leikmyndin er einföld og á leikritið sér allt stað inni í íbúð Lísu og Lísu. Leikararnir eru á sviðinu þegar gestir ganga í salinn og er nokkur upptaktur að sýningarbyrjun að fylgjast með Sunnu og Sögu ræða saman í hlutverkum samkynheigðu sambýliskvennanna sem ekki þora að opinbera leyndarmál fyrr en í sýn- ingunni sjálfri. Kannski væri betra að láta áhorfendur ekki heyra tal þeirra áður en sýningin hófst, mér fannst útkoman ögn gervileg og vandræðaleg í blábyrjuninni meðan gestir komu sér fyrir. Frá og með opn- un sýningarinnar fóru góðir hlutir að gerast. Svolítið hægt reyndar og hefði mátt hugsa sér fleiri klippingar, fleiri hvörf. Styttri sviðsetningar og meira flæði á köflum. En eigi að síður öðlast áhorfandinn fljótt samkennd með persónunum. Samleikur Sögu og Sunnu er fyrirtak og maður fer að hugsa. Sú spurning sem ekki hafði áður sótt á þann sem hér skrifar er að þótt samkynhneigðum beri sumpart skylda til að standa með sjálfum sér í því skyni að breyta heiminum til hins betra og varpa af sér byrðum feluleikjanna er ekki sjálfgefið að fólk vilji verða sýningargripir. Þeir sem búa á Akureyri vita að samfé- lagið er fremur varfærið og flestir íbúanna með. Glíman við að koma út úr skápnum öðlaðist sérstaka vídd vegna þess að leikritið fer fram í ekki stærra samfélagi en okkar. Stund- um mátti heyra saumnál detta þegar athygli leikhúsgesta var öll bundin við einstaka orð og viðbrögðin við því. Mikið var hlegið á frumsýningunni og Sunna og Saga voru með salinn með sér. Leikritið dansar milli drama og kómíkur. Er augljóst að reynsla og næmi leikstjórans, Jóns Gunnars, á hér mikinn þátt í að vel tekst til. Amy Conroy hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um Lísurnar tvær. Hún lék sjálf í eigin verki og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012, bæði sem höfundur og leikkona. Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt verkið vel og staðfært það til Akur- eyrar af natni. Sú spurning kann að leita á yngra fólk sem alið er upp við minni fordóma en við hin eldri hvort það sé virkilega ennþá „þörf“ á að setja upp svona verk? Niðurstaðan er að sýningin varpi ljósi á heim sem svo sannarlega er vert að fjalla um. Þar skiptir miklu innileiki persón- anna sjálfra, hvernig þær takast á við gleði og átök, þeirra eigin sem annarra. TÓNLEIKAR Í HOFI Sunnudaginn 2. mars kl 20 munu Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Barbara Hess og Stephanie Sutt- erlüty flytja verk eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Rebecca Clarke und August Klughardt fyrir píanó, óbó og víólu. Tónleikarnir verða í salnum Hömrum í Hofi. Þær stunda allar nám við tónlistarháskólann í Luzern í Sviss, en þessir tónleikar eru hluti af námi Þóru Kristínar, sem stefnir á útskrift úr BA-námi í píanóleik í vor. Aðgangseyrir er 1000 krónur og forsala miða á midi.is. Nánari upplýsingar um tónleikana er að finna á vefsíðu Hofs. Björn Þorláksson skrifar um leikhús Þjóðfræði á Þorraþræl Fyrirlestrar um margvísleg þjóðfræðileg við- fangsefni í Safnahúsinu á Húsavík, laugar- daginn 22. febrúar frá kl. 14-17. Árleg dagskrá Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í samstarfi við þingeyska þjóð- fræðinga og þjóðfræðinema verður haldin á þorraþræl, síðasta dag þorra. Sex þjóð- fræðingar og þjóðfræðinemar halda erindi. Dagskráin hefst á þremur stuttum erindum, Sif Jóhannesdóttir fjallar um tröllin í ís- lensku þjóðsögunum í erindi sínu Mátulegt er meyjarstig. Búi Stefánsson kynnir efni BA verkefnis sem hann vinnur að, erindið ber yfirskriftina Dauðatónar. Viðfangsefni rit- gerðarinnar er m.a. birtingarmynd tónlistar í tengslum við dauðann í sögulegu sam- hengi. Fyrst og fremst er þó horft til þeirra breytinga innan hefðarinnar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum. Sigurlaug Dagsdóttir mun síðan kynna Kreddur, vefrit um þjóðfræði sem fór í loftið fyrir tæpu ári síðan. Í erindi sínu Landslag þjóðsagna fjallar Trausti Dagsson um kortlagningu íslenskra þjóðsagnasafna. Guðrún Sædís Harðardóttir verður einnig á þjóðsagnaslóð- um en hún talar um reykdælskar þjóðsögur og vísbendingar sem þær gefa um þjóðtrú á svæðinu í erindinu Hvar er reykdælska huldufólkið? Lokaerindi dagsins “Frá bleytu til breytu: Af veðurspám almennings fyrr, nú og æ síðan”flytur Eiríkur Valdimarsson MA þjóðfræðingur. Í því segir hann frá rannsókn sinni á alþýðlegum veðurspám Íslendinga, sem er þekking fjölmargra kyn- slóða þessa lands sem þróuðu spár sínar um aldir. Nokkrar slíkar spár verða gerðar að umtalsefni, sérstaklega spár úr S-Þingeyj- arsýslu. Að auki verður horft til framtíðar og rætt hvernig við upplifum veðrið í dag og hvernig upplifir almenningur stórar breytingar á borð við loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.” Dagskráin er öllum opin enginn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Menn- ingarmiðstöðvar Þingeyinga www.husmus. is. a SAGA OG SUNNA eiga eftirminnilegan samleik í Rýminu og Jón Gunnar leikstjóri má vera stoltur af.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.