Akureyri


Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 20.02.2014, Blaðsíða 2
2 7. tölublað 4. árgangur 20. febrúar 2014 Brjóstahaldarinn kostaði fangelsisdóm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu frá Ólafsfirði í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Konan hnuplaði laugar- daginn 5. október 2013, ísskáps- seglum, ofnhönskum, svampi, krydd- kvörnum og Remington dömurakvél, samtals að verðmæti 19.665 krónum í versluninni Bykó við Óðinsnes á Akureyri. Þá tók hún brjóstahaldara að verðmæti 4.990 krónum í versl- un Hagkaupa við Furuvelli á Akur- eyri ófrjálsri hendi miðvikudaginn 18. desember síðastliðinn. Fulltrúi sýslumanns sótti málin. „Til þess ber að líta að ákærða játaði brot sín við lögreglurann- sókn málsins og var þýfinu komið til skila á brotavettvangi til eigenda. Afrakstur brota ákærðu var einnig harla rýr. Þá lýsti ákærða fyrir dómi iðran vegna gjörða sinna. Að þessu virtu og með hliðsjón af viðeigandi ákvæðum 70. gr. almennra hegn- ingarlaga verður refsing ákærðu bundin skilorði,“ segir í dómsorði. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins samkvæmt yfirlýs- ingu fulltrúa lögreglustjóra. a Mývetningar skiptast í tvær fylkingar vegna virkjunar Aðalfundur Veiðifélags Mývatns fór fram í Seli um helgina. Þar bar Bragi Finnbogason upp ályktun um að Bjarnarflagsvirkjun yrði mótmælt og hlutaðeigandi og fjölmiðlum yrði í kjölfarið send ályktun aðalfundarins. Tillagan var svohljóðandi: „Veiðifélag Mývatns skorar á sveit- arstjórn Skútustaðahrepps og aðra sem koma að leyfisveitingum á vegum sveitarfélagsins að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við jarðgufu- virkjanir í næsta nágrenni Mývatns. Svæðið er á rauðum lista um- hverfisyfirvalda vegna áforma um Bjarnarflagsvirkjun, mengandi frá- rennslis frá mannabyggð og hnign- unar kúluskíts. Bleikjuveiðin, löngum stór- felld hlunnindi vatnsbænda í Mý- vatnssveit, er að engu orðin. Í þrjú ár hefur bleikjuveiði aðeins verið heimil í tvær vikur að vetri undir ís. Urriðaveiði hefur einnig verið tak- mörkuð og nú eru jafnvel horfur á að takmarka verði hana enn frekar. Rannsóknir á lífríki svæðisins hafa staðið í áratugi og leitt í ljós að litlar breytingar geta valdið kollsteypum, samspil einstakra þátta er flókið og lítt fyrirsjáanlegt. Þau áhrif gufuvirkjunar í Bjarnar flagi sem mestum áhyggj- um valda eru minna hitastreymi til vatnsins vegna kólnunar og/eða minna rennslis og eiturefnamengun af borholuvökva. Aðalfundur Veiðifélags Mývatns fer fram á að varúðarreglan gildi og hætt verði við öll áform um jarðfugu- virkjanir og aðra mengandi starfsemi í næsta nágrenni Mývatns.“ Miklar umræður urðu um til- löguna á fundinum og komu ýmis og ólík sjónarmið fram. Gengið var til leynilegrar atkvæðagreiðslu um málið og var tillagan naumlega felld með 18 atkvæðum gegn 14. Í hópi þeirra sem töluðu gegn ályktuninni voru sveitarstjóri Mý- vetninga og verktaki við undirbún- ingsframkvæmdir vegna fyrirhug- aðrar Bjarnarflagsvirkjunar. Á dögunum var stofnað félag í Mývatnssveit sem ætlað er að efla sjálfbærni svæðisins og vernda líf- ríki náttúrunnar, enda sé um ein- stæða náttúrperlu í veröldinni að ræða, sem beri að njóta vafa þegar virkjunarframkvæmdir séu annars vegar. a Kringlumýrinni breytt í leiksvið Fjöldi manns hefur síðustu daga verið að störfum í Kringlumýrinni við gerð sjónvarpsauglýsingar á vegum Republik ehf. Kaupandi aug- lýsingarinnar fæst ekki upp gefinn en vettvangsstjóri upplýsir að um dekkjaauglýsingu sé að ræða. Gerð auglýsingarinnar fer fram með leyfi lögreglu og bæjaryfirvalda og einnig þurfti leyfi íbúa 27 húsa við Kringlumýri til að hægt væri að breyta heimkynnum fólksins í vettvang fyrir sjónvarpsauglýsingu. Nokkur röskun fylgir daglegu lífi íbúanna vegna gerðar auglýsingar- innar. Þegar undirbúningur stóð sem hæst og Akureyri vikublað leit við voru snjóbyssur úr Hlíðarfjalli í notkun og mikill hávaði sem þeim fylgdi. Áhorfendur hafði drifið að og fylgdist fólk spennt með. Einn íbúi sem hafði samband við blaðið sagðist ósáttur yfir að þegar hann kom heim í hádeginu á þriðjudag hefði snjóbyssu verið beint að húsinu hans. „Það var ekki búið að kynna það fyrir okkur að þetta yrði svona. Ég þurfti að byrja á að mölva klaka af hurðinni til að komast inn og núna sé ekki út um glugga, hvorki í austur né suður,“ sagði íbúinn. Óskar Óskarsson, vettvangsstjóri hjá Republik sem ber ábyrgð á fram- kvæmd auglýsingarinnar, segist ekki hafa heyrt annað en gleði meðal íbúa í götunni, enda sé framleiðsla aug- lýsingarinnar ákveðið ævintýri. Ef einhver sé ósáttur vilji hann gjarnan að viðkomandi hafi beint samband við sig. Óskar segir umhverfisvænt að notast við alvöru snjó en ekki frauð eða mjöl eins og oft sé gert þegar skapa á snjóstemningu í auglýsingum. „Það er fullt af mannskap sem hef- ur atvinnu af þessu hérna í bænum og ég hef ekki mætt öðru en vina- legu viðmóti fólks, þetta er ævintýri í hversdagleikanum, falleg gata og hún fær fallega umgjörð.“ Aðaltökudagur fór fram í gær við bestu veðurfarslegu aðstæður. a Efni úr Vaðlaheiði í göngustíg í bænum Vel gengur að grafa Vaðlaheiðargöng að sögn framkvæmdastjóra ganganna þótt heytt vatn hafi streymt fram sl. sunnudag, 43ja gráðu heitt. Kominn er nokkuð meiri hiti innst í göngum en reiknað var með á þessum stað „... en annars eru frábær afköst hjá verk- takanum viku eftir viku þannig að það er ekkert hægt að kvarta yfir neinu,“ segir Valgeir Bergmann Magnússon, byggingartæknifræðingur og Fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. „Já, þetta er um 43° heitt vatn. Starfsmenn byrja á að bora tilrauna- holu til að sjá hvort vatn er. Tilrauna- holan sem nú hefur verið boruð var boruð í setlag, þar sem ekkert vatn er að finna. Þegar starfsmenn fóru síðan að bora fyrir sprengiefni opn- aðist svo fyrir þessa heitu vatnsæð,“ segir Valgeir. Vonir standa til að óvissu um efni sem til stóð að ISAVIA ætlaði að fá í flughlað verði eytt. „En við erum að vinna að finna nýja efnislosunarstaði þar sem nú- verandi efnislosunarsvæði er að fyllast þar sem gangagröftur gengur það vel og búið að taka mikið svæði undir brotið gangaefni. En á næstu dögum ætlar Akureyrarbær að fá gangaefni í stíg meðfram Drottn- ingarbraut,“ segir Valgeir. a HRÍM Á TRJÁM þykir henta vel þegar skapa á stemmningu í auglýsingu. Völundur DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA Laugardaginn 22. febrúar heldur Tónlistarskólinn á Akureyri uppá dag tónlistarskólanna. Af því tilefni efnir skólinn til hátíðar í Hofi og býður á tónleika í Hamra- borg. Á þessum tónleikum verður stiklað á stóru í tónlistarsögunni í tali og tónum. Þar koma fram nemendur á öllum stigum, einir sér eða í hópum, stórum sem smáum. Tónleikarnir verða kl. 13:00 og síðan endurteknir kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis og eru miðar afhentir í miðasölu Hofs sem opin er virka daga frá 13:00-19:00. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.