Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 6
6 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 Hótelrými 19-faldast að verð gildi í Mývatnssveitinni Árið 1998 var greint frá því á for- síðu Dags-Tímans að bylting væri framundan í framboði á gistirými í Þingeyjarsýslu. Þá var Jón Ragnars- son nýbúinn að hefja rekstur á Lyk- ilhótelinu Hótel Gíg, en hann hafði keypt Skútustaðaskóla fyrir um 20 milljónir króna og breytt í hótel. Áður höfðu verið boðnar átta millj- ónir í eignina en á tímabili stóð til að skólinn yrði náttúruvísindasetur. Skútustaðaskóli var í síðustu viku sleginn á 384 milljónir króna þannig að virðist eignarinnar hefur meir en 19-faldast á skömmum tíma. SPRENGING Í forsíðufrétt Dags-Tímans frá 1998 kom fram að Sel hygði á hót- elbyggingu innan við tvöhundruð metra frá Lykilhóteli Jóns Ragnars- sonar. Nokkru síðar var Sel hótel tek- ið í notkun. Þá voru umfangsmiklar breytingar gerðar á Framhaldsskól- anum á Laugum á svipuðum tíma til að sú stofnun þjónaði betur hót- elhlutverki sínu á sumrin. Síðan hef- ur gistirými stóraukist víða á Norð- urlandi. Nefna má ferðaþjónustu í Vogum og nýtt hótel á Húsavík. Þá er verið að byggja hótel sunnan Mý- vatns í Arnarvatnslandi, Hótel Laxá. Þar bætast við 80 ný herbergi í sumar. Líkja má framboðsaukningunni við sprengingu. BLINDA AÐ SJÁ EKKI TÆKIFÆRIN Von er á fleiri hótelbyggingum. Hótel Laxá er fyrsta hótelið af fjórum í undirbúningi í sveitinni samkvæmt viðtali sem Akureyri vikublað átti við Pétur Snæbjörnsson hótelhaldara í Reynihlíð sl. sumar. Hann segir að flest gistihús í Mývatnssveit séu með 99% nýtingu yfir hásumarið og það séu „blindir menn“ sem ekki sjá fjár- festingatækifærin í þessu. Öll verði nýju hótelin komin í fullan rekstur á næstu sex árum. Hvert hótel verði 30-50 manna vinnustaður þannig að framboð á störfum muni stórvaxa. „Núna eru um 300 störf í ferðaþjón- ustu í Mývatnssveit á sumrin en með þessari aukningu verða þau um 500 bara í gisti- og veitingarekstri,“ sagði Pétur Snæbjörnsson. HEIMAMENN ÁTTU EKKI SÉNS Vitni að uppboðinu sagði í samtali við blaðið að innlendir fjárfestar sem höfðu hug á að kaupa Skút- ustaðaskóla „hefðu ekki átt séns“. A.m.k. fjórir buðu í húsnæðið en í lokin var tekist á um eina milljón í einu. Talið hefur verið að erlendir fjárfestar stæðu á bak við félagið sem hneppti hnossið á uppboðinu en rannsókn Akureyrar vikublaðs hef- ur leitt í ljós að félagið nefnist KHG European Hospitality Partners og er með lögheimili í Lúxemborg. Í stjórn félagsins, sem samanstendur af fimm einstaklingum, er einn Íslending- ur, Sveinn Jónatansson lögmaður í Reykjavík. Hlutir félagsins eru hundrað. Þeir eru allir í eigu annars Íslendings, Valdimars Jónssonar, sem búsettur er í Prag. Valdimar Jóns- son er sonur fyrrum eiganda hús- næðisins, Jóns Ragnarssonar. Jón Ragnarsson keypti eignina á sínum tíma á tuttugu milljónir króna af Skútustaðahreppi og breytti í hót- el. Jón reisti m.a. Hótel Örk og rak Hótel Valhöll um tíma. Ef af kaup- unum verður hefur KHG aftur tekist að koma hótelinu á Skútustöðum í hendur fjölskyldu fyrsta eiganda þess og upphafsmanns samanber hluthafaskráningu sem finna má á Internetinu. Fjórir buðu í hótelið á uppboð- inu sem fram fór í Skútustaðaskóla í síðustu viku. Samkvæmt heimild- um blaðsins voru hin félögin sem buðu öll með aðsetur hér á landi. Ef erlendi fjárfestingasjóðurinn sem keypti Skútustaðaskóla fer fjár- festingarleið Seðlabankans þá greið- ir hann aðeins um 340 milljónir í reynd fyrir hótelið vegna gengismála þótt kaupverðið sé sagt tæpar 400 milljónir. Álandsgengi evru er 155 krónur og aflandsgengið er 210 krón- ur. Fjárfestingasjóðurinn má borga helming með álandskrónum og helm- ing með aflandskrónum. Meðalgengi evrunnar í viðskiptum fjárfestinga- sjóðsins er því (155+210)/2=182,5 krónur. Ef þeir greiða 400m fyrir hótelið þá er kaupverðið 2,2m evr- ur (400.000.000/182,5=2.191.781 evrur.) Verðmæti evranna á álandsgengi er 340m krónur. (2191781*155=339.726.027) Þeir sem seldu hótelið fengu 400m og í þessum viðskiptum greiddu kaupendurnir 400m en áður höfðu fjárfestarnir mögulega keypt aflandskrónur af Seðlabanka Íslands og hagnast um 60m í þeim viðskiptum. Nettó kaup- verðið er því nær því að vera 340 milljónir en ekki 400 milljónir. HÁTT VERÐ EÐA EKKI? Mývetningar sem blaðið ræddi við segjast fylgjast vel með þróun mála. Þeir eru flestir þeirrar skoðunar að upphæðin sem boðin var í eignina í síðustu viku hafi verið mun hærri en menn sáu fyrir í upphafi. Sjálf telur Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og umboðsmaður KHG á uppboðinu að gerð hafi verið góð kaup. „Ég get staðfest að þetta er erlendur fjár- festingarsjóður sem um ræðir. Verðið á hótelinu var hóflegt. Umbjóðendur mínir höfðu áætlað að hvert herbergi færi á um 15-20 milljónir, en verðið eins og það var slegið er um 10 millj- ónir á hvert herbergi. Meira get ég ekki sagt um söluna á þessu stigi málsins,“ sagði Helga Vala síðast- liðinn föstudag. Hún vildi ekko svara spurningum blaðsins um eigendur skömmu áður en blaðið fór í prentun. Frestur KHG til að standa við boðið rennur út 6. mars næstkomand. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður m.a. að vera ljóst að félagið sem bauð hæst megi eiga fasteign á Íslandi til að kaupin gangi í gegn. a Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is www.kraftbilar.is Hefur þú prófað smurþjónustu Kraftbíla? LÉTTSKOÐUN Bjóðum upp á ókeypis léttskoðun sem er góður kostur til að leita hagkvæmra leiða varðandi viðhald á bílnum þínum. MIKILL UPPGANGUR ER í ferðaþjón- ustu víða um land. Í sumar verður t.d. tekið í notkun nýtt og stórt hótel sunnan Mývatns í landi Arnarvatns. Félag í eigu Íslendings í Lúxemborg blandaði sér í slaginn í síðustu viku þegar félagið bauð hæst í Skútustaðaskóla, sem áður var Lykilhótel. Hluthafi félagsins er sonur Jóns Ragnarssonar sem er upphafsmaður hótelrekstrar á Skútustöðum. FRÉTTA­ SKÝRING Björn Þorláksson & Sveinn Arnarson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.