Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Síða 12

Akureyri - 27.03.2014, Síða 12
12 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 Stóru mistök ríkisstjórnar og Alþingis í gegn um Hrunið í október- nóvember 2008 var að láta Gylfa Arnbjörnsson og hjálparkokka hans ráða því að ekki var gripið til frystingar á vísitölum og verðtrygging tekin úr sambandi. Lífeyrissjóðakerfið að hruni komið Afmæliskaffi verður hjá Búseta í dag en félagið fagnar stórafmæli. Benedikt Sigurðarson er framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi. Félagið varð fyrir miklu áfalli í Hruninu en hefur náð að rétta úr kútnum. Benedikt hefur komið víða, hann var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar 1985-1997, sérfræðingur við RHA og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Einnig hefur hann víðtæka reynslu á sviðum félags- mála og rekstrar, formaður Sundsambands Íslands í sex ár og stjórnarformaður KEA um árabil. Benedikt gagnrýnir síðustu ríkis- stjórn harðlega í opnuviðtali sem hér fer á eftir. Hann hefur hins vegar mikla trú á Eygló Harðardóttur. Benedikt, þú hefur verið gagnrýninn á stjórn efnahagsmála og húsnæðismála sl. misseri, markast sú sýn af hagsmunum þínum í þá átt að framtíð Búseta verði sem best tryggð? „Búseti á Norðurlandi er í eigu félags- manna og þeirra hagsmunum ber mér að sinna í starfi mínu. Gagnrýni mín hefur einkum beinst að því að stjórnvöld hafa tekið afar þrönga hagsmuni fjármálaafl- anna fram yfir hagsmuni og greiðslugetu almennings. Ég lít á grunnmarkmið sam- vinnufélaganna þannig að þau séu einkum verkfæri til að ná fram hagkvæmum lausn- um fyrir félagsmenn og fyrir samfélögin sem þau þjóna. Okkar félag þarf að standa undir þeim markmiðum og skila árangri fyrir fólkið, annars missum við tilgang og félaginu verður lokað. Það má reyndar rökstyðja að stjórnmálamenn hafi skapað aðstæður þar sem hagkvæmar lausnir sam- vinnufélaga og sjálfseignarfélaga sem rekin eru án hagnaðarkröfu í almannaþágu munu líklega verða ennþá mikilvægari fyrir fólk í nánustu framtíð eins og alltaf virðist gerast þegar kreppa ríður yfir.“ Stóru mistökin Hver er ábyrgð lífeyrissjóðanna í því að annar hver Íslendingur á í raun ekki neitt í eigin fasteign samkvæmt nýlegum tölum? „Lífeyrissjóðakerfi landsmanna stendur að mínu mati á algerum brauðfótum, er orðið alltof stórt til að hægt sé að ávaxta það og er alltof fyrirferðarmikið, áhættu- sækið og ólýðræðislegt til að það fái stað- ist óbreytt. Með því að hafa fengið nánast sjálfdæmi um örugga ávöxtun gegnum verð- tryggingu og okurvexti þá sogar það nú til sín fjármagn og er nú 2800 milljaðar langt umfram sjálfbæra ávöxtunargetu efna- hagskerfisins og stefnir því í óhjákvæmilegt hrun. Stóru mistök ríkisstjórnar og Alþingis í gegn um Hrunið í október-nóvember 2008 var að láta Gylfa Arnbjörnsson og hjálpar- kokka hans ráða því að ekki var gripið til frystingar á vísitölum og verðtrygging tekin úr sambandi. Það er enn ekki búið að bíta úr nálinni með það þrátt fyrir loforð og mjög veikburða tilraunir núverandi ríkisstjórnar til að leiðrétta stökkbreyttu lánin.“ Félagsleg aðstoð á reiki Má segja að hér sé ekki lengur neitt sem kalla megi félagslegt húsnæðiskerfi? Hvað menn eiga við með „félagslegt húsnæðiskerfi“ er dálítið mikið á reiki. Frá tímanum á milli 1970-2000 er taldvert magn af íbúðum sem voru fjármagnaðar með niðurgreiddum vöxtum á verðtryggð- um lánum. Verðtryggingin hefur reynst alltof dýr – einkum á landsbyggðinni og sveitarfélög hafa mörg hver sett rekstur slíkra íbúða í þrot. Sú stefna hefur á hinn bóginn tekið yfir að greiða húsaleigubætur til þess hóps sem stendur verst og er með framfærslubyrði og býr í leiguhúsnæði eða félagslegum búseturéttaríbúðum. Vaxta- bætur til kaupenda og til almennra eigenda búseturéttar í húsnæðissamvinnufélögum er einnig aðferð til að koma opinberum stuðn- ingi til fólks vegna húsnæðismála. Þetta eru því „félagsleg úrræði“ í einhverjum skilningi. Aðal vandinn hérlendis felst í því að húsnæði er alltof dýrt í framleiðslu og sennilega of dýrt að gerð - umfram það sem við höfum ráð á - og hér er vaxtaokur í gegn um verðtryggingu og fákaupamarkað á skuldabréfum. Það getur ekkert samfé- lag staðið undir ávöxtunarkröfu á lánsfé sem fer langt umfram hagvöxt til lengri tíma – hvorki heimili né atvinnurekstur. Hér þurfum við að taka okkur á og bjóða upp á hagkvæmari og ódýrari lausnir og val fyrir alla hópa - þannig fækkar þeim sem þarfnast verulegs stuðnings til að búa sér öryggi á heimili. Árni Páll hugsaði ekki Hvað hefðir þú sjálfur gert ef þú hefðir ver- ið ráðherra á þeim tíma sem Árna Páls lögin voru sett? Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrja svona eftir að Hæstiréttur hefur úrskurð- að að fv. ríkisstjórn og Alþingi braut gegn stjórnarskrá með setningu laganna. Mín afstaða lá alveg kristalskýr fyrir á árinu 2010 – og ég barðist eins og mér var mögu- legt fyrir því á opnum vettvangi og innan Samfylkingarinnar þá að reyna að stöðva lagasetninguna. Árni Páll hlustaði ekki og þannig var það með næstum alla þingmenn SF og VG – að þeir hlustuðu ekki á okkar raddir og virðast ennþá alveg steinhissa á því hvers vegna Samfylkingin tapaði meira en helmingi kjósenda sinna og VG ekki síður miklu.“ Dögun varð fyrir atlögum Þú hefur sjálfur boðið þig fram til trúnaðar- starfa fyrir Samfylkingu en studdir Dögun fyrir síðustu þingkosningar. Hvaða einkunn gefurðu þessum tveimur stjórnmálaöflum í dag og hvers vegna náði Dögun ekki brautargengi, það er þingmönnum inn að þínu mati? „Draumurinn um Samfylkingu allra jafnaðarmanna fékk mig til liðs við flokkinn á sínum tíma. Sá óskiljanlegi forgangur sem síðasta ríkisstjórn setti á að endurreisa óbreytt fjármálakerfi – alltof stórt og alger- lega á kostnað almennings - mest þeirrs skuldsettu - eyðilagði gersamlega þann draum fyrir mér og meirihluta kjósenda SF. Samfylkingin þarf kraftaverk og algerlega nýja forystu og málflutning ef sá flokkur á að vinna traust sinna fyrri kjósenda. Dögun er tilraun til að skapa vettvang fyrir hóf- sama og lýðræðislega nálgun á stjórnmálin - með réttlæti og áherslu á blandað hagkerfi og neytendadrifin sjónarmið að leiðarljósi. Dögun varð fyrir mörgum atlögum á sínu fyrsta starfsári og endurtekinn klofningur og fjöldi framboða kom í veg fyrir að kjós- endur þyrðu að veðja á að fylgið kæmist upp fyrir 5% þröskuldinn í þingkosningum 2013. Nú er komið fram framboð Dögun- ar í Borgarstjórn Reykjavíkur og væntan- legt í fleiri sveitarfélögum og við höfum þannig ekki aflýst þeirri tilraun. Umfram allt vil ég líta á mína stjórnmálaþátttöku og samfélagslega virkni sem staðfestingu á vilja mínum til að eiga aðild að málefna- legri samræðu og leita samkomulags sem flestra um raunhæfar lausnir við aðkallandi úrlausnarefnum í samtíma og í þágu al- mennings. Ég er ekki sérlega líklegur til „að taka flokkshollustu fram yfir málefnin“ svo pólitísk framtíð mín ræðst af árangri en ekki af trúarhita.“ Nefndu dæmi um atlögu gegn Dögun. „Atlögurnar sem ég vísa til eru fyrst og fremst málflutningur og klofningur; Hreyfingin var aðili að Dögun og einn af

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.