Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Síða 18

Akureyri - 27.03.2014, Síða 18
18 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Yfir 80 litir í boði Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Starfsmenn Glugga og Garðhúsa verða á AKUREYRI föstudaginn 4 apríl frá kl. 10 -18 Hægt er panta tíma í s. 554 4300 eða senda tölvupóst á margret@solskalar.is Gluggar & Garðhús hf. Nánari upplýsingar á www.solska lar.is Breyting sem mælist vel fyrir Fjölmenni fagnaði merkum tíma- mótum í síðustu viku þegar formleg vígsla á húsnæðinu sem áður hýsti Gamla húsmæðraskólann og Akur- eyrarakademíuna fór fram fyrir alla skammtíma– og skólavistun fyrir fatlað fólk á Akureyri. Að lokinni vígsluathöfn gafst gestum og gangandi kostur á að skoða húsakynnin og kynna sér starfsemina í húsinu. Stöðugur straumur fólks var í húsið fram eft- ir kvöldi og ekki annað að sjá en að bæjarbúum líkaði vel það sem fyrir augu bar. Kostnaður við þessa byggingu er um 200 milljónir króna og kostnað- ur við endurnýjun á búnaði um 10 milljónir krónur eftir því sem fram kemur í gögnum frá Akureyrarbæ. a Í ÞESSU HERBERGI voru stundum tekin hörð viðtöl við stjórnmálamenn og fleiri þegar Akureyri Vikublaðið hafði til skamms tíma aðstöðu í húsinu. Nú er þarna mjúkur bangsi og sitthvað fleira gott. GLÆSILEG AÐSTAÐA BÞ SIGURÐUR SIGURÐSSON OG Lýður Hákonarson hjá L&S verktökum, kampakátir með eigin vinnu og glæstan áfanga við verklok. Nýr stjóri vill endur- vekja Listasumar „Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði Hlynur Hallsson myndlistarmaður eftir að Akureyri vikublað innti hann fyrstu viðbragða, en Hlynur hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjónlistamið- stöðvarinnar á Akureyri. Hlynur var ráðinn úr hópi níu umsækjenda en hann útskrifaðist frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og lauk mastersgráðu frá Hannover árið 1997. „Ég var auðvitað vongóður um að fá starfið hafandi mikla reynslu af skipulagningu og uppsetningu sýn- inga til 20 ára og brennandi áhuga á að byggja upp Listagilið,“ segir Hlynur. Spurður um áherslur segisy hann vilja einbeita sér að því að opna Listasafnið enn betur fyrir spennandi sýningum og verkefnum og tengja það við skólana í bænum og bjóða nemendum af öllum skóla- stigum frá leikskólum til háskóla í reglulegar heimsóknir. „Ég vil gera Listasafnið að safni sem miðlar, rannsakar og safnar myndlist og að Ketilhúsið og Deiglan verði lifandi staðir með fjölbreytta viðburði. Það er mikilvægt að endurvekja Lista- sumar á Akureyri og Gildaga og vera í stöðugu sambandi við samfélagið í Listagilinu þannig að það verði sam- eiginlegt aðdráttarafl fyrir gesti og að Akureyringar geti verið stoltir af fjölbreyttu menningarlífi bæjar- ins. Ég vil auka samstarf við önnur söfn á svæðinu og einnig alþjóðlega samvinnu en leggja um leið áherslu á að það sem er skapað hér heima fái að blómstra.” Hlynur hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður frá árinu 1996 ásamt því að kenna við Listahá- skóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri. Hann tekur til starfa hjá Sjónlistamiðstöðinni að hluta í byrjun maí en að fullu þann 1. ágúst næstkomandi. a HLYNUR HALLSSON. Hugi Hlynsson.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.