Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Qupperneq 10

Akureyri - 29.05.2014, Qupperneq 10
10 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 Úr laganámi í leik­ skólastarf í Grímsey Eftir samfellt sex ára lögfræðinám hefur Hjalti Ómar Ágústsson, sem mun útskrifast 45 ára gamall með meistaragráðu í lögum frá Há- skólanum á Akureyri eftir nokkra daga, ákveðið að flytja til Gríms- eyjar og gerast leiðbeinandi í leik- skóla norður við heimskautsbaug. Ástæðan er að eiginkonan, Sigrún Magnúsdóttir, 36 ára, hefur fengið stöðu í Grímsey sem grunnskóla- kennari, hún útskrifast sem kennari frá skólanum um leið og eiginmað- urinn. Þau flytja búslóð sína nú um kosningahelgina fram undan út í Grímsey með tvö ung börn og segj- ast bæði hlakka til. En viðurkenna líka að svona ákvörðun sé áskorun, ný tækifæri en líka nýjar hættur. Af hverju Grímsey? „Okkur bara langaði að fara eitt- hvað, flytja a.m.k. tímabundið frá Akureyri. Við vorum tilbúin til að skoða allt, en síst þó Reykjavík. Við þrífumst ekki mjög vel þar,“ segir Sigrún og brosir. Blaðamaður á stund með þess- um ævintýragjörnu hjónum á kaffi- húsi í miðbæ Akureyrar. Upp úr kafinu kemur að Sigrún ólst upp á Suðureyri en Hjalti er Eyfirðingur. Þau segja uppruna sinn eiga þátt í að þeim finnist það 100% eðlileg ákvörðun „og ekkert stórmál“ að flytja til Grímseyjar til þess að elta vinnu. Tímarnir séu slíkir. Þau segjast bæði „late bloomers“. Þau höfðu starfað við ólíka hluti, unnið bæði með eigin höndum og huga við ýmis störf þegar þau kynntust fyrir tíu árum á Gauki á Stöng. Þau ákváðu nokkru síðar að flytjast til Akureyrar, þar sem þau hafa bæði setið á skólabekk sl. sjö ár. Námsárin nýttu þau einnig til að fjölga mannkyninu. Þau eiga soninn Skarphéðin Ás, 3ja ára og Ágústu Sóleyju, fimm ára. Það blasir því við að nýi leikskólabarnaleiðbein- andinn í Grímsey, lögfræðingurinn Hjalti Ágústsson, muni kenna sín- um eigin börnum í hópi annarra í eynni. Merkilegt nokk er meðalald- ur Grímseyinga fremur lágur. Sam- anlagt eru 16 börn á leik- og grunn- skólastigi sem þykir blómlegt í 90 manna byggð. Algjörar landsbyggðartúttur „Við erum sko algjörar lands- byggðartúttur,“ segir Hjalti og brosir þegar blaðamaður reynir að spyrjast frekar fyrir um ástæður flutningsins. Þau hjón tóku ferjuna til Gríms- eyjar um næstsíðustu helgi og skoðuðu aðstæður ásamt börnum sínum. Þau sigldu í blankalogni milli Dalvíkur og Grímseyjar, sex klukkustundir, fram og til baka. Þau höfðu aldrei áður komið til Grímseyjar en heilluðust að sögn af staðnum. „Við fengum konunglegar móttökur, veðrið var gott og að sjálfsögðu sögðu heimamenn okk- ur að þannig væri veðrið alltaf. Við skoðuðum skólann, hittum krakk- ana og urðum enn sannfærðari en áður um að við værum að taka rétta ákvörðun.“ Ágústa, dóttir þeirra er afar spennt að flytja. Hún hafði heyrt að kanínur væru í garði í eynni og um leið og hún minntist á þær við landtöku brugðust heimamenn við, tóku við hnátunni ungu og leyfðu henni að skoða kanínurnar með- an foreldranir sóttu fundi vegna vinnunnar fram undan. „Ágústa er alveg búin að kaupa að ævintýri sé í uppsiglingu, það er bara afgreitt.“ Ráðist að staðalímynd Skarphéðinn litli er á meðfæri- legum aldri og ekki nógu gamall til að hafa stórar skoðanir á bú- setu. Kannski er þetta ekkert stór- mál eins og Hjalti og Sigrún segja. En áhugavert skref vegna þess að staðalímynd lögfræðinga er oft sú að þeir klæðist dýrustu jakkafötun- um, þéni mikið og snæði ábúðar- miklir daglega með valdamiklum kúnnum. Hjalti segist bara ekki vera þannig maður. Þau séu bæði þurftalítil í veraldlegu tilliti og það megi telja til tekna að störfum þeirra í Grímsey fylgi húsnæðis- fríðindi. Mestu máli skipti að hug- urinn sé frjáls. Hitt sé bara landslag. Við heimskautsbaug í heimskauta- rétti Það vakti athygli blaðamanns þegar Hjalti skrifaði á facebook síðu sína um daginn, að eftir sex ára samfellt háskólanám í lögfræði væri hann kominn með vinnu – sem leikskólakennari í Grímsey. Sagan er þó örlítið flóknari. Hann ætlar líka að nýta næsta vetur í að klára aðra meistararitgerð en hann hef- ur þegar klárað, ljúka laganámi í heimskautarétti. E.t.v. er vand- fundinn betri staður til þess en heimskautsbaugurinn sjálfur sem liggur yfir Grímsey. Hjalti segir að auk þess að hafa húmor fyrir þess- um aðstæðum snúist barátta nú- tíma Íslendings um að leita bjarg- irnar uppi þar sem þær séu í boði. Að auki hlakki hann mjög til að vera öllum stundum með börnun- um sínum. Slaka, á, njóta. „Börnin okkar verða bara einu sinni á æv- inni þriggja og fimm ára gömul,“ segir Sigrún. Hjalti tekur undir þetta. Sem faðir á fimmtugsaldri njóti hann samvista við eigin börn umfram flest annað í lífinu. Fyrir á Hjalti dóttur á þrítugsaldri, Al- exöndru og tvö barnabörn á svipuð- SAMRÝMD FJÖLSKYLDA. NÝI VINNUSTAÐURINN. Hjalti og Sigrún munu starfa í þessu húsi þar sem m.a. eru báðar menntastofnanir Grímseyjar, leikskólinn og grunnskólinn. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.