Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Síða 16

Akureyri - 29.05.2014, Síða 16
16 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 AÐSEND GREIN ALMA AXFJÖRÐ Skipta lífsgæði allra Akureyringa ekki máli? Rödd Akureyringa þarf að berast til verðandi og núverandi stjórnenda bæjarins. Það er ekki hægt að skella allri ábyrgð og kostnaði á ríkið. Það hlýtur að vera mikið hagsmunarmál fyrir Akureyri að styðja við og efla starf í velferðarmálum bæjarins og það er vitað mál að það kostar pen- inga. Það kostar pening að hlúa að fólki en sá peningur og auður kemur margfalt til baka. Ég veit að það þarf að huga að ýmsu í stóru bæjarfélagi, en svo vitlaus er ég nú ekki að halda að allt gangi vel hjá mörgum íbúum bæjarins þegar kemur að geðheilsu- heilbrigði. Allt of margir bæjarbúar, frá börnum til aldraða, glíma við / eða munu glíma við geðraskanir af völdum ýmissa orsaka og afleiðinga þeirra. Má þar nefna t.d. vegna óviðunandi heimilisaðstæðna, fíkni- sjúkdóma, ofbeldis, einhverskonar missis, atvinnuleysis, slysa , sjúk- dóma, eineltis og fl. Afleiðingarnar geta verið og eru skelfilegar ef ekkert er gert. Viðkomandi einstaklingur er í mikilli hættu að leita leiða til að deyfa sig frá sársaukanum og vanlíð- an t.d. með áfengi og öðrum vímuefn- um. Og því miður verður vanlíðanin stundum svo mikil að viðkomandi sér enga aðra leið en að taka líf sitt. Líf sem skiptir máli. Líf sem á réttindi, líf sem á rétt á skilningi, líf sem á rétt á umhyggju, líf sem á rétt á því að vera ekki dæmt af samfé- laginu, líf sem á rétt á því að lifa, LÍF SEM ER EKKI SJÚKDÓMURINN ! Hér á landi taka 2-3 einstaklingar líf sitt í hverjum mánuði og fleiri reyna það. Það vill enginn ganga í gegnum þá miklu sorg sem því fylgir hvort sem það tekst eða ekki. ENGINN FÆÐIST GEÐVEIKUR Það fæðist enginn geðveikur. Geð- röskun, eins og svo margir sjúk- dómar, á sér margar orsakir. Erfða- fræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, um- hverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verður geðveikur eða ekki. Að greinast með geðröskun er erfitt, og enn erfiðara vegna þess viðhorfs sem ríkir í samfélaginu. Viðhorf sem byggjast oft á því að þú ert talinn hættulegur, skrítinn, öðruvísi en aðrir, þér er kennt/sagt að umgangast ekki þannig fólk og jafnvel sumir sem halda að það þurfi að setja fólk í spennitreyju ef það legst inn á geðdeild. Fjölmiðlar taka það fram í fréttatilkynningum að viðkomandi eigi eða eigi ekki við geðröskun að stríða. Þú ert dæmdur. Það er skömm að þekkja einhvern með geðsjúkdóm eða láta sjá sig með honum. Þú ert talinn vanhæfur á ýmsum sviðum. Þú færð ekki sömu viður- kenningu og aðrir í þjóðfé- laginu. Þú ert niðurlægður í samfélaginu. Þessi viðhorf , auka oft á sjálfsfordóma einstaklings með geðraskanir sem veldur því að hann leitar sér síður aðstoðar, hann þorir ekki að tala um veikindi sín og líðan sína og hann einangrar sig félagslega. Skilning vantar oft og viðkomandi á bara að fara út að ganga, rífa sig upp , vinir hverfa osfrv. AÐ VERA GEÐVEIKUR = AÐ VERA MEÐ GEÐRÖSKUN Ég undirrituð er geðveik. Ég er þunglynd, með kvíðaröskun og áfallastreituröskun. Ég er með þess- ar geðraskanir og hef verið í rúma tvo áratugi, eða reyndar lengur, því ég var mjög kvíðin sem barn. Ég er ekki hættuleg, ég ræðst ekki á fólk, þegar ég hef þurft að leggjast inná geðdeild þá er ég ekki bundin niður, ekki frekar en aðrir þar. Ég er mann- eskja sem hef sömu réttindi í þjóðfélaginu og aðrir, ég hef marga hæfileika og styrk- leika. Ég fæddist ekki svona, en aðstæður, áföll og slys or- sökuðu það að ég varð veik. Í dag er ég í bata og það geta allir sem glíma við geðrask- anir, afleiðingar eineltis og eða ofbeldis náð bata. Að vera í bata þýð- ir einfaldlega að þú nærð tökum á sjúkdómnum, hann stjórnar þér ekki lengur, þó svo að þú finnir fyrir ein- kennum. Að komast í bata þarf vilja og mikla vinnu, 24 tíma á sólarhring, alla daga. Þú þarft mikinn stuðning og skilning og gott öryggisnet, viðtöl hjá lækni og eða öðru fagfólki. Þú þarft fræðslu og ég tel nauðsynlegt að taka þátt í starfi hjá félagasam- tökum þar sem einstaklingar sem glíma við það sama hittast. Því þar færðu skilning og getur speglað þig í örðum, félagsleg einangrun rofnar, þú sérð bata hjá öðrum og það gef- ur þér von og þú valdeflist sem þýðir einfaldlega það að þú verður virkari og lærir að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi og þú ert ekki dæmd/ur og þar eru engir fordómar. GRÓFIN GEÐVERNDARMIÐSTÖÐ Þann 10. okt. sl var opnuð hér á Akureyri , Grófin geðverndarmið- stöð, eftir tveggja ára undirbún- ing. Unnið er eftir hugmynda- fræði valdeflingar . Valdefling er í grunninn að trúa á bata, taka ábyrgð á sínu lífi og líðan, efla ákveðni og styrkja sjálfsmynd sína. Þarna hittast einstaklingar sem hafa verið/eru að kljást við geðrask- anir og við horfum í batann. Við ræð- um saman á jafningjagrundvelli og allir eru jafnir. Við miðlum reynslu, hlustum, tölum, hlæjum og byggj- um öll saman upp starfið í Grófinni. Starfrækt er hópastarf, sem notend- ur leiða. Kjarnafundir eru á fimmtu- dögum þar sem starfsemin er mótuð og hafa allir jafnan ákvörðunnarrétt. Og eru allir notendur velkomnir á þá fundi. Aðstandendur eru velkomnir og er Grófin þeirra staður líka, því eins og allir vita þá hafa veikindi áhrif á aðstandendur. Unga fólkið, Unghugar, hafa líka sinn stað í Gróf- inni. Þar hittast einstaklingar 18 ára og eldri, skipuleggja félagsstarf og móta sitt starf á jafningjagrundvelli. Einnig hefur Grófin tekið á móti hópum frá Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild og fl. Í kynn- ingu og fræðslu. Samstarf var við Háskólann á Akureyri þar sem 3ja árs iðjuþjálfanemar komu og voru að æfa sig í hópastarfi. Einnig hafa fagaðilar komið með fyrirlestra og fræðslu til okkar. Þá hafa aðilar farið með forvarnarfræðslu í skóla. Mjög mikil þörf er á að auka forvarnir gegn geðröskunum hjá ungu fólki. Því það er staðreynd að einstaklingur sem á við andlega vanlíðan að stríða er í meiri hættu á að deyfa sig með vímuefnum. Það er mín skoðun að þær forvarnir ættu að koma á undan forvarnarfræðslu gegn vímuefnum. Ég sjálf hef mætt daglega frá opn- un. Þessi vera mín í Grófinni og sam- veran við notendurna þar, hefur gert kraftaverk fyrir mig í bataferlinu. Ég hef eflst á öllum sviðum. Ég hef til- gang og ég hef hlutverk. Ég er kom- in með meiri trú á sjálfa mig og alla mína getu. Til mín er miðlað reynslu frá öðrum, sem eflir mig þar sem ég finn að ég er ekki ein sem hef verið að kljást við geðröskun. Ég sé bata hjá öðrum sem eflir mig í að halda áfram og halda mínum bata. Ég er virk. Og það sem er svo yndislegt að ég er virk allstaðar líka útá við og get verið í núinu. Ég hef framtíðarsýn og get gert mér markmið sem ég átti erfitt með áður. Ég get verið ég sjálf. Ég hef líka séð bata hjá öðrum, ég hef séð vonina vakna, ég hef séð einstaklinga fá trú á sjálfa sig og aukna getu sína með virkni og sam- skiptum. FJÁRVEITING Það var Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis sem tók af skarið og opnaði miðstöðina og hafa viðræður verið við Akureyrarbæ um aðkomu að rekstri en ekkert gengið, vísað til ríkisins. Mín skoðun er sú að báðir aðilar, Akureyrarbær og ríkið, eigi að koma að rekstri miðstöðvarinnar og tryggja hann til 5 ára. Frá opnun 10. október 2013 hefur Grófin verið opin í 150 virka daga og 2150 komur orðið. Það þýðir að daglega koma 14, 33 einstaklingar. Kostnaður við hverja heimsókn er því um 977 krónur auk 60 einstaklinga sem hafa verið í hópastarfi. Það má því segja að mikil þörf sé fyrir þessa starfsemi í bænum. Nú er starfsemin orðin það öfl- ug að ráða þyrfti einn starfsmann. Fagaðila. Sé kostnaður Grófarinnar reiknaður með þeim lið auk húsaleigu og reksturs þá er það um 10 milljónir á ári. Ef við reiknum út frá komu sem verið hefur og er enn að aukast, þá er kostnaður per einstakling 2713 kr. Það vekur furðu mína að Akur- eyrarbær hafi ekki komið að rekstri þessum þar sem þetta skiptir mjög miklu máli fyrir lífsgæði fjölmargra einstaklinga í sveitarfélaginu jafnt unga sem aldraða. Svo ég tali nú ekki um þann sparnað sem af því hlýst að einstaklingur komist í bata og geti orðið virkur í samfélaginu. Má þar nefna sparnað í heilbrigðiskerfinu, hvað varðar innlagnir, lyfjakostnað, heimilislæknaheimsóknir, fækkun heimsókna til sálfræðinga og eða geðlækna, minna áreiti á fjölskyldu- deild, minni aðstoð heimafyrir þegar einstaklingur kemst í meiri virkni, fordómar minnka, meiri þekking , minni hætta á misnotkun vímuefna, bættar fjölskylduaðstæður, bættar félagslegar aðstæður, og jafnvel aftur virkni á vinnumarkaði og svo mætti lengi telja. Ég veit að það vantar pening en ég veit líka að það er hægt að for- gangsraða hlutum. Geðheilsuheil- brigði kemur að mörgum sviðum, og ástæður þess að einstaklingur veikist eru margvíslegar, það fæðist enginn með geðsjúkdóm. Því ætti það að vera forgangsatriði fyrir bæjarfélag sem auglýsir sig með því að öll lífs- ins gæði séu á staðnum að þau séu þá fyrir alla og að ég tali nú ekki um að gera Akureyri að forystusveitarfélagi. Gerum Akureyri að forystusveitarfé- lagi í velferðarmálum. Höfundur er notandi Grófarinn- ar og aðstandandi. ALMA AXFJÖRÐ Sjómenn til hamingju með daginn hedinn.is

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.