Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 21
20. febrúar 2014 7. tölublað 4. árgangur 21 AÐSEND GREIN ÞORSTEINN KRÜGER Þjóðarsátt um lág laun Það þykir bæði gott og æskilegt í hverju ríki að sæmileg sátt ríki um helstu grundvallarmál. Að þjóðin gangi nokkurn veginn í takt og sé sammála um helstu gildi samfé- lagsins. Við styðjum jafnrétti kynj- anna, flestir aðhyllast trúfrelsi og við viljum ekki gera greinarmun á fólki vegna uppruna, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoð- ana o.s.frv. Það er sátt um þessa hluti og fleiri til, eins og til dæmis kennaralaun. Á Ís- landi ríkir þjóðarsátt um að laun kennara eigi að vera lág, eiginlega alveg sérstaklega lág. Þetta er að vísu nokkuð sérkenni- leg þjóðarsátt, en hún er mjög almenn í þjóðfé- laginu engu að síður. Það er helst að kennarar sjálfir séu eitthvað að fýla grön og malda í móinn. Því miður er það svo að lítil virðing er borin fyrir menntun og skólastarfi á Íslandi. Laun kennara er helsta birtingarmynd þessa virðingarleysis. Ekki vant- ar þó fagurgalann og ég verð að segja það hreint út að fátt þykir mér hvimleiðara en að hlusta á orð- ræðu stjórnmálamanna og annarra um mikilvægi menntunar, að hún sé lykillinn að hagsæld framtíðar og góðir kennarar því afskaplega nauðsynlegir í samfélaginu o.s.frv. Þetta eru allt saman meiningarlaus- ir frasar en þykja samt viðeigandi og talið gott að fara með annað veifið. Láglaunastefna og vanþróað efnahagslíf Láglaunastefnan hefur ríkt á Íslandi svo lengi sem ég man. Kennarar eru svo sannarlega ekki eina stéttin sem er ofurseld henni. Almenn laun á Ís- landi eru lægri en gerist víðast hvar í Evrópu þegar tekið er tillit til kaup- máttar. Fólk nýtur launahækkana í skamma stund, þeim er síðan óðara velt út í verðlagið eftir einhverju sér- stöku íslensku lögmáli sem helgast sennilega af þessu vanþróaða efnahagslífi okkar. Á Íslandi standast sjaldnast kostnaðaráætl- anir og almennt agaleysi í fjármálum er talið eðli- legt ástand. Gjaldmiðill- inn sjálfur á hér stóra sök. Hann þykir vart nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum og sá kostnaður sem þjóð- félagið hefur af honum hleypur á tugum milljarða á ári vegna verð- bólgu, vaxta, verðtryggingar og óstöðugleika. Samt vilja menn halda í krónuna, stundum að því er virðist af hreinum þjóðernislegum ástæðum. Hér vinna menn meira en al- mennt gerist, samt er framleiðnin mun minni en í nágrannalöndunum samkvæmt tölum frá OECD og ný- legri skýrslu McKinsey ráðgjafarfyr- irtækisins. Og sannarlega skilar þetta sér ekki í vasa launþega. Það er líka þekkt að hlutur dagvinnu í heildar- launum launþega er minni á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Þetta gerir það að verkum að launþegar, sem eiga færi á því, vinna eins mikla yfirvinnu og býðst með öllum þeim neikvæðu afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir fjölskyldulíf og þar með samfélagið. Ætli langur vinnu- dagur eigi ekki nokkurn hlut að máli þegar kemur að landlægu agaleysi í þjóðfélaginu og oft er talað um? Aftur að launum kennara. Þau eru lág, það er ljóst, en svo segja menn gjarnan að margar stéttir séu mun verr launaðar, því ættu kennarar að fá meira í launahækkanir núna en aðrir? Hvað ASÍ forystan telur að sé ásættanlegt fyrir sína umbjóð- endur er að sjálfsögðu hennar mál, félagsmenn sjálfir dæma um það og reyndar hefur stór hluti þeirra hafn- að þeim samningum sem nýlega voru undirritaðir. Lægstu laun á Íslandi eru þjóðfélaginu til skammar. Þau náðu ekki 200.000 á mánuði fyrir kjarasamningana sem gerðu ráð fyr- ir hækkun upp á 2,8%. Ekki samanburðarhæfir hópar Með fullri virðingu fyrir launþegum innan vébanda ASÍ geta kennarar ekki borið sig saman við þá. Þeir eru ekki viðmiðunarhópur þegar kemur að launum. Nú er það staðreynd að framhaldsskólakennarar hafa dreg- ist aftur úr viðmiðunarhópum sínum sem eru aðrir háskólamenntaðir sem vinna hjá ríkinu um 17% í dagvinnu- launum. Þegar laun framhaldsskóla- kennara á Íslandi eru borin saman við laun kollega þeirra á Norður- löndunum kemur sláandi munur í ljós og enn harkalegri þegar tölur frá OECD eru skoðaðar. Meðaldag- vinnulaun framhaldsskólakennara í OECD löndunum eru um 586.000 á mánuði. Hér á Íslandi eru þau um 377.000. Við erum í neðstu sætunum og svo langt fyrir neðan þau lönd sem við helst viljum og eigum að bera okkur saman við. Á sama tíma og ríkið þverskall- ast við að horfast í augu við þessar staðreyndir er sífellt klifað á þörfinni á umbótum í skólastarfinu, kerfis- breytingum, nýjum námsbrautum, að efla þurfi iðnnám og þar fram eftir götunum. Það er rétt að skólarnir þurfa ætíð að huga að umbótum hvers konar til að gegna hlutverki sínu sem allra best, en sá hængur er á að þær eru kosta peninga. Langvar- andi fjársvelti framhaldsskólans ásamt láglaunastefnunni stendur öllu starfi fyrir þrifum. Við verjum mun minni fjármunum til hans en í nágrannalöndunum, hagræðing og niðurskurður sem staðið hefur yfir árum saman er farinn að naga skól- ana inn að beini. Vinnuálag hefur aukist mikið á undanförnum árum, m.a. vegna stærri námshópa og vegna lágra launa fyrst og fremst er nýliðun í stéttinni svo lítil að stefnir í óefni innan fárra ára. Þörf á viðhorfsbreytingu Að mínum dómi þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting i samfélaginu, ný þjóðarsátt, sem miðar að því að efla menntun og virðingu fyrir henni og skólastarfi. Einn liður í því er að borga kennurum laun sem í það minnsta eru sambærileg og hjá öðr- um sérfræðingum hjá ríkinu, laun sem endurspegla þá virðingu sem menntun og skólastarf á skilið. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að svo sé. Höfundur er kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri (millifyrirsagnir eru blaðsins) ÞORSTEINN KRÜGER Vinnuálag hefur aukist mikið á undanförnum árum, m.a. vegna stærri námshópa og vegna lágra launa fyrst og fremst er nýliðun í stéttinni svo lítil að stefnir í óefni innan fárra ára. ÞÓTT MANNSKEPNAN HAFI í mörgum tilfellum vond áhrif á umhverfi sitt verður ekki annað sagt en að hún geti verið skapandi með umferð sinni eins og sjá má þegar rýnt er í skíðaför útivistarfólks í Hlíðarfjalli. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.