Akureyri - 27.03.2014, Side 14
14 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014
Heyrst hefur
HEYRST HEFUR að pólitísk barátta sé vart hafin að
nokkru marki fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor. Á Akureyri þykir mörgum sem adrenalínið
skorti. Hefur heyrst að strategía
frambjóðenda sé að segja fátt
en „læka“ mikið á facebook. Lítið
sé skrifað af greinum og hending
ef skarpar átakalínu um málefni
komi upp. Það er helst að mismun-
andi sýn fólks á hvort Akureyri eigi að vera bær fyrir bíla
eða fólk brýni sverðin...
HEYRST HEFUR að helstu gagnrýnendur breytinganna
á gamla Húsmæðraskólanum á Akureyri viðurkenni nú
unnvörpum að almennt hafi vel til tekist. Hefur heyrst að
engin áhöld séu um að starfsemi fatlaðra sé vel borgið í
húsinu en þar hjálpar staðsetning mjög. Heyrðist þó við
vígslu umbótanna í síðustu viku að Guðjón Samúelsson
hefði e.t.v. ekki orðið alveg sáttur við að sjá breytingarnar á
ganginum á efstu hæðinni. Hitt heyrist einnig að málið verði
ekki til að kasta rýrð á störf bæjarfulltrúans Odds Helga...
HEYRST HEFUR að Stefán Jakobsson, söngvari ættaður
úr Mývatnssveit, hafi slegið gjörsamlega í gegn á tón-
leikum í Hörpunni um síðustu helgi með stórri hljómsveit.
Myndbönd hafa gengið á samskiptamiðlum sem bera
frammistöðu kappans fagurt vitni. Hefur heyrst að Stebbi
Jak eins og hann er kallaður hafi aldrei verið betri og eigi
mikla framtíð fyrir sér – en nafn hans varð alþekkt eftir
frammistöðu hans í söngkeppni framhaldsskólanna um árið
þegar Stjakinn söng fyrir Verkmenntaskólann á Akureyri...
HEYRST HEFUR að grunnskólakennarar íhugi skæruverk-
fall til stuðnings framhaldsskólakennurum. Mörg fordæmi
séu fyrir slíku. Hefur heyrst að kennurum sé almennt brugðið
vegna viðhorfa menntamálaráðherra sem ræðir hagræðingu
og styttingu námstíma jöfnum höndum – meðan kennarar
bíða launaleiðréttingar sinnar eins og þeir kalla kröfu sína
um stórfellda launahækkun. Langflestum kennurum sé
misboðið – og vænta megi mikilla eftirmála – og
e.t.v. langs verkfalls...
AÐSEND GREIN SÓLEY BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR
Hvað býr í
framtíðinni?
Nú styttist í sveitastjórnarkosningar
og margir orðnir spenntir fyrir því
að heyra frá frambjóðendum til bæj-
arstjórnar á Akureyri. Hvaða hug-
myndir hefur allt þetta fólk
um framtíð bæjarfélagsins
okkar og er því treystandi til
að fylgja þeim eftir?
Mér hefur verið treyst til
að leiða lista VG í komandi
kosningum. Það sem er einna
skemmtilegast við VG er að
við erum afskaplega framsýn.
Það sjáum við best á því að
þegar flokkurinn var stofn-
aður, fyrir 15 árum, þóttu grunngildin
heldur betur róttæk. Þar var mikil
áhersla lögð á náttúruvernd og kven-
frelsi. Það er þó ekki lengur svo að
það sé bara VG fólk sem markar sér
afstöðu í þessum málaflokkum heldur
hafa flestir flokkar eða hópar innan
þeirra tekið þessi mál einhverjum tök-
um og mótað sína afstöðu. Ekki síður
hefur mjög stór hluti almennings mót-
að sínar skoðanir á þessum málum.
Það er jú helsta verkefni stjórn-
málafólks að vera framsýnt. Þegar
ákvarðanir eru teknar skiptir gríðar-
lega miklu máli að horft sé til fram-
tíðar. Hvernig bæ viljum við sjá eftir
5/10/20/50 ár?
Ég kann vel að reikna og tel það
nokkuð mikilvæga þekkingu til þess
að átta mig sem best á rekstri bæj-
arsjóðs. Það er þó langt því frá að
vera mikilvægasta þekkingin enda
tiltölulega auðvelt að klippa og líma
til tölur í excelskjali. Bæjarfélagið
er ekki bara fyrirtæki held-
ur samfélag og aðalatriðið
er að hafa skýra mynd af því
hvert við stefnum. Við þurfum
framsýnt fólk sem er tilbúið
til að leggja á sig þá vinnu
sem nauðsynleg er til að móta
samfélagið eftir skýrri sýn.
Ekkert gerist af sjálfu sér!
Nú stendur yfir málefna-
vinna hjá okkur í VG. Á hverj-
um laugardegi sest ég niður á opnum
fundi með hópi af fólki sem horfir til
framtíðar. Nóg er af hugmyndum um
hvernig við byggjum upp bæjarfélag
sem byggir á jöfnuði, heilbrigði og
vellíðan. Við erum róttæk og framsýn.
Áherslan er á góða menntun, heilsu,
lýðræði, skapandi samfélag og hag-
fræði hamingjunnar á forsendum
heildarinnar. Framtíðarsýnin er
samfélag þar sem íbúar styðja hver
annan til að ná markmiðum og öðlast
hamingju hver á sínum forsendum.
Stuðningur bæjarbúa er nauðsyn-
legur til að koma framtíðarsýninni í
framkvæmd og mikilvægt að kjós-
endur horfi einnig fram á við því
framtíðin býr í okkur öllum.
Höfundur skipar 1. sæti á lista VG
til sveitarstjórnakosninga.
SÓLEY BJÖRK
STEFÁNSDÓTTIR